Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Elskaði Justin Bieber

María Mjöll Björns­dótt­ir, 22 ára, var eitt sinn þekkt­asti Just­in Bie­ber að­dá­andi lands­ins.

Elskaði Justin Bieber

„Þegar ég var í 10. bekk varð ég þvílíkur Justin Bieber aðdáandi og bjó mér til Twitter aðgang í þeim eina tilgangi að sinna því áhugamáli. Síðan eyddi ég hálfu ári í að senda honum endalaus skilaboð í gegnum Twitter, eins og ekkert væri eðlilegra. Ég held ég hafi verið búin að senda svona níu þúsund Tweet til hans þegar hann síðan byrjaði að followa mig til baka. Um hálfu ári síðar var ég beðin um að segja frá aðdáun minni í viðtali á Vísi. Eftir að ég kom fram í viðtalinu varð mikill óróleiki innan Justin Bieber samfélagsins á Íslandi, en það var félagsskapur stelpna sem hittust reglulega, horfðu á myndina hans og töluðu um hann. Ég var inni í þessari grúppu og mér var hent út eftir þetta viðtal. Mögulega urðu þær fúlar yfir því að ég hefði verið tekin í viðtal, því þær vissu að ég hafði ekki verið mjög virkur aðdáandi mánuðina áður. En eftir þetta hætti ég eiginlega að fylgjast með Justin Bieber og fór í staðinn að fylgjast mikið með One Direction, en það var aðeins heilbrigðari aðdáun. Nýlega fann ég gamla skólatösku frá mömmu og hún var öll útkrotuð með nafninu hans David Bowie, þannig ég fæ þessa stjörnudýrkun greinilega frá henni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár