Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þingmaður fær engin svör um mál Hauks Hilmarssonar

Mán­uð­ur lið­inn síð­an Logi Ein­ars­son ósk­aði eft­ir minn­is­blaði frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Eng­in svör borist þrátt fyr­ir ít­rek­an­ir. Seg­ir vinnu­brögð­in óskilj­an­leg og ólíð­andi.

Þingmaður fær engin svör um mál Hauks Hilmarssonar
Þingmaður fær ekki svör Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur beðið í mánuð eftir svörum um mál Hauks Hilmarssonar frá utanríkisráðuneytinu. Hann segir aðgerðarleysið ólíðandi.

Tæpur mánuður er síðan að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór fram á að fá minnisblað frá utanríkisráðuneytinu varðandi mál Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi. Enn hefur ekkert svar borist við þeirri beiðni, þrátt fyrir að Logi hafi ítrekað beiðnina í tvígang. Logi furðar sig á þessum vinnubrögðum og segir þau ólíðandi.

Fyrstu fréttir af hvarfi Hauks bárust 6. mars síðastliðinn en hann var þá sagður hafa fallið í bardögum Kúrda við tyrkneska herinn 24. febrúar, í norðurhluta Sýrlands. Átta dögum síðar, 14. mars, fór Logi fram á það, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis, að fá minnisblað frá utanríkisráðuneytinu um þær verklagsreglur sem giltu hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins í málum sem þessum, og lagði hann sérstaka áherslu á að fá upplýsingar um mál Hauks, til hvaða aðgerða hefði verið gripið til að finna hann og hver staða mála væri. Viku síðar, 21. mars, ítrekaði nefndasvið Alþingis beiðni Loga, að hans ósk. Enn barst ekkert svar og 4. apríl var beiðni um að utanríkisráðuneytið skilaði slíku minnisblaði enn ítrekuð, án árangurs.

Mjög knýjandi að fá svör

Logi EinarssonUtanríkisráðuneytið hefur ekki svarað beiðni formanns Samfylkingarinnar um minnisblað vegna máls Hauks Hilmarssonar.

Logi segir í samtali við Stundina að þessi seinagangur sé bæði óskiljanlegur og algjörlega ólíðandi. „Þetta er ekki boðlegt. Látum það allt vera hvernig þetta birtist gagnvart mér og þinginu, þessi þögn, en þetta á bara fullt erindi við samfélagið og almenning. Þess vegna skil ég ekki þetta verkleysi. Spurning mín fjallaði líka almennt um hvernig fylgst væri með Íslendingum erlendis og hvaða verklagsreglur giltu hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, um hvernig haldið væri á þessum málum en ekki síst auðvitað í þessu sorglega máli. Það er mjög knýjandi að fá svör því þetta er það hörmulegasta sem fólk lendir í, að vita ekki um afdrif ástvina sinna.“

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis stendur nú yfir og þegar Stundin heyrði í Loga, rétt áður en fundurinn hófst, sagði hann ekki sjá að neitt kynna í útsendum gögnum fyrir fundinn gæfi það til kynna að umrætt minnisblað myndi berast í dag. „Ég sendi á formann nefndarinnar og aðra nefndarmenn í gær beiðni um að fá stuðning við að nefndin myndi senda athugasemd til ráðuneytisins vegna þessa.“

Logi segir jafnframt ómögulegt annað en að utanríkisráðuneytið búi í það minnsta yfir einhverjum upplýsingum sem það geti miðlað. „Ég get ekki trúað því að það hafi ekkert það gerst, á þessum mánuði sem liðinn er, að það hafi ekki verið tilefni til þess að setja það niður á blað og birta það utanríkismálanefnd. Já, og alþjóð auðvitað líka.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár