Stríðið í Sýrlandi, sem löngum virtist fjarlægt, er nú skyndilega komið svo miklu nær okkur. Einn af okkur ef fallinn. Heimurinn er ekki stærri en það. Og í Jemen geysar stríð sem er svo gleymt að íslenskt flugfélag hefur verið að ferja vopn líklega ætluð til notkunar þar árum saman án þess að neinn tæki eftir.
Haukur Hilmarsson var um tíma miðpunktur búsáhaldabyltingarinnar, en ein stærsta aðgerð hennar var umsátur um lögreglustöðina þar sem honum var haldið föngnum. Vegalengdin þaðan og til vígvalla Sýrlands var löng, en samt svo afar stutt. Saga hans er um leið saga samtíma okkar. Allt tvinnast saman.
Það var auðvelt að finna til samkenndar þegar arabíska vorið hófst árið 2011, aðeins tveim árum eftir mótmælaölduna hér. Og ástæðurnar voru að einhverju leyti þær sömu. Í kringum aldamótin hófu ráðamenn víða um Miðausturlönd einkavæðingu sem færði fyrirtækin í vasa vina og ættingja þeirra sjálfra en minna …
Athugasemdir