Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þingmaður fær engin svör um mál Hauks Hilmarssonar

Mán­uð­ur lið­inn síð­an Logi Ein­ars­son ósk­aði eft­ir minn­is­blaði frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Eng­in svör borist þrátt fyr­ir ít­rek­an­ir. Seg­ir vinnu­brögð­in óskilj­an­leg og ólíð­andi.

Þingmaður fær engin svör um mál Hauks Hilmarssonar
Þingmaður fær ekki svör Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur beðið í mánuð eftir svörum um mál Hauks Hilmarssonar frá utanríkisráðuneytinu. Hann segir aðgerðarleysið ólíðandi.

Tæpur mánuður er síðan að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fór fram á að fá minnisblað frá utanríkisráðuneytinu varðandi mál Hauks Hilmarssonar, sem týndur er í Sýrlandi. Enn hefur ekkert svar borist við þeirri beiðni, þrátt fyrir að Logi hafi ítrekað beiðnina í tvígang. Logi furðar sig á þessum vinnubrögðum og segir þau ólíðandi.

Fyrstu fréttir af hvarfi Hauks bárust 6. mars síðastliðinn en hann var þá sagður hafa fallið í bardögum Kúrda við tyrkneska herinn 24. febrúar, í norðurhluta Sýrlands. Átta dögum síðar, 14. mars, fór Logi fram á það, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis, að fá minnisblað frá utanríkisráðuneytinu um þær verklagsreglur sem giltu hjá borgaraþjónustu ráðuneytisins í málum sem þessum, og lagði hann sérstaka áherslu á að fá upplýsingar um mál Hauks, til hvaða aðgerða hefði verið gripið til að finna hann og hver staða mála væri. Viku síðar, 21. mars, ítrekaði nefndasvið Alþingis beiðni Loga, að hans ósk. Enn barst ekkert svar og 4. apríl var beiðni um að utanríkisráðuneytið skilaði slíku minnisblaði enn ítrekuð, án árangurs.

Mjög knýjandi að fá svör

Logi EinarssonUtanríkisráðuneytið hefur ekki svarað beiðni formanns Samfylkingarinnar um minnisblað vegna máls Hauks Hilmarssonar.

Logi segir í samtali við Stundina að þessi seinagangur sé bæði óskiljanlegur og algjörlega ólíðandi. „Þetta er ekki boðlegt. Látum það allt vera hvernig þetta birtist gagnvart mér og þinginu, þessi þögn, en þetta á bara fullt erindi við samfélagið og almenning. Þess vegna skil ég ekki þetta verkleysi. Spurning mín fjallaði líka almennt um hvernig fylgst væri með Íslendingum erlendis og hvaða verklagsreglur giltu hjá borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins, um hvernig haldið væri á þessum málum en ekki síst auðvitað í þessu sorglega máli. Það er mjög knýjandi að fá svör því þetta er það hörmulegasta sem fólk lendir í, að vita ekki um afdrif ástvina sinna.“

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis stendur nú yfir og þegar Stundin heyrði í Loga, rétt áður en fundurinn hófst, sagði hann ekki sjá að neitt kynna í útsendum gögnum fyrir fundinn gæfi það til kynna að umrætt minnisblað myndi berast í dag. „Ég sendi á formann nefndarinnar og aðra nefndarmenn í gær beiðni um að fá stuðning við að nefndin myndi senda athugasemd til ráðuneytisins vegna þessa.“

Logi segir jafnframt ómögulegt annað en að utanríkisráðuneytið búi í það minnsta yfir einhverjum upplýsingum sem það geti miðlað. „Ég get ekki trúað því að það hafi ekkert það gerst, á þessum mánuði sem liðinn er, að það hafi ekki verið tilefni til þess að setja það niður á blað og birta það utanríkismálanefnd. Já, og alþjóð auðvitað líka.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár