Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðeins 27 greiddu atkvæði í prófkjöri Pírata

Þrír í fram­boði á Ak­ur­eyri. Ein­ar Brynj­ólfs­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur, vildi fyrsta sæti en fékk ekki.

Aðeins 27 greiddu atkvæði í prófkjöri Pírata
Náði ekki efsta sætinu Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, sóttist eftir efsta sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Hann hafnaði hins vegar í öðru sæti. Mynd: Píratar

Aðeins 27 manns tóku þátt í prófkjöri Pírata fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, sóttist eftir því að leiða lista flokksins en lenti í öðru sæti. Þrír gáfu kost á sér.

Níutíu manns höfðu kosningarétt í prófkjörinu og því var það tæpur þriðjungur félagsmanna sem tók þátt. Halldór Arason varð efstur í prófkjörinu, Einar annar og Guðrún Ágústa Þórdísardóttir í þriðja sæti.

Bjarki Hilmarsson, formaður Pírata á Akureyri, segir að vissulega séu þetta ekki margir þátttakendur. „Vandamálið okkar er að það eru ekkert allt of margir formlega skráðir í félagið. Félagið er ekki gamalt, það var stofnað í haust en fram að því var þetta allt undir hatti Pírata á Norðausturlandi. Félagið hefur  dálítið undir radarnum, við hefðum viljað hafa haustið til uppbyggingar en þá skullu auðvitað Alþingiskosningar á. Orkan fór ansi mikið í þær og tíminn hljóp frá okkur.“

Bjarki segir að þrátt fyrir að aðeins þrír hafi gefið kost á sér og þátttaka hafi ekki verið meiri en raun bar vitni þá sé engan bilbug á Pírötum á Akureyri að finna. „Við stefnum alveg ótrauð á framboð, við erum bara að leita að fólki sem vill gefa kost á sér og höfum þegar hafið málefnavinnu.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár