Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsmannaleigur brjóta á erlendum starfsmönnum: „Umsýslu- og viðhaldsgjöld“ dregin af laununum

60 pró­sent þeirra mála sem lentu á borði Efl­ing­ar stétta­fé­lags vegna launa­mála og rétt­inda starfs­manna ár­ið 2017 sneru að launa­fólki af er­lend­um upp­runa. Þetta kem­ur fram í nýrri vinnu­mark­aðs­grein­ingu hag­deild­ar ASÍ.

Starfsmannaleigur brjóta á erlendum starfsmönnum: „Umsýslu- og viðhaldsgjöld“ dregin af laununum

Fjölmörg dæmi eru um að atvinnurekendur brjóti á erlendum starfsmönnum íslenskra starfsmannaleiga, fólki sem er jaðarsett í samfélaginu, greiðir meira fyrir leigu en gengur og gerist og leigir gjarnan húsnæði af vinnuveitanda sínum. 60 prósent þeirra mála sem lentu á borði Eflingar stéttafélags vegna launamála og réttinda starfsmanna árið 2017 sneru að launafólki af erlendum uppruna.

Fjallað er um þetta í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem kom út rétt í þessu, en þar er meðal annars birtur ráðningarsamningur sem sýnir hvernig starfsmannaleiga dró „umsýslugjald“, „viðhaldsgjald“, ferðakostnað og fleira af launum erlends verkamanns. Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum,“ segir í skýrslunni.  

Aldrei jafn margir starfað hjá starfsmannaleigum

„Á síðustu árum hafa mörkin milli hefðbundins sambands launafólks við atvinnurekendur, verktöku og sjálfstæðrar atvinnustarfsemi orðið óskýrari en áður, ekki síst vegna tækniframfara og aukinna möguleika á fjarvinnu og tímabundnum verkefnum, sérstaklega í atvinnugreinum þar sem umsvif sveiflast með efnahagsaðstæðum og árstíðum,“ segir í vinnumarkaðsskýrslunni. „Erlendir ríkisborgarar eiga í sérstakri hættu á því að verða jaðarsettir á vinnumarkaði og eru líklegir til að sinna láglaunastörfum þar sem félagsleg undirboð þrífast hvað best.“

Bent er á að þegar reyni á þanþol hins hefðbundna ráðningarforms sé hætta á að réttindi og kjör launafólks fari forgörðum. Þessi hætta sé meðal annars fyrir hendi þegar erlent starfsfólk kemur til Íslands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja. „Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það er fjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505.“ Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar starfa slíkir starfsmenn mestmegnis í byggingar- og mannvirkjagerð, en einnig hjá ræstingafyrirtækjum, hótelum og hjólbarðaverkstæðum.

„Hætta er á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi, ekki síst rétturinn til að standa jafnfætis þeim sem eiga í beinu ráðningarsambandi við notendafyrirtækið. Í því samhengi er vert að minnast á sérstök ákvæði fyrrnefndra laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið er á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og ef það væri ráðið beint til notendafyrirtækis (5. gr. a.) og réttinn til sömu meðferðar, aðstöðu, aðbúnaðar og aðgangs að þjálfun og annarri starfsmenntun hjá notendafyrirtækinu (5. og 8. gr.). Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt, sérstaklega með tilliti til sönnunarkrafna laga um einkamálaréttarfar. Í því samhengi er jafnframt rétt að geta þess að fyrirtækjum sem hefur ekkert fastráðið starfsfólk, heldur notast eingöngu við þjónustu starfsmannaleiga, fjölgar hratt og í slíkum tilvikum eru ákvæði um jafna meðferð ómöguleg í framkvæmd.“

Algengast að brotið sé á erlendum starfsmönnum

Fram kemur að af launakröfum og öðrum málum tengdum brotum á réttindum launafólks sem komu á borð Eflingar stéttafélags árið 2017 hafi 60 prósent snúið að launafólki af erlendum uppruna. „Málin á þessu ári telja 613 og 368 snúa að erlendum félagsmönnum. Af málunum eru 7% tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga sem eru þó aðeins um 1,5%-2% af félagsmönnum Eflingar.“

Bent er á að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé beinlínis hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins.“

„Óæskilegt verður að teljast að
einstaklingar séu háðir atvinnurekanda
sínum þegar kemur að húsnæði“

Dæmi séu um að atvinnurekendur brjóti á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum sé algengt að atvinnurekandinn og leigusalinn vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu, sem samkvæmt lögum er að lágmarki þrír mánuðir af einstökum herbergjum og sex mánuðir af íbúðum. Bent er á að erlent verkafólk sem flytur til Íslands og ræður sig í vinnu hjá atvinnurekanda sem er jafnframt leigusali þess sé sérstaklega berskjaldað fyrir misneytingu og ósanngirni. Fram kemur að starfsmannaleigur láti stundum ýmis gjöld lenda á herðum starfsmanna, rukki þá t.d. um „umsýslugjald“ ef þeir segja upp innan ákveðins tíma og dragi af launum þeirra viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði og ferðagjald fyrir ferðum til og frá vinnu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár