Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

111 milljóna skattamáli Jóns Inga vísað frá dómi

Jón Ingi Gísla­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, gegndi áfram trún­að­ar­störf­um í flokkn­um þótt siðanefnd teldi rétt­ast að hann segði sig frá þeim. 

111 milljóna skattamáli Jóns Inga vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði skattamáli Jóns Inga Gíslasonar, fyrrverandi formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá dómi í morgun. Málið varðar uppgjör á 44 framvirkum gjaldmiðlasamningum sem Jón Ingi gerði við Glitni og skiluðu honum tæplega 111 milljónum króna í fjármagnstekjur árin 2007 og 2008. Hann taldi tekjurnar ekki fram á skattframtölum og kom sér þannig undan greiðslu fjármagnstekjuskatts upp á rúmlega 11 milljónir króna. 

Skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn á málinu árið 2011 og vísaði því í framhaldinu til ríkisskattstjóra og embættis sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara. Samkvæmt niðurstöðu Ríkisskattstjóra var Jóni Inga gert að greiða skattinn með 25 prósenta álagi, en mál sérstaks saksóknara gegn honum var þingfest árið 2013. Jón Ingi steig í kjölfarið til hliðar sem formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. „Það hljóta að vera undarlegar sakir að ákæra menn fyrir að telja ekki fram tap, peninga sem menn aldrei fengu, aldrei vissu af og höfðu engan ráðstöfunarrétt yfir. Þetta voru kallaðar galdrabrennur hér áður fyrr,“ sagði Jón Ingi um málið í samtali við Viðskiptablaðið árið 2013. 

Héraðsdómur Reykjavíkur komst aðþeirri niðurstöðu í dag að beiting álagsins hjá skattyfirvöldum annars vegar og hins vegar rannsókn sérstaks saksóknara og ákæra í málinu sé reist á sömu annmörkum á skattframtölum Jóns Inga. Umrædd mál taki að auki til sama tímabils og varði í aðalatriðum sömu fjárhæðir. Þá vísar dómurinn til ne bis in idem-reglunnar í Mannréttindasáttmála Evrópu sem leggur bann við tvöfaldri refsimeðferð.

Einnig var litið til heildartíma rekstur beggja mála. Jón Ingi hafi verið settur í óhæfilega óvissu um réttarstöðu sína, enda hafi óþarfa tafir orðið á öllum stigum málarekstursins sem Jóni Inga verði ekki kennt um, þar með talið hjá skattyfirvöldum og ákæruvaldinu þar sem engar skýringar voru gefnar til réttlætingar á þeirri töf.  

Eins og DV greindi frá í fyrra komst siðanefnd Framsóknarflokksins að þeirri niðurstöðu að Jóni Inga bæri að stíga til hliðar úr öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn á meðan skattamál hans væru til meðferðar fyrir dómstólum. Jón Ingi virðist þó áfram hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, því samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er hann áheyrnarfulltrúi í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina og var viðstaddur síðasta fund ráðsins þann 26. febrúar síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár