Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Aðeins 27 greiddu atkvæði í prófkjöri Pírata

Þrír í fram­boði á Ak­ur­eyri. Ein­ar Brynj­ólfs­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, vildi fyrsta sæti en fékk ekki.

Aðeins 27 greiddu atkvæði í prófkjöri Pírata
Náði ekki efsta sætinu Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, sóttist eftir efsta sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Hann hafnaði hins vegar í öðru sæti. Mynd: Píratar

Aðeins 27 manns tóku þátt í prófkjöri Pírata fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, sóttist eftir því að leiða lista flokksins en lenti í öðru sæti. Þrír gáfu kost á sér.

Níutíu manns höfðu kosningarétt í prófkjörinu og því var það tæpur þriðjungur félagsmanna sem tók þátt. Halldór Arason varð efstur í prófkjörinu, Einar annar og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir í þriðja sæti.

Bjarki Hilmarsson, formaður Pírata á Akureyri, segir að vissulega séu þetta ekki margir þátttakendur. „Vandamálið okkar er að það eru ekkert allt of margir formlega skráðir í félagið. Félagið er ekki gamalt, það var stofnað í haust en fram að því var þetta allt undir hatti Pírata á Norðausturlandi. Félagið hefur  dálítið undir radarnum, við hefðum viljað hafa haustið til uppbyggingar en þá skullu auðvitað Alþingiskosningar á. Orkan fór ansi mikið í þær og tíminn hljóp frá okkur.“

Bjarki segir að þrátt fyrir að aðeins þrír hafi gefið kost á sér og þátttaka hafi ekki verið meiri en raun bar vitni þá sé engan bilbug á Pírötum á Akureyri að finna. „Við stefnum alveg ótrauð á framboð, við erum bara að leita að fólki sem vill gefa kost á sér og höfum þegar hafið málefnavinnu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár