Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Missagnir“ ráðuneytisins á meðal ástæðna þess að umboðsmaður kallaði eftir gögnum

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið gerði um­boðs­manni Al­þing­is upp skoð­an­ir og gaf rang­lega til kynna að hann hefði lagt bless­un sína yf­ir fram­ferði Sig­ríð­ar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra.

„Missagnir“ ráðuneytisins á meðal ástæðna þess að umboðsmaður kallaði eftir gögnum

„Missagnir“ dómsmálaráðuneytisins í bréfi til þingmanns um mál er vörðuðu uppreist æru kynferðisbrotamanna og sjónarmið umboðsmanns Alþingis um skráningarskyldu ráðherra eru á meðal ástæðna þess að umboðsmaður fór fram á að dómsmálaráðuneytið afhenti honum gögn um undirbúning og ákvarðanatöku ráðherra við skipun Landsréttardómara áður en hann kom á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um embættisfærslur Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra þann 18. janúar síðastliðinn.

Þetta má lesa út úr bréfi umboðsmanns til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem embættið birti í gærmorgun. Þar greinir umboðsmaður frá því að hann telji allar helstu upplýsingar um embættisfærslur ráðherra í Landsréttarmálinu liggja fyrir í dómum Héraðsdóms Reykjavíkur og Hæstaréttar og því ekki ástæðu til að hefja frumkvæðisrannsókn á málinu.

Athygli vekur að í bréfinu minnist umboðsmaður sérstaklega á „missagnir“ ráðuneytisins í öðru ótengdu máli. Stundin fjallaði um þessar „missagnir“ þann 12. janúar síðastliðinn og greindi frá því að umboðsmaður Alþingis hefði farið fram á að dómsmálaráðuneytið leiðrétti villandi upplýsingar sem gefnar voru í svari við upplýsingabeiðni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, þann 5. desember 2017. 

Í svari ráðuneytisins við upplýsingabeiðni Þórhildar var ranglega gefið í skyn að umboðsmaður Alþingis hefði lagt blessun sína yfir það hátterni ráðuneytisins að skrá ekki símtal sem Sigríður Andersen dómsmálaráðherra sagðist hafa átt við Bjarna Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra, þegar Bjarni var upplýstur um að faðir hans, Benedikt Sveinsson, hefði veitt kynferðisbrotamanninum Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru árið 2016. Hið rétta er að Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, lýsti því sjónarmiði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 21. september að samkvæmt lögum og reglum hefði ráðherra átt að skrá umrætt símtal.

Ráðuneytið sendi Þórhildi Sunnu bréf skömmu fyrir jól og baðst velvirðingar á ónákvæmum svörum eftir að umboðsmaður hafði samband við ráðuneytið og benti á að framsetning í fyrra bréfi þess væri til þess fallin að valda misskilningi. 

Um þetta segir í bréfi umboðsmanns sem birtist í gær: „Ég ték hér líka fram að ég taldi rétt að kynna mér þau gögn sem orðið hefðu til við undirbúning og töku þeirra ákvarðana sem fjalla átti um á nefndarfundinum [skipun dómara við Landsrétt]. Var það m.a. í ljósi þeirra missagna sem komið höfðu fram í bréfi dómsmálaráðuneytisins til þingmanns, dags. 5. desember 2017, um það sem ég hafði sagt á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis 21. september það ár um annað mál og byggði á því sem ég taldi mig hafa fengið upplýst um ástæður tiltekinna athafna ráðherra.“

Þarna vísar hann til símtals Sigríðar og Bjarna og sjónarmiða sinna um skráningarskyldu dómsmálaráðherra út frá því sem hann „taldi“ sig hafa fengið upplýst um ástæður símtalsins sem engin skrifleg gögn eru þó til um.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár