Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sjálfstæðismenn vilja að einkaaðilar endurnýi Kjalveg og rukki vegfarendur

„Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­in standi und­ir sér að öllu leyti með not­enda­gjöld­um.“

Sjálfstæðismenn vilja að einkaaðilar endurnýi Kjalveg og rukki vegfarendur

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og Haraldur Benediktsson, vilja að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefji undirbúning að endurnýjun vegarins yfir Kjöl sem heilsársvegar með einkaframkvæmd. Þannig verði einkaaðilum falin uppbygging og endurnýjun núverandi Kjalvegar sem ferðamannavegar. Þingmennirnir lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis sem birtist á vef Alþingis í gær.

Fram kemur í greinargerð tillögunnar að gert sé ráð fyrir að einkaaðili taki að sér fjármögnun, framkvæmd og rekstur verkefnisins í umboði hins opinbera.  Framkvæmdin muni standa undir sér að öllu leyti með notendagjöldum líkt og í tilviki Hvalfjarðarganga. 

„Mörg rök hníga að því að endurbæta vegarkaflann og má þar nefna öryggissjónarmið, byggðasjónarmið og sjónarmið um umhverfisvernd. Þá hafa Samtök ferðaþjónustunnar lýst sárum vonbrigðum með að vegarkaflinn hafi ekki fengið brautargengi í síðustu samgönguáætlun og bent á mikilvægi þess að vegasamgöngur milli landshluta verði bættar, ekki síst vegna stóraukins ferðamannastraums síðastliðinna ára. Það verður að teljast fullkannað að samgöngubætur hafa jákvæð áhrif á öryggi, nærsamfélag og efnahag,“ segir í greinargerðinni.

Hvalfjarðargöng eru nefnd sem dæmi um einkaframkvæmd sem heppnaðist vel. „Veggjöld hafa að öllu leyti staðið undir fjármögnun, rekstri og viðhaldi ganganna og er fyrirséð að Spölur hf. muni afhenda ríkinu göngin að samningstíma liðnum eða undir lok þessa árs. Reynslan af þessu viðamikla verkefni sem Hvalfjarðargöng svo sannarlega eru mun án efa nýtast í framtíðarverkefni þar sem farin verður svipuð leið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Einkaframkvæmd

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár