Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Elskaði Justin Bieber

María Mjöll Björns­dótt­ir, 22 ára, var eitt sinn þekkt­asti Just­in Bie­ber að­dá­andi lands­ins.

Elskaði Justin Bieber

„Þegar ég var í 10. bekk varð ég þvílíkur Justin Bieber aðdáandi og bjó mér til Twitter aðgang í þeim eina tilgangi að sinna því áhugamáli. Síðan eyddi ég hálfu ári í að senda honum endalaus skilaboð í gegnum Twitter, eins og ekkert væri eðlilegra. Ég held ég hafi verið búin að senda svona níu þúsund Tweet til hans þegar hann síðan byrjaði að followa mig til baka. Um hálfu ári síðar var ég beðin um að segja frá aðdáun minni í viðtali á Vísi. Eftir að ég kom fram í viðtalinu varð mikill óróleiki innan Justin Bieber samfélagsins á Íslandi, en það var félagsskapur stelpna sem hittust reglulega, horfðu á myndina hans og töluðu um hann. Ég var inni í þessari grúppu og mér var hent út eftir þetta viðtal. Mögulega urðu þær fúlar yfir því að ég hefði verið tekin í viðtal, því þær vissu að ég hafði ekki verið mjög virkur aðdáandi mánuðina áður. En eftir þetta hætti ég eiginlega að fylgjast með Justin Bieber og fór í staðinn að fylgjast mikið með One Direction, en það var aðeins heilbrigðari aðdáun. Nýlega fann ég gamla skólatösku frá mömmu og hún var öll útkrotuð með nafninu hans David Bowie, þannig ég fæ þessa stjörnudýrkun greinilega frá henni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
3
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.
Bráðafjölskylda á vaktinni
6
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
3
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár