Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meðlimir Sigur Rósar segja kyrrsetningu eigna „jaðra við dónaskap“

Georg Hólm, bassa­leik­ari Sig­ur Rós­ar, seg­ir hljóm­sveit­ina hafa ver­ið í við­ræð­um við skatta­yf­ir­völd frá því á síð­asta ári. Bú­ið sé að borga skuld­ir og vexti af þeim. Um hand­vömm end­ur­skoð­anda hafi ver­ið að ræða.

Meðlimir Sigur Rósar segja kyrrsetningu eigna „jaðra við dónaskap“
Ósáttir við kyrrsetning Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir það hafa komið eins og köld tuska í andlitið á meðlimum hljómsveitarinnar þegar eignir þeirra voru kyrrsettar vegna rannsóknar á skattalagabrotum. Þeir hafi um langa hríð verið í samskiptum við skattayfirvöld og telji sig búna að greiða bæði skuldir og vexti. Mynd: Wikimedia Commons

Meðlimir Sigur Rósar eru ósáttir með að eignir þeirra hafi verið kyrrsettar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum. Georg Hólm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að hljómsveitarmeðlimir hafi unnið að því um langa hríð með skattayfirvöldum að greiða úr skattaskuld sem myndaðist vegna handvammar endurskoðanda hljómsveitarinnar. Hann viti ekki betur en að búið sé að greiða skuldina alla og vexti af henni. Georg segir að hljómsveitarmeðlimum líði eins og þeir hafi verið stungnir í bakið hér á Íslandi og þeir hafi aldrei upplifað annað eins í samskiptum við fólk sem þeir hafi ráðið til vinnu erlendis.

Eru tónlistarmenn, ekki endurskoðendur

Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að eignir meðlima Sigur Rósar upp á 800 milljóna króna hefðu verið kyrrsettar vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra á hugsanlegum skattalagabrotum. Þar kemur fram að krafan hafi verið tekin fyrir og birt þeim Jóni Þór Birgissyni, Orra Páli Dýrasyni og Georg Hólm í desember. Hæsta krafan hafi verið á hendur Jóni Þór, eða 683 milljónir króna. Þrettán fasteignir, tvö bifhjól, tveir bílar, sex bankareikningar og hlutafé í þremur fyrirtækjum voru kyrrsettar vegna kröfunnar á hendur honum. Tvær fasteignir Orra Páls voru kyrrsettar og sömuleiðis tvær fasteignir í eigu Georgs. 

Georg segir í samtali við Stundina að þetta sé rétt. „Málið er af okkar hálfu mjög einfalt. Okkur finnst þessi kyrrsetning í raun og veru jaðra við dónaskap þar sem við erum búnir að vinna með skattayfirvöldum í þó nokkurn tíma vegna málsins. Þetta snýst allt um endurskoðanda sem sinnti okkar málum á vissu tímabili. Sá starfaði hjá Price Waterhouse Coopers en stofnaði svo sitt eigið fyrirtæki og við fylgdum honum. Við erum tónlistarmenn, við erum ekki endurskoðendur. Við ráðum fólk í vinnu til að sinna fjármálahliðinni, enda höfum við alltaf viljað standa skil á okkar. Þess vegna réðum við þann sem við héldum að væri besti endurskoðandinn, mann sem við héldum að gæti varið okkar hagsmuni en á sama tíma séð til þess að öllum lögum og reglum væri fylgt. Við höfum engan áhuga á að brjóta nein lög. Hann hins vegar einfaldlega stendur ekki undir þessu trausti, hann vinnur ekki vinnuna sína.

„Hér heima er maður bara ítrekað stunginn í bakið“

Þess vegna kemur þetta upp og staðan er sú, að því er ég best hef skilið, að við erum búnir að borga þessa skuld og vexti ofan á. Við erum meira að segja farnir að borga skatta fyrirfram. Þess vegna þykir mér þetta undarlegt, að það sé verið að kyrrsetja eignir okkar. Enginn okkar hefur áhuga á að flýja undan neinu og við erum ekki að fela neitt.“

Eins og að borga hraðasekt fyrir að taka leigubíl

Umræddar eignir voru kyrrsettar einhvern tíman í kringum áramót að því er Georg segir. Viðræður meðlima Sigur Rósar við skattayfirvöld hófust hins vegar talsverðu fyrir þann tíma, og eins og Georg segir hér að ofan þá taldi hann að búið væri að greiða þær upphæðir sem um væri að ræða. „Við fengum endurskoðendur og lögmenn í vinnu við að laga þetta allt, allt þetta klúður. En ég verð þó að segja að íslensk lög eru að sumu leyti undarleg hvað þetta varðar, það er að segja að þó ég hafi ekkert gert rangt þá er ég ábyrgur fyrir þessum manni sem ég réð í vinnu til að sinna fjármálum. Mér finnst það mjög leiðinlegt, ég væri til í að hann væri í þessari súpu en ekki ég. Hann var ráðinn í vinnu til að koma í veg fyrir að svona kæmi fyrir. Mér líður dálítið eins og ég hafi tekið leigubíl sem hefur verið keyrt of hratt en ég þurfi að greiða hraðasektina. Þetta er allt mjög leiðinlegt.“

„Enginn okkar hefur áhuga á að flýja undan neinu og við erum ekki að fela neitt“

Georg segir að það hafi verið áfall þegar málið kom upp og það sígi verulega í fjárhagslega. „Að sjálfsögðu. Við erum að borga allt sem við skulduðum plús vexti. Svo geta skattayfirvöld í raun sett á okkur sektir, sem ég ekki alveg skil vegna þess að við erum, eins og ég segi, búnir að greiða þetta og höfum sýnt fullan samstarfsvilja. Kyrrsetning eignanna var þess vegna eins og blaut tuska í andlitið á okkur. Ég veit ekki betur en við séum búnir að borga allt sem við skulduðum en þarna er greinilega einhver rannsókn í gangi svo mögulega er þessi kyrsetning einhver trygging ef við verðum sektaðir. Ég veit það þó ekki.“

Ítrekað stungnir í bakið

Það hefur ekki ríkt nein lognmolla í kringum Sigur Rós upp á síðkastið en á síðasta ári kom í ljós að fyrirframgreiðsla sem tónlistarhúsið Harpa hafði innt af hendi til tónleikahaldarans Kára Sturlusonar vegna fyrirhugaðra tónleika Sigur Rósar skilaði sér ekki til tónleikahaldsins. Um 35 milljónir króna var að ræða og er það mál nú rekið í dómstólum þar sem Harpa stefndi Kára til greiðslu á þeim fjármunum. Georg viðurkennir að þessir síðustu mánuðir hafi verið erfiðir.

„Það má nú alveg segja það já, við höfum verið að grínast með að við kunnum sannarlega að velja okkur samstarfsfólk. Við höfum aldrei upplifað neitt í líkingu við þetta, við erum með fullt af fólki í vinnu, endurskoðendur, lögmenn og aðra, í Bandaríkjunum, Bretlandi og annars staðar, og þar hefur allt staðið eins og stafur á bók. Hér heima er maður bara ítrekað stunginn í bakið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár