Benjamín Dúfa, Björk og rjómi jaðarsenunnar

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 27. mars til 12. apríl.

Benjamín Dúfa, Björk og rjómi jaðarsenunnar

Ragna Róbertsdóttir - Milli fjalls og fjöru

Hvar? Nýlistasafnið
Hvenær? Til 19. maí
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Í verkum Rögnu Róbertsdóttur sameinast hugmyndir okkar um villta náttúru og manngert umhverfi í eitt. Verk hennar eru afrakstur áratugalangs áhuga listamannsins á eiginleikum íslenskrar náttúru og hugleiðinga um form og efni umhverfisins, hvað gerist við hreyfingu og úrvinnslu efnis. Verkin eru úr hrauni, vikri, salti, gleri, skeljum eða akrýlögnum og hafa sterkar skírskotanir í náttúruna, hreyfiafl hennar og breytileika.

Elina Brotherus - Leikreglur

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? Til 24. júní
Aðgangseyrir: 1.500 kr.

Í verkum Elinu má skynja sterka nálægð hennar sjálfrar, en hún kemur fyrir í öllum ljósmynda- og vídeóverkum sýningarinnar, berskjölduð og hispurslaus. Verkin einkennast af marglaga frásögnum sem sveiflast á milli kímni og trega. Í mörgum þeirra setur Elina sér leikreglur og fer eftir þeim innan ramma myndavélarinnar, sem er í senn leikfélagi hennar og sálarspegill.

Rocky Horror

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? Til 10. júní
Aðgangseyrir: 8.950 kr.

Frá því að söngleikurinn Rocky Horror var fyrst sýndur 1973 hefur hann eignast aragrúa aðdáenda og kvikmyndin sem gerð var eftir sömu sögunni er ennþá sýnd reglulega. Þessi íslenska útfærsla undir leikstjórn Mörtu Nordal skartar meðal annars Páli Óskari í hlutverki klæðskiptingsins og vísindamannsins Frank-N-Furter.

Loving Vincent

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 30.-31. mars og 2.-4. apríl
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Listmálarinn Vincent Van Gogh er ein af þjóðargersemum Hollands, en hann var mikill áhrifavaldur innan stefnu póstimpressjónista. Líf hans og dauði eru viðfangsefni þessarar myndar, en hún er öll handmáluð í stíl við verk hans. Fjöldi myndlistarmanna tóku þátt í að skapa þau rúmlega 65.000 málverk sem halda uppi verkinu.

Háskar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 30. mars kl. 15:00-03:00
Aðgangseyrir: 3.333 kr.

Þessi svokallaði dómsdagsfögnuður er skipulagður af gjörningapönkhljómsveitinni Hatara. Fram koma ýmis skáld, rapparar, rokkarar og aðrir gjörningalistamenn. Má þar nefna til dæmis Cyber, Elísabetu Jökulsdóttir, Hórmóna, Jón Örn Loðmfjörð, IDK | IDA, Kött Grá Pjé, Muck, World Narcosis, og fleiri.

Innfædd

Hvar? Iðnó
Hvenær? 2., 3., 9., 16., 22., 23., og 29. apríl
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Tveir drengir og ein stúlka eiga fjórtán ára afmæli sama dag og leiða áhorfendur í gegnum þennan dag í lífi sínu, þar sem samfélagsmiðlar og hinn alltumlykjandi snjallsími geta breytt lífi þeirra til frambúðar. Unglingarnir búa í þremur ólíkum heimshlutum og koma úr mismunandi samfélagshópum, en eiga það sameiginlegt að á Internetinu eiga þau öll heimastað, þar sem þau eru innfædd.

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 5.-15. apríl
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Á þessari kvikmyndahátíð verður sýnt breytt úrval af myndum sem henta yngri kynslóðinni. Meðal annars eru fjórar erlendar kvikmyndir talsettar á íslensku, og bandarísk aðlögun að Benjamín Dúfu, sem kallast „Benji the Dove“, verður frumsýnd hér á landi. Einnig verða ýmsir ókeypis viðburðir í kringum hátíðina, eins og námskeið í sketsaskrifum fyrir 13-15 ára.

Björk

Hvar? Háskólabíó
Hvenær? 9. apríl kl. 20:00
Aðgangseyrir: frá 11.900 kr.

Björk er án efa þekktasti listamaður Íslands fyrr og síðar, en plötur hennar hafa selst í milljónum eintaka út um allan heim. Þessir tónleikar eru fyrsti liður í útgáfu „Útópíu“ sem er 10. sólóplata hennar og kom út undir lok síðasta árs. Hún kemur fram með 7 flautuleikurum, slagverksleikara og raftónlistarmanni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár