Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson

Trún­að­ar kraf­ist um minn­is­blað sem tók mán­uð að skila. Ástæð­an sögð ann­ir starfs­manna ráðu­neyt­is­ins.

Leynd yfir minnisblaði um Hauk Hilmarsson
Trúnaður um minnisblað Trúnaður ríkir um innihald minnisblaðs utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar sem utanríkismálanefnd Alþingis fékk loks afhent í gær, eftir mánaðarbið. Mynd: Pressphotos

Minnisblað utanríkisráðuneytisins um mál Hauks Hilmarssonar, sem saknað er í Sýrlandi, var sent formanni utanríkismálanefndar í gær, miðvikudaginn 11. apríl. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd hafði óskað eftir því fyrir um mánuði síðan að nefndin fengi slíkt minnisblað í hendur en ekkert gerðist í málinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Trúnaður ríkir hins vegar yfir minnisblaðinu, eftir því sem Logi sagði við Stundina í gær, og gat hann því ekki upplýst um hvað kæmi þar fram.

Í fyrstu fréttum af máli Hauks, sem birtust 6. mars síðastliðinn, var hann sagður hafa fallið í bardögum í norðurhluta Sýrlands 24. febrúar. Enn hefur ekki tekist að staðfesta það. Óskað var eftir minnisblaði frá utanríkisráðuneytinu um málið, af hálfu utanríkismálanefndar, 12. mars síðastliðinn. Var sú ósk ítrekuð í tvígang, 21. mars og 4. apríl, án árangurs.

Ekki hægt að upplýsa um innihaldið

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu reyndist ekki unnt að afhenda minnisblað um málið á fundi utanríkismálanefndar 14. mars en fulltrúar ráðuneytisins mættu hins vegar á þann fund til að gera grein fyrir málinu og svara spurningum nefndarmanna.

Engir skilgreindir frestir munu vera á afhendingu minnisblaða sem þess sem utanríkismálanefnd óskaði eftir en leitast er eftir því að það sé gert svo fljótt sem auðið er, samkvæmt svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Stundarinnar sem barst í gær. Tafir á afhendingu minnisblaðsins um mál Hauks helgist meðal annars að önnum hjá þeim starfsmönnum ráðuneytisins sem fara með mál Hauks. „Sem kunnugt er hefur eftirgrennslan um afdrif hans verið í forgangi hjá ráðuneytinu frá því það kom fyrst til kasta þess fyrir rúmum mánuði,“ segir í svari ráðuneytisins. Þar er jafnframt bent á að nefndarmenn utanríkismálanefndar hafi fengið upplýsingar um stöðu og framgang málsins á umræddum fundi 14. mars og í fyrirspurnartíma ráðherra á Alþingi 22. mars.  

Minnisblaðið umrædda barst loks í gær, sem fyrr segir. Í samtali við Stundina sagði Logi hins vegar að trúnaður væri um innihald þess og hann gæti því, að svo stöddu, ekki upplýst um hvað þar kæmi fram. Bætti hann því við að hann skyldi ekki hví svo væri.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár