Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku

Stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax seg­ir að laxa­dauð­inn sé vissu­lega áhyggju­efni en að gert sé ráð fyr­ir af­föll­um í áætl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um um um­fang laxa­dauð­ans hjá fyr­ir­tæk­inu.

Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku
Alls um 500 tonn Um 500 tonn af eldislaxi drápust hjá Arnarlaxi í síðustu viku. Myndin er eldislaxi í kari á höfninni í Tálknafirði.

Um 500 tonn af dauðum eldislaxi voru hreinsuð upp úr eldiskvíum Arnarlax í Tálkna- og Arnarfirði í síðustu viku. Þetta segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, í samtali við blaðið. „Í mínu höfði eru þetta sirka 500 tonn sem komu upp í síðustu viku. Dauðinn getur hafa gerst á tíu til fimmtán dögum þar áður. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær laxinn drepst.“ Kjartan segir að laxarnir hafi verið á bilinu 2 til 3 kíló að þyngd að meðaltali. Ef gert er ráð fyrir að laxarnir hafi verið 3 kíló að þyngd má áætla að tæplega 170 þúsund laxar hafi drepist hjá Arnarlaxi í síðustu viku. 

Stundin greindi frá laxadauðanum í gær tölur um heildarafföll voru þá óþekktar. Kjartan segir að reikna megi með að þetta séu afföllin í síðustu viku og að í heildina hafi um 1.000 þúsund tonn af laxi drepist hjá Arnarlaxi það sem af er árinu, langmest á síðustu vikum. „Ég geri ráð fyrir því að dauðinn núna geti orðið allt að 1500 tonnum sem er um 10 prósent af heildarframleiðslunni hjá okkur. Stór hluti af þessum dauða hefur verið að koma upp á síðustu vikum.“   

„Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós“

Kjartan segir ástæðurnar fyrir dauðanum vera þrjár: kulda, nýrnaveiki og að laxinn geti  særst þegar verið er að ná honum upp úr kvíunum og að hann geti drepist í kjölfarið. Í gegnum tíðina hefur sjávarkuldinn við Ísland valdið miklu tjóni í því laxeldi sem reynt hefur verið við landið.

Erfiðar vikurKjartan Ólafsson segir að vikur 7 til 9 séu erfiðar í laxeldi við Ísland vegna sjávarkulda.

Vikur 7 til 9 til erfiðar

Kjartan segir að það sé þekkt í laxeldi í sjó á norðurslóðum að vikur 7 til 9 á árinu séu köldustu vikur ársins og að kuldinn geti haft slæm áhrif á laxinn. „Þetta er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir: Að reyna að lifa í gegnum vikur 7 til 9. Þetta er alveg þekkt. Hluti af áskorun greinarinnar er að reyna að ná tökum á þessu.“

Kjartan segir að kuldinn við Íslandsstrendur sé sambærilegur við sjávarkuldann í Norður-Noregi og á Nýfundnalandi. „Á Nýfundnalandi eru þessu vikur, 7 til 9, jafnvel enn erfiðari en á Íslandi. Þessi svæði glíma við mikinn kulda á þessum vikum. Það er svo kaldara í ár en í fyrra og þetta er með köldustu árum sem við höfum upplifað.“

Kjartan segir að hann hafi vissulega áhyggjur af þessum afföllum þó að reiknað sé með allt að 20 prósent afföllum í áætlunum fyrirtækisins. „Það er ekkert hjá Arnarlaxi sem þolir ekki dagsins ljós,“ segir Kjartan um málið. 

Umhverfisstofnun vill upplýsingar um afföll

Umhverfisstofnun hefur kallað eftir tölu um afföll af laxi hjá Arnarlaxi. „Varðandi umfang laxadauðans vitum við það ekki en höfum kallað eftir þeim upplýsingum frá rekstraraðila,“ segir í svari frá Umhverfisstofnun við fyrirspurn Stundarinnar um hvort stofnunin hafi upplýsingar um hversu mikill laxadauðinn hafi verið hjá fyrirtækinu í eldiskvíum þess í Arnarfirði og Tálknafirði síðustu daga. Umhverfisstofnun telur ekki að ástæða sé til þess að stofnunin fari í sjálfstætt eftirlit til Vestfjarða til að leggja mat á laxadauðann hjá Arnarlaxi, sem tilkominn er vegna mikils sjávarkulda. „Stofnunin mun fara yfir gögn fyrirtækisins í reglubundnu eftirliti en ekki er ástæða til frekara eftirlits að svo stöddu þar sem ekki er um mengun að ræða, heldur dauðfisk sem er meðhöndlaður samkvæmt verklagsreglum fyrirtækisins og Umhverfisstofnun metur fullnægjandi,“ segir í svari stofnunarinnar.  

„Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir.“

20 prósent afföllVíkingur Gunnarsson segir að afföll í Arnarfirði hafi verið um 20 prósent.

20 prósent drápust í Arnarfirði

Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax,  segir í svörum sínum til Stundarinnar að um 20 prósent af laxinum í Arnarfirði hafi drepist. „Í síðustu viku lauk slátrun á Hringsdal þar sem allar kvíar hafa verið tæmdar. Afföll voru 19,5% sem er heldur meira en áætlanir gera ráð fyrir. Ástæðan er óvenju lágur sjávarhiti en slíkar aðstæður skapa aukna hættu á afföllum. Þrátt fyrir það er niðurstaðan í Hringsal ein sú besta sem sést hefur í íslandi frá byrjun laxeldis.“

Um laxadauðann á Tálknafirði segir Víkingur að tæp tvö hundruð tonn hafi drepist vegna kulda og 125 vegna flutninga frá einni kví til annarrar. „Í Tálknafirði hafa 197 tonn af fiski drepist vegna vetrarsára auk þess sem 125 tonn drápust vegna flutninga úr kví sem tæma þurfti vegna bilunar sem kom upp í búnaði fyrr í vetur. Fyrirfram lá fyrir að fórnarkostnaður vegna flutninga úr tiltekinni kví yrði mikill en ekki er ólíklegt að heildarafföll í ár verði um 1.500 tonn af 2016 kynslóðinni. Það er innan við 10% af ársframleiðslu fyrirtækisins. Tjón vegna atvika í vetur er töluvert en áætlanir gera ráð fyrir afföllum í ákveðnu hlutfalli af ársframleiðslu.“ 

Arnarlax eitt til frásagnar

Í svörum sínum gerir Víkingur samt frekar lítið úr laxadauðanum, rétt eins og Kjartan gerir líka, og segir, þegar hann er spurður um það til hvaða aðgerða Arnarlax hafi gripið vegna laxadauðans, að gert sér ráð fyrir dauða laxa í áætlunum. „Þetta er hluti af þeim áskorunum sem við tökumst á við í uppbyggingu laxeldis til framtíðar og gert er ráð fyrir töluverðum afföllum í áætlunum.“

Umhverfisstofnun segir að stofnunin líti svo á að Arnarlax hafi ekki átt að hafa frumkvæði að því að tilkynna um laxadauðann til stofnunarinnar að fyrra bragði þar sem ekki hafi verið hætta á mengun af honum. „Samkvæmt grein 2.5 og 2.6 ber rekstraraðila að tilkynna stofnuninni um óhöpp sem geta leitt af sér losun mengandi efna í umhverfið. Ekki er gerð krafa um að fyrirtækin upplýsi stofnununina um fiskidauða nema ef hætta er á að frá honum berist mengun, sem getur orðið, sé um mikið magn að ræða og hreinsibúnaður nái ekki að viðhalda hreinsun í kvínni. Ekki er talið að um það sé að ræða í þessu tilviki. Rekstraraðili upplýsti stofnununa sjálfur um fiskidauða er haft var samband við hann vegna ábendingar um fugla við kvíarnar.“

Víkingur segir að svo virðist sem Umhverfisstofnun hafi fengið ábendingu um laxadauðann þegar Arnarlax var ennþá að greina vandamálið. „Samkvæmt því sem þú segir hefur UST fengið ábendingu í upphafi aðgerða þegar verið var að greina aðstæður þannig að hægt væri að tilkynna faglega umfang atvika og áætluð viðbrögð við þeim til hlutaðeigandi eftirlitsaðilum eins og reglur gera ráð fyrir.“

Umhverfisstofnun virðist því ekki telja að þörf sé á frekari aðgerðum vegna málsins og stofnunin mun ekki hefja sérstaka rannsókn á því. Eins og er virðist Arnarlax því vera sá aðili sem vegur og metur stöðuna sem upp er komin hjá því út af laxadauðanum og er fyrirtækið því eitt til frásagnar um vandamálið eins og er. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár