Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mótmæla „græðgisvæðingu“ í gjaldheimtu á salernum

Sam­tök fólks í fá­tækt senda frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna ákvörð­un­ar um að rukk­að verði fyr­ir notk­un á sal­erni í Mjódd. Sann­ir land­vætt­ir ætla að standa að einka­rekstri al­menn­ings­sal­erna „um allt land“.

Mótmæla „græðgisvæðingu“ í gjaldheimtu á salernum
Við salernishliðið Arnór Þórir Sigfússon, starfsmaður Verkís og Sannra landvætta og Magnús Þór Karlsson og Þórólfur Gunnarsson, starfsmenn Bergrisa. Mynd: Verkís

Í tilefni þess að almenningssalerni fyrir notendur Strætó í Mjódd í Breiðholti hafa verið einkavædd, og framvegis verður rukkað 200 krónur fyrir notkun þeirra, hafa Pepp Ísland - samtök fólks í fátækt, lýst yfir mótmælum. 

Síðastliðinn föstudag voru almenningssalerni í skiptistöð Strætó opnuð að nýju við formlega athöfn, með þeim breytingum að notendur verða rukkaðir fyrir afnot af þeim. Þetta er aðeins byrjunin á fyrirhugaðri bylgju einkarekinna salerna á Íslandi.

Verkfræðistofan Verkís og einkahlutafélagið Sannir landvættir standa að rekstri og uppbyggingu salernanna. Markmiðið með stofnun Sannra landvætta er að stuðla að uppbyggingum einkarekinna salerna um „allt land í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki.“

Í yfirlýsingu samtakanna Pepp Ísland segir að um græðgisvæðingu sé að ræða. „Það er til skammar að græðgisvæðing nútímans sé slík að hún nái nú einnig yfir líkamsstarfsemi fólks.“ Þá er vakin athygli á því að gjaldheimtan muni lenda á þeim sem síst mega við henni. „Hverjir eru það hér í höfuðborginni sem aðallega nota almenningssamgöngur? Jú það eru börn, unglingar og þeir tekjulægstu í okkar samfélagi og því ætti að telja það sjálfsagða þjónustu við notendur að þeir hafi frían aðgang að snyrtingu, þurfi þeir á henni að halda.“ 

Yfirlýsing Samtaka fólks í fátækt

Ásta Dís GuðjónsdóttirFormaður samtakanna Pepp Ísland, sem mótmæla því að salerni fyrir farþega Strætó séu einkavædd.

„Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt mótmælir því að salerni, ætluð notendum Strætó bs séu einkavædd með auknum kostnaði fyrir þá sem þjónustuna nota.

Hverjir eru það hér í höfuðborginni sem aðallega nota almenningssamgöngur?

Jú það eru börn, unglingar og þeir tekjulægstu í okkar samfélagi og því ætti að telja það sjálfsagða þjónustu við notendur að þeir hafi frían aðgang að snyrtingu, þurfi þeir á henni að halda.

Það er til skammar að græðgisvæðing nútímans sé slík að hún nái nú einnig yfir líkamsstarfsemi fólks og þó svo að það sé þekktur vandi að gengið sé illa um klósett sem ætluð eru almenningi þá er lausnin ekki fólgin í því að refsa öllum og þá sérstaklega þeim sem ganga vel um og hlýta lögum og reglum samfélagsins á sama tíma og þeir eru útilokaðir frá velferðarsamfélagi okkar með lágum launum/lífeyri, sköttum, skerðingum og skömm.

Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt mótmælir því að lagðar séu slíkar aukaálögur á fátækt eins og þessi framkvæmd sannarlega gerir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár