Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu

Lé­legt fjár­mála­læsi hjá al­menn­ingi sagt ein ástæða þess að ungt, tekju­lágt fólk lendi í fjár­hags­örð­ug­leik­um. Orða­lag­ið hef­ur vak­ið mikla reiði og það sagt sýna skiln­ins­leysi stjórn­valda á stöðu lág­tekju­fólks.

Segja orðalag í fjármálaáætlun til marks um veruleikafirringu
Reitir vinstra fólk til reiði Orðalag í greinargerð með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti síðastliðinn miðvikudag, hefur valdið miklum úlfaþyt á samfélagsmiðlum. Mynd: Pressphotos

Orðalag í greinargerð með fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019-2023, þar sem talað er um „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ og það sett í samhengi við stöðu lágtekjufólks á leigumarkaði hefur valdið talsverðum titringi á samfélagsmiðlum, einkum meðal fólks á vinstri væng stjórnmálanna.  Formaður Verkalýðsfélaga Akraness talar um „veruleikafirringu“ og varaþingmaður Samfylkingarinnar telur að það væri rétt að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yrði sjálfur skikkaður á námskeið í fjármálalæsi.

Í greinargerðinni kemur sem fyrr segir fram sú afstaða ríkisstjórnarinnar að lélegt fjármálalæsi hjá almenningi sé ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála. Fjöldi ungs fólks, á aldursbilinu 18-29 ára, sem sæki um hjá umboðsmanni skuldara hafi hækkað jafnt og þétt síðastliðin ár. Almennt sé um að ræða tekjulága einstaklinga á leigumarkaði, sem skuldi neysluskuldir sem oft séu óhagstæð. Þetta kalli á eflingu fjármálalæsis og aukna fjármálafræðslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. 

„Skilningsleysi ríkisstjórnarinnar
á málefnum lágtekjufólks er algjört“

Vilhjálmur BirgissonFormaður Verkalýðsfélags Akraness segir greinargerð með fjármálaáætlun lýsi veruleikafirringu.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, fer hörðum orðum um greinargerðina og segir að í henni kristallist að „veruleikafirring og skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á málefnum lágtekjufólks [sé] algjört.“

Vilhjálmur rekur síðan að lágmarkslaun á landinu séu 280 þúsund krónur á mánuði og þegar búið sé að draga frá skatta og lífeyrissjóðsgjöld standi eftir 219 þúsund krónur sem fólk þurfi að framfleyta sér á. Á sama tíma kveði lágmarks framfærsluviðmið Velferðarráðuneytisins á um að ráðstöfunartekjur einstaklings þurfi að lágmarki að vera 223 þúsund á mánuði, án húsnæðiskostnaðar. Við það megi síðan bæta 150-180 þúsund krónum í húsnæðiskostnað. Því þyrftu lágmarkslaun að vera um 540 þúsund krónur á mánuði, í stað 280 þúsund króna.

„Þar fyrir utan byggir fjármálalæsi Bjarna á að skrá fyrirtæki í aflöndum til að komast undan eðlilegum skattgreiðslum“

„Það er því miklu frekar að ráðamenn íslensku þjóðarinnar þurfi að fara á námskeið um fjármálalæsi því það er gjörsamlega útilokað fyrir fólk á lágmarkslaunum og -töxtum að ná endum saman,“ skrifar Vilhjálmur.

Nýta ber þau tæki sem til eru til að auka jöfnuð

Heiða Björg HilmisdóttirVaraformaður Samfylkingarinnar segir að þó fjármálalæsi sem vafalítið ábótavant sé það ekki næg ástæða til þess að ríkisstjórnin skorist undan því að jafna kjör.

Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að vafalaust sé fjármálalæsi almennt ábótavant, „en það er ekki næg ástæða til að nýta ekki þau tæki sem ríkisstjórnin hefur til að jafna kjör og auka jöfnuð. Sómasamlegar barnabætur, húsnæðisbætur og vaxtabætur gætu koma í veg fyrir að við værum með norðurlandamet í fjölda barna sem alast upp í fátækt.“

Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingkona Hreyfingarinnar og núverandi varaþingkona Samfylkingarinnar, segir að svona yfirlýsingar „fólks sem veit ekki aura sinna tal geta gert mig spólvitlausa svo það sé nú bara viðurkennt. Ég held að það væri gagn fyrir Bjarna Benediktsson að taka námskeið í fjármálalæsi svo hann gerði sér betur grein fyrir því að ógerningur er að lifa af lægstu launum.“

Gunnar Smári EgilssonSósíalistaforinginn fer engum vettlingatökum um fjármálaráðherra.

Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, er einnig afar harðorður í garð Bjarna í færslu á sinni Facebook-síðu. „Eins og kom fram í umfjöllun Stundarinnar um fjármál Bjarna Benediktssonar fyrir Hrun, áður en lögbann var sett á þá umfjöllun fyrir síðustu kosningar (lögbann sem enn er í gildi); byggir fjármálalæsi Bjarna annars vegar á því að láta pabba sinn borga skuldirnar sem hann kemur sér í og hins vegar í því að taka við símtölum frá innmúruðum og innvígðum mönnum innan bankakerfisins sem vara aðra innvígða og innmúraða við hruni og að nú sé kominn tími til að selja svo skaðinn lendi allur á almenningi en enginn á hinum innmúruðu og innvígðu. Þar fyrir utan byggir fjármálalæsi Bjarna á að skrá fyrirtæki í aflöndum til að komast undan eðlilegum skattgreiðslum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár