SÁÁ, Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, eru hætt að taka við ólögráða einstaklingum á einkarekna sjúkrahúsið Vog. Háværar kröfur hafa verið uppi um að börn undir 18 ára aldri séu ekki í meðferð í sama rými og fullorðnir og segir SÁÁ að sjúkrahúsið Vogur geti ekki orðið við þeim kröfum. Unglingadeildin var eina svefnálman á Vogi sem ekki var kynjaskipt.
„Það að eitt barn hafi hugsanlega orðið fyrir skaða innan veggja spítalans er einu barni of mikið,“ segir í tilkynningu SÁÁ vegna málsins. „SÁÁ setur öryggi sjúklinga sinna í fyrsta sæti og vill með þessum aðgerðum axla ábyrgð.“
Forsvarsmenn SÁÁ hafa áður afskrifað slíka gagnrýni, með því að vísa til þess að heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum sé almennt ekki kynjaskipt, meðferð á SÁÁ hafi nú þegar verið skipt upp í kvenna- og karlameðferð, og að börnin séu á sérgangi á Vogi. Þá hafa forsvarsmenn SÁÁ ítrekað sagt að þarna …
Athugasemdir