Maðurinn sem tekinn var um borð í Norrænu á leið úr landi með egg úr friðuðum íslenskum fuglum vill ekki svara frá því hvort hann hafi staðið einn að smyglinu. Sagt var frá máli mannsins, Gunnars Gunnarssonar á Húsavík, í fréttum í ágúst í fyrra og greindi Stundin frá því nú í febrúar að hann hefði ekkert heyrt frá lögreglunni eða Tollstjóra um málið. „Annaðhvort gengur þú ekki á öllum eða eitthvað. Hvað sagði ég þér síðast? No komment,“ segir Gunnar þegar Stundin spyr hann um vitorðsmenn hans.
Blaðamaður: „Af hverju viltu ekki segja frá því hvort þú stendur einn að þessu eða hvort einhver hafi verið með þér í þessu?“
Gunnar: „Heyrðu. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. No komment.“
Athugasemdir