Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ranglátt að neyða fólk til að hætta að vinna vegna aldurs

Ingi­björg Ey­fells, leik­skóla­stjóri í Reykja­vík, er ósátt við að þurfa að láta af störf­um vegna ald­urs í sum­ar, á sama tíma og leik­skól­ar borg­ar­inn­ar glíma við mann­eklu. Frum­varp um hækk­un starfs­loka­ald­urs ligg­ur nú fyr­ir hjá Al­þingi.

Ranglátt að neyða fólk til að hætta að vinna vegna aldurs
Vill vinna áfram Ingibjörg Eyfells verður 70 ára í júlí og hefur verið gert að láta af störfum sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg. Hún segir óeðlilegt að ákveðinn afmælisdagur ráði því hvenær fólk þarf að hætta að vinna. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mér finnst óeðlilegt að það sé einhver ákveðinn afmælisdagur sem sé notaður sem viðmið um hvenær fólk eigi að hætta að vinna. Það þarf að vera meiri sveigjanleiki,“ segir Ingibjörg Eyfells, leikskólastjóri á leikskólanum Geislabaugi í Reykjavík, en henni hefur verið gert að láta af störfum í sumar vegna aldurs. Hún segir reglur um starfslokaaldur opinberra starfsmanna tímaskekkju og það sé ranglátt að neyða fullfrískt fólk sem þyki vænt um starf sitt að hætta að vinna. 

Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna félags stjórnenda leikskóla og Reykjavíkurborgar segir að starfsmaður þurfi að láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. Sömu reglur gilda um starfsmenn ríkisins. Ingibjörg nær þeim aldri í júlí næstkomandi. 

Á síðasta ári sótti hún um leyfi til að sinna starfi sínu áfram til 72 ára aldurs, eða til júlí 2020, á grundvelli undanþáguheimildar sem er að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár