Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Elskaði Justin Bieber

María Mjöll Björns­dótt­ir, 22 ára, var eitt sinn þekkt­asti Just­in Bie­ber að­dá­andi lands­ins.

Elskaði Justin Bieber

„Þegar ég var í 10. bekk varð ég þvílíkur Justin Bieber aðdáandi og bjó mér til Twitter aðgang í þeim eina tilgangi að sinna því áhugamáli. Síðan eyddi ég hálfu ári í að senda honum endalaus skilaboð í gegnum Twitter, eins og ekkert væri eðlilegra. Ég held ég hafi verið búin að senda svona níu þúsund Tweet til hans þegar hann síðan byrjaði að followa mig til baka. Um hálfu ári síðar var ég beðin um að segja frá aðdáun minni í viðtali á Vísi. Eftir að ég kom fram í viðtalinu varð mikill óróleiki innan Justin Bieber samfélagsins á Íslandi, en það var félagsskapur stelpna sem hittust reglulega, horfðu á myndina hans og töluðu um hann. Ég var inni í þessari grúppu og mér var hent út eftir þetta viðtal. Mögulega urðu þær fúlar yfir því að ég hefði verið tekin í viðtal, því þær vissu að ég hafði ekki verið mjög virkur aðdáandi mánuðina áður. En eftir þetta hætti ég eiginlega að fylgjast með Justin Bieber og fór í staðinn að fylgjast mikið með One Direction, en það var aðeins heilbrigðari aðdáun. Nýlega fann ég gamla skólatösku frá mömmu og hún var öll útkrotuð með nafninu hans David Bowie, þannig ég fæ þessa stjörnudýrkun greinilega frá henni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár