Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meðlimir Sigur Rósar segja kyrrsetningu eigna „jaðra við dónaskap“

Georg Hólm, bassa­leik­ari Sig­ur Rós­ar, seg­ir hljóm­sveit­ina hafa ver­ið í við­ræð­um við skatta­yf­ir­völd frá því á síð­asta ári. Bú­ið sé að borga skuld­ir og vexti af þeim. Um hand­vömm end­ur­skoð­anda hafi ver­ið að ræða.

Meðlimir Sigur Rósar segja kyrrsetningu eigna „jaðra við dónaskap“
Ósáttir við kyrrsetning Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir það hafa komið eins og köld tuska í andlitið á meðlimum hljómsveitarinnar þegar eignir þeirra voru kyrrsettar vegna rannsóknar á skattalagabrotum. Þeir hafi um langa hríð verið í samskiptum við skattayfirvöld og telji sig búna að greiða bæði skuldir og vexti. Mynd: Wikimedia Commons

Meðlimir Sigur Rósar eru ósáttir með að eignir þeirra hafi verið kyrrsettar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að hljómsveitarmeðlimir hafi unnið að því um langa hríð með skattayfirvöldum að greiða úr skattaskuld sem myndaðist vegna handvammar endurskoðanda hljómsveitarinnar. Hann viti ekki betur en að búið sé að greiða skuldina alla og vexti af henni. Georg segir að hljómsveitarmeðlimum líði eins og þeir hafi verið stungnir í bakið hér á Íslandi og þeir hafi aldrei upplifað annað eins í samskiptum við fólk sem þeir hafi ráðið til vinnu erlendis.

Eru tónlistarmenn, ekki endurskoðendur

Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að eignir meðlima Sigur Rósar upp á 800 milljóna króna hefðu verið kyrrsettar vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra á hugsanlegum skattalagabrotum. Þar kemur fram að krafan hafi verið tekin fyrir og birt þeim Jóni Þór Birgissyni, Orra Páli Dýrasyni og Georg Hólm í desember. Hæsta krafan hafi verið á hendur Jóni Þór, eða 683 milljónir króna. Þrettán fasteignir, tvö bifhjól, tveir bílar, sex bankareikningar og hlutafé í þremur fyrirtækjum voru kyrrsettar vegna kröfunnar á hendur honum. Tvær fasteignir Orra Páls voru kyrrsettar og sömuleiðis tvær fasteignir í eigu Georgs. 

Georg segir í samtali við Stundina að þetta sé rétt. „Málið er af okkar hálfu mjög einfalt. Okkur finnst þessi kyrrsetning í raun og veru jaðra við dónaskap þar sem við erum búnir að vinna með skattayfirvöldum í þó nokkurn tíma vegna málsins. Þetta snýst allt um endurskoðanda sem sinnti okkar málum á vissu tímabili. Sá starfaði hjá Price Waterhouse Coopers en stofnaði svo sitt eigið fyrirtæki og við fylgdum honum. Við erum tónlistarmenn, við erum ekki endurskoðendur. Við ráðum fólk í vinnu til að sinna fjármálahliðinni, enda höfum við alltaf viljað standa skil á okkar. Þess vegna réðum við þann sem við héldum að væri besti endurskoðandinn, mann sem við héldum að gæti varið okkar hagsmuni en á sama tíma séð til þess að öllum lögum og reglum væri fylgt. Við höfum engan áhuga á að brjóta nein lög. Hann hins vegar einfaldlega stendur ekki undir þessu trausti, hann vinnur ekki vinnuna sína.

„Hér heima er maður bara ítrekað stunginn í bakið“

Þess vegna kemur þetta upp og staðan er sú, að því er ég best hef skilið, að við erum búnir að borga þessa skuld og vexti ofan á. Við erum meira að segja farnir að borga skatta fyrirfram. Þess vegna þykir mér þetta undarlegt, að það sé verið að kyrrsetja eignir okkar. Enginn okkar hefur áhuga á að flýja undan neinu og við erum ekki að fela neitt.“

Eins og að borga hraðasekt fyrir að taka leigubíl

Umræddar eignir voru kyrrsettar einhvern tíman í kringum áramót að því er Georg segir. Viðræður meðlima Sigur Rósar við skattayfirvöld hófust hins vegar talsverðu fyrir þann tíma, og eins og Georg segir hér að ofan þá taldi hann að búið væri að greiða þær upphæðir sem um væri að ræða. „Við fengum endurskoðendur og lögmenn í vinnu við að laga þetta allt, allt þetta klúður. En ég verð þó að segja að íslensk lög eru að sumu leyti undarleg hvað þetta varðar, það er að segja að þó ég hafi ekkert gert rangt þá er ég ábyrgur fyrir þessum manni sem ég réð í vinnu til að sinna fjármálum. Mér finnst það mjög leiðinlegt, ég væri til í að hann væri í þessari súpu en ekki ég. Hann var ráðinn í vinnu til að koma í veg fyrir að svona kæmi fyrir. Mér líður dálítið eins og ég hafi tekið leigubíl sem hefur verið keyrt of hratt en ég þurfi að greiða hraðasektina. Þetta er allt mjög leiðinlegt.“

„Enginn okkar hefur áhuga á að flýja undan neinu og við erum ekki að fela neitt“

Georg segir að það hafi verið áfall þegar málið kom upp og það sígi verulega í fjárhagslega. „Að sjálfsögðu. Við erum að borga allt sem við skulduðum plús vexti. Svo geta skattayfirvöld í raun sett á okkur sektir, sem ég ekki alveg skil vegna þess að við erum, eins og ég segi, búnir að greiða þetta og höfum sýnt fullan samstarfsvilja. Kyrrsetning eignanna var þess vegna eins og blaut tuska í andlitið á okkur. Ég veit ekki betur en við séum búnir að borga allt sem við skulduðum en þarna er greinilega einhver rannsókn í gangi svo mögulega er þessi kyrsetning einhver trygging ef við verðum sektaðir. Ég veit það þó ekki.“

Ítrekað stungnir í bakið

Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum Sigur Rós upp á síðkastið en á síðasta ári kom í ljós að fyrirframgreiðsla sem tónlistarhúsið Harpa hafði innt af hendi til tónleikahaldarans Kára Sturlusonar vegna fyrirhugaðra tónleika Sigur Rósar skilaði sér ekki til tónleikahaldsins. Um 35 milljónir króna var að ræða og er það mál nú rekið í dómstólum þar sem Harpa stefndi Kára til greiðslu á þeim fjármunum. Georg viðurkennir að þessir síðustu mánuðir hafi verið erfiðir.

„Það má nú alveg segja það já, við höfum verið að grínast með að við kunnum sannarlega að velja okkur samstarfsfólk. Við höfum aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta, við erum með fullt af fólki í vinnu, endurskoðendur, lögmenn og aðra, í Bandaríkjunum, Bretlandi og annars staðar, og þar hefur allt staðið eins og stafur á bók. Hér heima er maður bara ítrekað stunginn í bakið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár