Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mótmæla „græðgisvæðingu“ í gjaldheimtu á salernum

Sam­tök fólks í fá­tækt senda frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna ákvörð­un­ar um að rukk­að verði fyr­ir notk­un á sal­erni í Mjódd. Sann­ir land­vætt­ir ætla að standa að einka­rekstri al­menn­ings­sal­erna „um allt land“.

Mótmæla „græðgisvæðingu“ í gjaldheimtu á salernum
Við salernishliðið Arnór Þórir Sigfússon, starfsmaður Verkís og Sannra landvætta og Magnús Þór Karlsson og Þórólfur Gunnarsson, starfsmenn Bergrisa. Mynd: Verkís

Í tilefni þess að almenningssalerni fyrir notendur Strætó í Mjódd í Breiðholti hafa verið einkavædd, og framvegis verður rukkað 200 krónur fyrir notkun þeirra, hafa Pepp Ísland - samtök fólks í fátækt, lýst yfir mótmælum. 

Síðastliðinn föstudag voru almenningssalerni í skiptistöð Strætó opnuð að nýju við formlega athöfn, með þeim breytingum að notendur verða rukkaðir fyrir afnot af þeim. Þetta er aðeins byrjunin á fyrirhugaðri bylgju einkarekinna salerna á Íslandi.

Verkfræðistofan Verkís og einkahlutafélagið Sannir landvættir standa að rekstri og uppbyggingu salernanna. Markmiðið með stofnun Sannra landvætta er að stuðla að uppbyggingum einkarekinna salerna um „allt land í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki.“

Í yfirlýsingu samtakanna Pepp Ísland segir að um græðgisvæðingu sé að ræða. „Það er til skammar að græðgisvæðing nútímans sé slík að hún nái nú einnig yfir líkamsstarfsemi fólks.“ Þá er vakin athygli á því að gjaldheimtan muni lenda á þeim sem síst mega við henni. „Hverjir eru það hér í höfuðborginni sem aðallega nota almenningssamgöngur? Jú það eru börn, unglingar og þeir tekjulægstu í okkar samfélagi og því ætti að telja það sjálfsagða þjónustu við notendur að þeir hafi frían aðgang að snyrtingu, þurfi þeir á henni að halda.“ 

Yfirlýsing Samtaka fólks í fátækt

Ásta Dís GuðjónsdóttirFormaður samtakanna Pepp Ísland, sem mótmæla því að salerni fyrir farþega Strætó séu einkavædd.

„Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt mótmælir því að salerni, ætluð notendum Strætó bs séu einkavædd með auknum kostnaði fyrir þá sem þjónustuna nota.

Hverjir eru það hér í höfuðborginni sem aðallega nota almenningssamgöngur?

Jú það eru börn, unglingar og þeir tekjulægstu í okkar samfélagi og því ætti að telja það sjálfsagða þjónustu við notendur að þeir hafi frían aðgang að snyrtingu, þurfi þeir á henni að halda.

Það er til skammar að græðgisvæðing nútímans sé slík að hún nái nú einnig yfir líkamsstarfsemi fólks og þó svo að það sé þekktur vandi að gengið sé illa um klósett sem ætluð eru almenningi þá er lausnin ekki fólgin í því að refsa öllum og þá sérstaklega þeim sem ganga vel um og hlýta lögum og reglum samfélagsins á sama tíma og þeir eru útilokaðir frá velferðarsamfélagi okkar með lágum launum/lífeyri, sköttum, skerðingum og skömm.

Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt mótmælir því að lagðar séu slíkar aukaálögur á fátækt eins og þessi framkvæmd sannarlega gerir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
4
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.
Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár