„Mér finnst óeðlilegt að það sé einhver ákveðinn afmælisdagur sem sé notaður sem viðmið um hvenær fólk eigi að hætta að vinna. Það þarf að vera meiri sveigjanleiki,“ segir Ingibjörg Eyfells, leikskólastjóri á leikskólanum Geislabaugi í Reykjavík, en henni hefur verið gert að láta af störfum í sumar vegna aldurs. Hún segir reglur um starfslokaaldur opinberra starfsmanna tímaskekkju og það sé ranglátt að neyða fullfrískt fólk sem þyki vænt um starf sitt að hætta að vinna.
Í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna félags stjórnenda leikskóla og Reykjavíkurborgar segir að starfsmaður þurfi að láta af störfum frá og með næstu mánaðamótum eftir að hann nær 70 ára aldri. Sömu reglur gilda um starfsmenn ríkisins. Ingibjörg nær þeim aldri í júlí næstkomandi.
Á síðasta ári sótti hún um leyfi til að sinna starfi sínu áfram til 72 ára aldurs, eða til júlí 2020, á grundvelli undanþáguheimildar sem er að …
Athugasemdir