Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðni sendir Pútín skilaboð í heillaóskum

For­seti Ís­lands lét loks verða af því að óska Vla­dimir Pútín til ham­ingju með kjör hans í rúss­nesku for­seta­kosn­ing­un­um.

Guðni sendir Pútín skilaboð í heillaóskum
Guðni Th. Jóhannesson Sendi síðbúnar heillaóskir á Vladimir Pútin. Mynd: RÚV

Guðni Th. Jóhannesson forseti hefur sent Vladimir Pútín Rússlandsforseta síðbúnar „heillaóskir“ vegna kjörs hans til forseta í fjórða kjörtímabili hans. 

Vestrænir leiðtogar hafa forðast að sýna Pútín stuðning, vegna meintrar efnavopnaárásar Rússa á fyrrverandi njósnara og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi. Þannig kaus Emmanúel Macron, forseti Frakklands, að óska honum ekki til hamingju með sigurinn í samtali þeirra eftir kjörið. Vestrænir leiðtogar hafa lagt áherslu á að „óska velfarnaðar“ (e. wishing success), fremur en að óska honum til hamingju (e. congratulate). 

Fyrrverandi forseti með PútínÓlafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, lagði áherslu á góð samskipti við Pútín.

Guðni hefur bæst í hóp þeirra sem sent hafa Pútín heillaóskir þrátt fyrir gagnrýni á hernað Rússa, meinta njósnastarfsemi og skort á lýðræði. Að mati Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu áttu kosningarnar sér stað í „ofstýrðu lagalegu og stjórnmálalegu umhverfi, mótuðu af þrýstingi á gagnrýnisraddir“ en sögðu þó að kosningarnar hafa farið vel fram. Stjórnarandstæðingurinn Gary Kasparov sagði kosningarnar hins vegar „skrípaleik“.

Engu að síður notaði forsetinn tækifærið til að senda Pútín skilaboð:

„Miklu skiptir að þjóðarleiðtogar leiti ætíð friðsamlegra lausna þar sem ófriður ríkir og styðji hvarvetna öryggi, hagsæld og einstaklingsfrelsi,“ segir í bréfi Guðna til Pútíns, þremur dögum eftir að kosningarnar fóru fram.

Gagnrýni á heillaóskir til Pútíns

Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdaráðs Evrópusambandsins, hafa verið gagnrýndir harðlega fyrir að senda Pútín hamingjuóskir. John McCain, þingmaður Repúblikana í Bandaríkjunum, sagði heillaóskir Trumps „móðgun við alla rússneska borgara sem var synjað um réttinn til að kjósa í frjálsum og sanngjörnum kosningum“. „Bandarískur forseti leiðir ekki hinn frjálsa heim með því að óska einræðisherrum til hamingju með sigur í fölskum kosningum,“ sagði McCain.

Pútín var kjörinn með 77 prósent atkvæða. Kjörið þýðir að Pútín verður forseti í sex ár til viðbótar, hið minnsta.  

Guðni sendi Trump skýr skilaboð

Guðni hefur áður nýtt heillaóskir sínar til að koma á framfæri skilaboðum til umdeildra þjóðarleiðtoga. Þannig sendi hann Donald Trump þau skilaboð eftir kjör hans til forseta 9. nóvember 2016 um að Íslendingar og Bandaríkjamenn styðji tjáningarfrelsi, jafnrétti kynjanna og réttindi óháð litarhafti. 

„Enda þótt Bandaríkin væru eitt stærsta lýðræðisríki veraldar en Ísland eitt hið minnsta deildu þjóðirnar mörgum mikilvægum gildum; við styðjum einhuga frelsi til hugsana og tjáningar, jafnrétti kynjanna og höfum í hávegum jafnan rétt allra þegna óháð litarhafti eða trú,“ sagði í heillaóskunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár