Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

Stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax seg­ir að laxa­dauð­inn sé vissu­lega áhyggju­efni en að gert sé ráð fyr­ir af­föll­um í áætl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um um um­fang laxa­dauð­ans hjá fyr­ir­tæk­inu.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku
Alls um 500 tonn Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku. Myndin er eldislaxi í kari á höfninni í Tálknafirði.

Um 500 tonn af dauðum eldislaxi voru hreinsuð upp úr eldiskvíum Arnarlax í Tálkna- og Arnarfirði í síðustu viku. Þetta segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, í samtali við blaðið. „Í mínu höfði eru þetta sirka 500 tonn sem komu upp í síðustu viku. Dauðinn getur hafa gerst á tíu til fimmtán dögum þar áður. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær laxinn drepst.“ Kjartan segir að laxarnir hafi verið á bilinu 2 til 3 kíló að þyngd að meðaltali. Ef gert er ráð fyrir að laxarnir hafi verið 3 kíló að þyngd má áætla að tæplega 170 þúsund laxar hafi drepist hjá Arnarlaxi í síðustu viku. 

Stundin greindi frá laxadauðanum í gær tölur um heildarafföll voru þá óþekktar. Kjartan segir að reikna megi með að þetta séu afföllin í síðustu viku og að í heildina hafi um 1.000 þúsund tonn af laxi drepist hjá Arnarlaxi það sem af er árinu, langmest á síðustu vikum. „Ég geri ráð fyrir því að dauðinn núna geti orðið allt að 1500 tonnum sem er um 10 prósent af heildarframleiðslunni hjá okkur. Stór hluti af þessum dauða hefur verið að koma upp á síðustu vikum.“   

„Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós“

Kjartan segir ástæðurnar fyrir dauðanum vera þrjár: kulda, nýrnaveiki og að laxinn geti  særst þegar verið er að ná honum upp úr kvíunum og að hann geti drepist í kjölfarið. Í gegnum tíðina hefur sjávarkuldinn við Ísland valdið miklu tjóni í því laxeldi sem reynt hefur verið við landið.

Erfiðar vikurKjartan Ólafsson segir að vikur 7 til 9 séu erfiðar í laxeldi við Ísland vegna sjávarkulda.

Vikur 7 til 9 til erfiðar

Kjartan segir að það sé þekkt í laxeldi í sjó á norðurslóðum að vikur 7 til 9 á árinu séu köldustu vikur ársins og að kuldinn geti haft slæm áhrif á laxinn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir: Að reyna að lifa í gegnum vikur 7 til 9. Þetta er alveg þekkt. Hluti af áskorun greinarinnar er að reyna að ná tökum á þessu.“

Kjartan segir að kuldinn við Íslandsstrendur sé sambærilegur við sjávarkuldann í Norður-Noregi og á Nýfundnalandi. „Á Nýfundnalandi eru þessu vikur, 7 til 9, jafnvel enn erfiðari en á Íslandi. Þessi svæði glíma við mikinn kulda á þessum vikum. Það er svo kaldara í ár en í fyrra og þetta er með köldustu árum sem við höfum upplifað.“

Kjartan segir að hann hafi vissulega áhyggjur af þessum afföllum þó að reiknað sé með allt að 20 prósent afföllum í áætlunum fyrirtækisins. „Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós,“ segir Kjartan um málið. 

Umhverfisstofnun vill upplýsingar um afföll

Umhverfisstofnun hefur kallað eftir tölu um afföll af laxi hjá Arnarlaxi. „Varðandi umfang laxadauðans vitum við það ekki en höfum kallað eftir þeim upplýsingum frá rekstraraðila,“ segir í svari frá Umhverfisstofnun við fyrirspurn Stundarinnar um hvort stofnunin hafi upplýsingar um hversu mikill laxadauðinn hafi verið hjá fyrirtækinu í eldiskvíum þess í Arnarfirði og Tálknafirði síðustu daga. Umhverfisstofnun telur ekki að ástæða sé til þess að stofnunin fari í sjálfstætt eftirlit til Vestfjarða til að leggja mat á laxadauðann hjá Arnarlaxi, sem tilkominn er vegna mikils sjávarkulda. „Stofnunin mun fara yfir gögn fyrirtækisins í reglubundnu eftirliti en ekki er ástæða til frekara eftirlits að svo stöddu þar sem ekki er um mengun að ræða, heldur dauðfisk sem er meðhöndlaður samkvæmt verklagsreglum fyrirtækisins og Umhverfisstofnun metur fullnægjandi,“ segir í svari stofnunarinnar.  

„Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir.“

20 prósent afföllVíkingur Gunnarsson segir að afföll í Arnarfirði hafi verið um 20 prósent.

20 prósent drápust í Arnarfirði

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax,  segir í svörum sínum til Stundarinnar að um 20 prósent af laxinum í Arnarfirði hafi drepist. „Í síðustu viku lauk slátrun á Hringsdal þar sem allar kvíar hafa verið tæmdar. Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir. Ástæðan er óvenju lágur sjávarhiti en slíkar aðstæður skapa aukna hættu á afföllum. Þrátt fyrir það er niðurstaðan í Hringsal ein sú besta sem sést hefur í íslandi frá byrjun laxeldis.“

Um laxadauðann á Tálknafirði segir Víkingur að tæp tvö hundruð tonn hafi drepist vegna kulda og 125 vegna flutninga frá einni kví til annarrar. „Í Tálknafirði hafa 197 tonn af fiski drepist vegna vetrarsára auk þess sem 125 tonn drápust vegna flutninga úr kví sem tæma þurfti vegna bilunar sem kom upp í búnaði fyrr í vetur. Fyrirfram lá fyrir að fórnarkostnaður vegna flutninga úr tiltekinni kví yrði mikill en ekki er ólíklegt að heildarafföll í ár verði um 1.500 tonn af 2016 kynslóðinni. Það er innan við 10% af ársframleiðslu fyrirtækisins. Tjón vegna atvika í vetur er töluvert en áætlanir gera ráð fyrir afföllum í ákveðnu hlutfalli af ársframleiðslu.“ 

Arnarlax eitt til frásagnar

Í svörum sínum gerir Víkingur samt frekar lítið úr laxadauðanum, rétt eins og Kjartan gerir líka, og segir, þegar hann er spurður um það til hvaða aðgerða Arnarlax hafi gripið vegna laxadauðans, að gert sér ráð fyrir dauða laxa í áætlunum. „Þetta er hluti af þeim áskorunum sem við tökumst á við í uppbyggingu laxeldis til framtíðar og gert er ráð fyrir töluverðum afföllum í áætlunum.“

Umhverfisstofnun segir að stofnunin líti svo á að Arnarlax hafi ekki átt að hafa frumkvæði að því að tilkynna um laxadauðann til stofnunarinnar að fyrra bragði þar sem ekki hafi verið hætta á mengun af honum. „Samkvæmt grein 2.5 og 2.6 ber rekstraraðila að tilkynna stofnuninni um óhöpp sem geta leitt af sér losun mengandi efna í umhverfið. Ekki er gerð krafa um að fyrirtækin upplýsi stofnununina um fiskidauða nema ef hætta er á að frá honum berist mengun, sem getur orðið, sé um mikið magn að ræða og hreinsibúnaður nái ekki að viðhalda hreinsun í kvínni. Ekki er talið að um það sé að ræða í þessu tilviki. Rekstraraðili upplýsti stofnununa sjálfur um fiskidauða er haft var samband við hann vegna ábendingar um fugla við kvíarnar.“

Víkingur segir að svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi fengið ábendingu um laxadauðann þegar Arnarlax var ennþá að greina vandamálið. „Samkvæmt því sem þú segir hefur UST fengið ábendingu í upphafi aðgerða þegar verið var að greina aðstæður þannig að hægt væri að tilkynna faglega umfang atvika og áætluð viðbrögð við þeim til hlutaðeigandi eftirlitsaðilum eins og reglur gera ráð fyrir.“

Umhverfisstofnun virðist því ekki telja að þörf sé á frekari aðgerðum vegna málsins og stofnunin mun ekki hefja sérstaka rannsókn á því. Eins og er virðist Arnarlax því vera sá aðili sem vegur og metur stöðuna sem upp er komin hjá því út af laxadauðanum og er fyrirtækið því eitt til frásagnar um vandamálið eins og er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
5
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár