Pasta ríka mannsins
Ég á í nokkurs konar ástar/haturs-sambandi við pasta þar sem meira hefur verið um hatur. Ég ólst upp hjá einstæðri móður sem var í tveimur störfum og jafnvel þótt peningurinn hafi aðeins farið í helstu nauðsynjar dugði hann aldrei út mánuðinn. Pasta með pastasósu úr niðursuðudós var því oft í matinn og ég fékk algjört ógeð. Nú er ég hægt og rólega farin að læra að pasta getur verið bragðgott ef maður hefur efni á því að setja eitthvað meira út í það en Hunts-pastasósu. Þessi uppskrift heitir því „pasta ríka mannsins,“ þar sem innihaldsefnin eru fleiri en tvö. Þessi rjómakennda uppskrift með grænmeti þykir mér vera afar góð.
200 g pasta
2 fernur Oatly jurta-matreiðslurjómi
3 saxaðir hvítlauksgeirar
Hálfur grænmetisteningur
Nokkrir sveppir
5 msk. næringarger (e. nutritional yeast)
Sriracha Mayo Sauce, eftir smekk
Klípa sjávarsalt
Klípa pipar
Handfylli spínat
Hálf, niðurskorin paprika …
Athugasemdir