Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ranglátt að neyða fólk til að hætta að vinna vegna aldurs

Ingi­björg Ey­fells, leik­skóla­stjóri í Reykja­vík, er ósátt við að þurfa að láta af störf­um vegna ald­urs í sum­ar, á sama tíma og leik­skól­ar borg­ar­inn­ar glíma við mann­eklu. Frum­varp um hækk­un starfs­loka­ald­urs ligg­ur nú fyr­ir hjá Al­þingi.

Ranglátt að neyða fólk til að hætta að vinna vegna aldurs
Vill vinna áfram Ingibjörg Eyfells verður 70 ára í júlí og hefur verið gert að láta af störfum sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg. Hún segir óeðlilegt að ákveðinn afmælisdagur ráði því hvenær fólk þarf að hætta að vinna. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Mér finnst óeðlilegt að það sé einhver ákveðinn afmælisdagur sem sé notaður sem viðmið um hvenær fólk eigi að hætta að vinna. Það þarf að vera meiri sveigjanleiki,“ segir Ingibjörg Eyfells, leikskólastjóri á leikskólanum Geislabaugi í Reykjavík, en henni hefur verið gert að láta af störfum í sumar vegna aldurs. Hún segir reglur um starfslokaaldur opinberra starfsmanna tímaskekkju og það sé ranglátt að neyða fullfrískt fólk sem þyki vænt um starf sitt að hætta að vinna. 

Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna félags stjórnenda leikskóla og Reykjavíkurborgar segir að starfsmaður þurfi að láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. Sömu reglur gilda um starfsmenn ríkisins. Ingibjörg nær þeim aldri í júlí næstkomandi. 

Á síðasta ári sótti hún um leyfi til að sinna starfi sínu áfram til 72 ára aldurs, eða til júlí 2020, á grundvelli undanþáguheimildar sem er að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár