Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Móðir Hauks óskar eftir upplýsingum um hann

Bláókunn­ugt fólk hef­ur sýnt Evu Hauks­dótt­ur, móð­ur Hauks Hilm­ars­son­ar, sam­hug vegna yf­ir­lýs­inga um frá­fall hans í Sýr­landi. Eva bið­ur um hjálp við að kort­leggja ferð­ir hans. Hauk­ur barð­ist gegn Íslamska rík­inu en virð­ist hafa ver­ið felld­ur af tyrk­neska hern­um sem flokk­ar kúr­díska upp­reisn­ar­menn í Sýr­landi sem hryðju­verka­menn.

Móðir Hauks óskar eftir upplýsingum um hann
Haukur Hilmarsson Barðist með Kúrdum gegn ISIS og innrásarher Tyrkja í norðurhluta Sýrlands, eftir að hafa unnið að hjálparstarfi fyrir hælisleitendur. Mynd: Facebook

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem er saknað í Sýrlandi, biður almenning um að senda sér upplýsingar um ferðir hans og lífsreynslu síðastliðið ár. 

Tilkynnt var af tyrkneskum fréttamönnum og Facebook-síðu alþjóðlega, andfasíska uppreisnarhersins International Freedom Battalion að Haukur hefði látist í árás tyrkneska hersins í Afrin, í Norður-Sýrlandi. 

Eva HauksdóttirVill vita meira um Hauk, son sinn, síðastliðið ár.

Eva segir á bloggsíðu sinni að hún viti ekki um afdrif Hauks. „Það lítur út fyrir að hann Haukur minn sé látinn,“ segir hún. „Hvorki ég né nokkur annar af nánustu aðstandendum fékk neina tilkynningu og ég hef enn ekki náð sambandi við neinn sem veit meira en það sem komið hefur fram opinberlega. Margir hafa lýst undrun sinni á því að fréttinni hafi verið dreift á samfélagsmiðlum án þess að við værum látin vita en kommon, það er ekki við því að búast að nokkrum detti í hug að samtök setji slíka frétt á netið, 10 dögum eftir atburðinn, án þess að hafa samband við fjölskylduna.“

Bláókunnugt fólk sýnir samhug

Íslenska utanríkisráðuneytið er í sambandi við ræðismann Íslands í Tyrklandi, alþjóðadeild lögreglunnar og fleiri stofnanir, að sögn Evu. 

Fjöldi fólks hefur verið í sambandi við Evu vegna málsins til að votta henni samúð sína. „Fjöldi manns hefur haft samband við mig, sent kærleikskveðjur og boðið fram aðstoð, líka bláókunnugt fólk. Þótt ég sé ekki búin að svara öllum þykir mér vænt um að finna þennan samhug og mun svara þegar þar að kemur.“

Eva biður um upplýsingar á netfangið sitt, eva.evahauksdottir@gmail.com. „Ef einhver veit eitthvað sem getur varpað ljósi á það sem gerðist eða hvað annað hann Haukur minn var bardúsa síðasta árið, sendið mér þá tölvupóst á netfangið eva.evahauksdottir@gmail.com. Ekki senda þessháttar upplýsingar á Facebook því FB póstur getur auðveldlega farið fram hjá mér.“

Barðist fyrir hælisleitendur

Haukur hafði áður dvalist í Grikklandi, en tók síðan þátt í baráttunni um frelsun Raqqa, yfirlýstrar höfuðborgar Íslamska ríkisins, samkvæmt frásögn liðsfélaga hans. Hann var sagður hafa leitt herdeild kúrdísk-sýrlenskra uppreisnarmanna gegn liðsmönnum Íslamska ríkisins. Orrustan, sem nefnd hefur verið Orrustan mikla af Kúrdum, hófst 6. júní 2017 og lauk 17. október með sigri Kúrda, eða YPG, sem og bandamanna þeirra í hinum fjölþjóðlega og fjölmenningarlega lýðræðisher Sýrlands. Svo fór í janúar að Tyrkir, með ákvörðun forsetans Receps Erdogans, lýstu yfir stríði á hendur YPG og flokkuðu þá undir hryðjuverkasamtök sem styddu frelsishreyfingu Kúrda, Kúrdíska verkamannaflokkinn PKK. Umdeild innrás Tyrkja í Sýrland hófst í kjölfarið.

Í vestrænum löndum hefur YPG hins vegar verið sagt einn öflugasti andstæðingur Íslamska ríkisins, sem staðið hefur fyrir hryðjuverkum og morðum í hinum vestræna heimi, sem og í Miðausturlöndum.

Kúrdar hafa barist fyrir svokölluðu Rojava-verkefni í áraraðir, sem snýst um að koma á lýðræðislegu bandalagi Kúrda þvert á þjóðríki, með þeim hætti að samfélög skipuleggi sig sjálf og starfi á flötum grunni. Kúrdar hafa skipulagt sín eigin svæði í Tyrklandi í mörg ár og síðar í Sýrlandi eftir að stríðið hófst.

Í reynd hafa verið starfrækt sjálfsstjórnarríki í Norður-Sýrlandi á vegum Kúrda og bandamanna þeirra undir nafni Rojava. Meðal annars hefur verið sett stjórnarskrá með ákvæðum um réttindi minnihlutahópa og jafnrétti kynjanna, sem og beinu lýðræði. Þar er einnig herskylda við lýði á vegum YPG.

Vakti athygli í Búsáhaldabyltingunni

Haukur vakti athygli í mótmælunum í kjölfar bankahrunsins 2008, meðal annars þegar hann flaggaði Bónusfána á þinghúsinu til að vekja athygli á samkrulli stjórnmála og viðskiptalífs.

„Hann gerir í raun fátt annað en að hjálpa fólki“

Haukur HilmarssonBarðist með kúrdíska uppreisnarhernum YPG.

Þegar hann var handtekinn tveimur vikum síðar safnaðist fjöldi fólks fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu og sýndi honum stuðning. Undanfarin ár hefur hann varið tíma í Grikklandi og aðstoðað flóttafólk sem hefur leitað til Evrópu frá Miðausturlöndum og Afríku. Haukur hefur einnig barist fyrir réttindum hælisleitenda á Íslandi. „Hann gerir í raun fátt annað en að hjálpa fólki og berjast fyrir réttindum þeirra sem standa höllum fæti. Í raun hefur líf hans fyrst og fremst snúist um þetta,“ segir áhyggjufullur vinur Hauks sem Stundin ræddi við.

Á meðal þeirra sem Haukur hefur hjálpað eru Paul Ramses og Rosemary Atieno sem búa í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum sínum, þeim Fídel Smára og Rebekku Chelsea. Þegar til stóð að senda Ramses til Ítalíu árið 2008 án þess að umsókn hans um hæli hefði verið tekin til efnismeðferðar á Íslandi brutu þeir Haukur Hilmarsson og Jason Thomas Slade sér leið inn á Keflavíkurflugvöll og stöðvuðu tímabundið flugvélina sem átti að ferja Ramses. Málinu lyktaði þannig að dómsmálaráðuneytið dró brottvísun Ramses til baka og gerði honum kleift að koma aftur til landsins. „Þeir voru að berjast fyrir réttlæti og mér fannst þeir vera með ljónshjörtu, vegna þess að á þessum tíma virtist enginn nenna að hlusta. Þannig að ég hef alltaf verið þeim mjög þakklátur fyrir að hafa staðið fyrir það sem þeir töldu rétt,“ sagði Paul Ramses í viðtali við DV árið 2013 og bætti við að með þessu hefðu Haukur og Jason bjargað lífi hans, án þess þó að hafa nokkurn tímann þekkt hann.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
1
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu