Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

111 milljóna skattamáli Jóns Inga vísað frá dómi

Jón Ingi Gísla­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, gegndi áfram trún­að­ar­störf­um í flokkn­um þótt siðanefnd teldi rétt­ast að hann segði sig frá þeim. 

111 milljóna skattamáli Jóns Inga vísað frá dómi

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði skattamáli Jóns Inga Gíslasonar, fyrrverandi formanns Framsóknarfélags Reykjavíkur, frá dómi í morgun. Málið varðar uppgjör á 44 framvirkum gjaldmiðlasamningum sem Jón Ingi gerði við Glitni og skiluðu honum tæplega 111 milljónum króna í fjármagnstekjur árin 2007 og 2008. Hann taldi tekjurnar ekki fram á skattframtölum og kom sér þannig undan greiðslu fjármagnstekjuskatts upp á rúmlega 11 milljónir króna. 

Skattrannsóknarstjóri hóf rannsókn á málinu árið 2011 og vísaði því í framhaldinu til ríkisskattstjóra og embættis sérstaks saksóknara, nú héraðssaksóknara. Samkvæmt niðurstöðu Ríkisskattstjóra var Jóni Inga gert að greiða skattinn með 25 prósenta álagi, en mál sérstaks saksóknara gegn honum var þingfest árið 2013. Jón Ingi steig í kjölfarið til hliðar sem formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík. „Það hljóta að vera undarlegar sakir að ákæra menn fyrir að telja ekki fram tap, peninga sem menn aldrei fengu, aldrei vissu af og höfðu engan ráðstöfunarrétt yfir. Þetta voru kallaðar galdrabrennur hér áður fyrr,“ sagði Jón Ingi um málið í samtali við Viðskiptablaðið árið 2013. 

Héraðsdómur Reykjavíkur komst aðþeirri niðurstöðu í dag að beiting álagsins hjá skattyfirvöldum annars vegar og hins vegar rannsókn sérstaks saksóknara og ákæra í málinu sé reist á sömu annmörkum á skattframtölum Jóns Inga. Umrædd mál taki að auki til sama tímabils og varði í aðalatriðum sömu fjárhæðir. Þá vísar dómurinn til ne bis in idem-reglunnar í Mannréttindasáttmála Evrópu sem leggur bann við tvöfaldri refsimeðferð.

Einnig var litið til heildartíma rekstur beggja mála. Jón Ingi hafi verið settur í óhæfilega óvissu um réttarstöðu sína, enda hafi óþarfa tafir orðið á öllum stigum málarekstursins sem Jóni Inga verði ekki kennt um, þar með talið hjá skattyfirvöldum og ákæruvaldinu þar sem engar skýringar voru gefnar til réttlætingar á þeirri töf.  

Eins og DV greindi frá í fyrra komst siðanefnd Framsóknarflokksins að þeirri niðurstöðu að Jóni Inga bæri að stíga til hliðar úr öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn á meðan skattamál hans væru til meðferðar fyrir dómstólum. Jón Ingi virðist þó áfram hafa gegnt trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, því samkvæmt vef Reykjavíkurborgar er hann áheyrnarfulltrúi í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina og var viðstaddur síðasta fund ráðsins þann 26. febrúar síðastliðinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár