Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín fylgdist ekki með þegar Sigríður þrengdi að hælisleitendum: „Hafði farið fram hjá mér“

Hafði ekki kynnt sér efni reglu­gerð­ar­inn­ar um út­lend­inga­mál en seg­ist nú hafa ósk­að eft­ir sam­tali milli for­sæt­is­ráðu­neyt­is og dóms­mála­ráðu­neyt­is til að fara yf­ir mál­ið.

Katrín fylgdist ekki með þegar Sigríður þrengdi að hælisleitendum: „Hafði farið fram hjá mér“
Fylgdist ekki með Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í morgun að henni hefði ekki verið kunnugt um efnisinnihald reglugerðar dómsmálaráðherra sem þrengir verulega réttindi hælisleitenda. Reglugerðin var sett sama dag og atkvæði voru greidd um vantraust á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Mynd: Pressphotos.biz

Forsætisráðherra segir að sér hafi ekki verið kunnugt um efnisinnihald reglugerðar sem dómsmálaráðherra setti 6. mars síðastliðinn, sama dag og umræða og atkvæðagreiðsla um vantraust á dómsmálaráðherra fór fram. Reglugerðin felur í sér að skilyrði fyrir því að stjórnvöld geti tekið umsóknir hælisleitenda til efnismeðferðar vegna heilsufarsástæðna eru þrengd verulega.

Rauði krossinn gagnrýndi reglugerðina harðlega en í henni kemur meðal annars fram að heilsufar hælisleitenda skuli hafa „takmarkað vægi“ nema ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Þau skilyrði gætu verið að hælisleitendur glími við „mikil og alvarleg veikindi, svo sem skyndilegan og lífshættulegan sjúk­dóm og meðferð við honum [sé] aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki“.

Í umsögn frá Rauða krosinum er bent á að þessi hertu skilyrði nái bæði til fullorðinna og barna. „Þannig virðist vera gert ráð fyrir að börn sem eru haldin sjúkdómi sem ekki nær þeim alvarleikaþröskuldi að teljast skyndilegur og lífshættulegur skuli endursend til viðtökuríkis, jafnvel þó að foreldrar barnsins muni þurfa að greiða fyrir meðferð við sjúkdómnum í viðtökuríki, án þess að frekara mat fari fram á einstaklingsbundnum aðstæðum barnsins.“

Katrín spurð hvort hún hygðist
andmæla framferði dómsmálaráðherra

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra og formann Vinstri grænna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun hvort hún hefði vitað af umræddri reglugerð þegar vantrauststillaga á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra var borin upp.

„Hvað finnst henni um þessa reglugerð? Þetta er óforskammað, ómannúðlegt, kaldrifjað og hlýtur að vera ísköld vatnsgusa beint framan í Vinstri græn sem talað hafa fyrir meiri mannúð í þessum málaflokki. Nú reynir virkilega á hvort málflutningur þeirra eru bara orðin tóm. Ég spyr því hæstvirtan forsætisráðherra: Mun hún tafarlaust rísa upp og andmæla framferði hæstvirts dómsmálaráðherra?“ sagði Logi.

Segir að mannúð eigi
að vera leiðarljósið

Katrín svaraði því til að henni hefði ekki verið kunnugt um efni reglugerðarinnar. „En vissulega var sú reglugerð sett í opið samráðsferli en það hafði farið fram hjá mér að fylgjast með efni þeirrar reglugerðar.“ Katrín sagði jafnframt að hún hefði sett sig inn í gagnrýni Rauða krossins og að hún hefði óskað eftir samtali milli forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis til að fara yfir málið.

„Ég vil ítreka að í kjarna útlendingalaganna sem hér voru samþykkt á sínum tíma er sérstaklega rætt um það að mannúð eigi að vera okkar leiðarljós í móttöku flóttafólks og ekki síst barna. Þess vegna er mikilvægt að við tökum þá gagnrýni sem birst hefur alvarlega og við förum yfir hana á vettvangi ríkisstjórnarinnar.“

Vinstri grænir þingmenn vissu ekki af reglugerðinni

Í frétt Stundarinnar frá því á þriðjudag kom fram að tveir þingmenn Vinstri grænna  vissu heldur ekki af því að setja ætti reglugerðina umræddan dag.

Kolbeinn Óttarsson Proppé, varaformaður þingflokksins Vinstri grænna, kvaðst undrandi á setningu og innihaldi reglugerðarinnar og sagði mikilvægt að málið yrði tekið sem fyrst til umræðu á hinu pólitíska sviði.

Andrés Ingi Jónsson, sem er talsmaður barna innan þingflokks Vinstri grænna, segist hafa vitað af því að reglugerðin hafi verið í opnu kynningarferli og séð að í henni fælust breytingar í slæma átt. Hann hafi hins vegar ekki vitað að setja ætti hana sama dag og vantrauststillagan var til umræðu. Sem kunnugt er greiddi Andrés Ingi atkvæði með vantrausti á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Andrés kvaðst ósáttur við reglugerðina en að hún væri í takti við stefnu Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum. Sú stefna væri langt frá stefnu Andrésar og Vinstri grænna. „Ég mun ekki draga af mér í þessum málaflokki þó við séum í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum, því fer fjarri,“ sagði Andrés í samtali við Stundina.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
5
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
4
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár