Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Mótmæla „græðgisvæðingu“ í gjaldheimtu á salernum

Sam­tök fólks í fá­tækt senda frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna ákvörð­un­ar um að rukk­að verði fyr­ir notk­un á sal­erni í Mjódd. Sann­ir land­vætt­ir ætla að standa að einka­rekstri al­menn­ings­sal­erna „um allt land“.

Mótmæla „græðgisvæðingu“ í gjaldheimtu á salernum
Við salernishliðið Arnór Þórir Sigfússon, starfsmaður Verkís og Sannra landvætta og Magnús Þór Karlsson og Þórólfur Gunnarsson, starfsmenn Bergrisa. Mynd: Verkís

Í tilefni þess að almenningssalerni fyrir notendur Strætó í Mjódd í Breiðholti hafa verið einkavædd, og framvegis verður rukkað 200 krónur fyrir notkun þeirra, hafa Pepp Ísland - samtök fólks í fátækt, lýst yfir mótmælum. 

Síðastliðinn föstudag voru almenningssalerni í skiptistöð Strætó opnuð að nýju við formlega athöfn, með þeim breytingum að notendur verða rukkaðir fyrir afnot af þeim. Þetta er aðeins byrjunin á fyrirhugaðri bylgju einkarekinna salerna á Íslandi.

Verkfræðistofan Verkís og einkahlutafélagið Sannir landvættir standa að rekstri og uppbyggingu salernanna. Markmiðið með stofnun Sannra landvætta er að stuðla að uppbyggingum einkarekinna salerna um „allt land í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög og ríki.“

Í yfirlýsingu samtakanna Pepp Ísland segir að um græðgisvæðingu sé að ræða. „Það er til skammar að græðgisvæðing nútímans sé slík að hún nái nú einnig yfir líkamsstarfsemi fólks.“ Þá er vakin athygli á því að gjaldheimtan muni lenda á þeim sem síst mega við henni. „Hverjir eru það hér í höfuðborginni sem aðallega nota almenningssamgöngur? Jú það eru börn, unglingar og þeir tekjulægstu í okkar samfélagi og því ætti að telja það sjálfsagða þjónustu við notendur að þeir hafi frían aðgang að snyrtingu, þurfi þeir á henni að halda.“ 

Yfirlýsing Samtaka fólks í fátækt

Ásta Dís GuðjónsdóttirFormaður samtakanna Pepp Ísland, sem mótmæla því að salerni fyrir farþega Strætó séu einkavædd.

„Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt mótmælir því að salerni, ætluð notendum Strætó bs séu einkavædd með auknum kostnaði fyrir þá sem þjónustuna nota.

Hverjir eru það hér í höfuðborginni sem aðallega nota almenningssamgöngur?

Jú það eru börn, unglingar og þeir tekjulægstu í okkar samfélagi og því ætti að telja það sjálfsagða þjónustu við notendur að þeir hafi frían aðgang að snyrtingu, þurfi þeir á henni að halda.

Það er til skammar að græðgisvæðing nútímans sé slík að hún nái nú einnig yfir líkamsstarfsemi fólks og þó svo að það sé þekktur vandi að gengið sé illa um klósett sem ætluð eru almenningi þá er lausnin ekki fólgin í því að refsa öllum og þá sérstaklega þeim sem ganga vel um og hlýta lögum og reglum samfélagsins á sama tíma og þeir eru útilokaðir frá velferðarsamfélagi okkar með lágum launum/lífeyri, sköttum, skerðingum og skömm.

Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt mótmælir því að lagðar séu slíkar aukaálögur á fátækt eins og þessi framkvæmd sannarlega gerir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lofar stöðugleika til að ná niður 125 milljarða vaxtabyrði
5
Fréttir

Lof­ar stöð­ug­leika til að ná nið­ur 125 millj­arða vaxta­byrði

Rík­is­stjórn­in ætl­ar að ná halla­laus­um rekstri strax ár­ið 2027 en halli næsta árs verð­ur 15 millj­arð­ar, sam­kvæmt nýkynntu fjár­laga­frum­varpi. Það er um 11 millj­örð­um minni halli en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir. Vaxta­gjöld rík­is­sjóðs nema nú 125 millj­örð­um króna á ári, sem jafn­gild­ir um 314 þús­und krón­um á hvern íbúa – hærri fjár­hæð en rekst­ur allra fram­halds­skóla og há­skóla lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár