Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Starfsmannaleigur brjóta á erlendum starfsmönnum: „Umsýslu- og viðhaldsgjöld“ dregin af laununum

60 pró­sent þeirra mála sem lentu á borði Efl­ing­ar stétta­fé­lags vegna launa­mála og rétt­inda starfs­manna ár­ið 2017 sneru að launa­fólki af er­lend­um upp­runa. Þetta kem­ur fram í nýrri vinnu­mark­aðs­grein­ingu hag­deild­ar ASÍ.

Starfsmannaleigur brjóta á erlendum starfsmönnum: „Umsýslu- og viðhaldsgjöld“ dregin af laununum

Fjölmörg dæmi eru um að atvinnurekendur brjóti á erlendum starfsmönnum íslenskra starfsmannaleiga, fólki sem er jaðarsett í samfélaginu, greiðir meira fyrir leigu en gengur og gerist og leigir gjarnan húsnæði af vinnuveitanda sínum. 60 prósent þeirra mála sem lentu á borði Eflingar stéttafélags vegna launamála og réttinda starfsmanna árið 2017 sneru að launafólki af erlendum uppruna.

Fjallað er um þetta í nýrri vinnumarkaðsskýrslu hagdeildar ASÍ sem kom út rétt í þessu, en þar er meðal annars birtur ráðningarsamningur sem sýnir hvernig starfsmannaleiga dró „umsýslugjald“, „viðhaldsgjald“, ferðakostnað og fleira af launum erlends verkamanns. Slík háttsemi starfsmannaleiga er lögbrot og starfsfólki getur reynst vandasamt að átta sig á réttarstöðu sinni gagnvart slíkum illa skilgreindum gjöldum,“ segir í skýrslunni.  

Aldrei jafn margir starfað hjá starfsmannaleigum

„Á síðustu árum hafa mörkin milli hefðbundins sambands launafólks við atvinnurekendur, verktöku og sjálfstæðrar atvinnustarfsemi orðið óskýrari en áður, ekki síst vegna tækniframfara og aukinna möguleika á fjarvinnu og tímabundnum verkefnum, sérstaklega í atvinnugreinum þar sem umsvif sveiflast með efnahagsaðstæðum og árstíðum,“ segir í vinnumarkaðsskýrslunni. „Erlendir ríkisborgarar eiga í sérstakri hættu á því að verða jaðarsettir á vinnumarkaði og eru líklegir til að sinna láglaunastörfum þar sem félagsleg undirboð þrífast hvað best.“

Bent er á að þegar reyni á þanþol hins hefðbundna ráðningarforms sé hætta á að réttindi og kjör launafólks fari forgörðum. Þessi hætta sé meðal annars fyrir hendi þegar erlent starfsfólk kemur til Íslands á vegum starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja. „Aldrei hafa fleiri starfsmannaleigustarfsmenn verið skráðir starfandi hérlendis en samkvæmt skráningum Vinnumálastofnunar störfuðu samtals 3.205 starfsmenn á vegum starfsmannaleiga árið 2017, en það er fjölgun um 1.678 frá því árið 2016. Á toppi síðustu uppsveiflu árið 2007 var fjöldinn 1.505.“ Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar starfa slíkir starfsmenn mestmegnis í byggingar- og mannvirkjagerð, en einnig hjá ræstingafyrirtækjum, hótelum og hjólbarðaverkstæðum.

„Hætta er á að réttindi starfsfólks starfsmannaleiga séu virt að vettugi, ekki síst rétturinn til að standa jafnfætis þeim sem eiga í beinu ráðningarsambandi við notendafyrirtækið. Í því samhengi er vert að minnast á sérstök ákvæði fyrrnefndra laga um starfsmannaleigur þar sem kveðið er á um að starfsfólk starfsmannaleiga eigi að njóta sömu kjara og ef það væri ráðið beint til notendafyrirtækis (5. gr. a.) og réttinn til sömu meðferðar, aðstöðu, aðbúnaðar og aðgangs að þjálfun og annarri starfsmenntun hjá notendafyrirtækinu (5. og 8. gr.). Erfitt hefur reynst að ganga úr skugga um að þeim reglum sé framfylgt, sérstaklega með tilliti til sönnunarkrafna laga um einkamálaréttarfar. Í því samhengi er jafnframt rétt að geta þess að fyrirtækjum sem hefur ekkert fastráðið starfsfólk, heldur notast eingöngu við þjónustu starfsmannaleiga, fjölgar hratt og í slíkum tilvikum eru ákvæði um jafna meðferð ómöguleg í framkvæmd.“

Algengast að brotið sé á erlendum starfsmönnum

Fram kemur að af launakröfum og öðrum málum tengdum brotum á réttindum launafólks sem komu á borð Eflingar stéttafélags árið 2017 hafi 60 prósent snúið að launafólki af erlendum uppruna. „Málin á þessu ári telja 613 og 368 snúa að erlendum félagsmönnum. Af málunum eru 7% tengd launafólki á vegum starfsmannaleiga sem eru þó aðeins um 1,5%-2% af félagsmönnum Eflingar.“

Bent er á að síðustu ár hafi borið á því að erlendum starfsmannleigustarfsmönnum á Íslandi sé gert að leigja herbergi af atvinnurekanda sínum, og að sú ráðstöfun sé beinlínis hluti af ráðningarsamningum. „Óæskilegt verður að teljast að einstaklingar séu háðir atvinnurekanda sínum þegar kemur að húsnæði, þar sem hætta verður á að aðstæður sem kunna að koma upp í ráðningarsambandinu hafi þá áhrif á leigukjör og húsnæðisöryggi launamannsins.“

„Óæskilegt verður að teljast að
einstaklingar séu háðir atvinnurekanda
sínum þegar kemur að húsnæði“

Dæmi séu um að atvinnurekendur brjóti á starfsmönnum sem jafnframt eru leigjendur þeirra þegar ótímabundnu ráðningarsambandi hefur verið slitið með uppsögn annars aðilans. Í slíkum tilvikum sé algengt að atvinnurekandinn og leigusalinn vanvirði rétt leigjanda til uppsagnarfrests í leigu, sem samkvæmt lögum er að lágmarki þrír mánuðir af einstökum herbergjum og sex mánuðir af íbúðum. Bent er á að erlent verkafólk sem flytur til Íslands og ræður sig í vinnu hjá atvinnurekanda sem er jafnframt leigusali þess sé sérstaklega berskjaldað fyrir misneytingu og ósanngirni. Fram kemur að starfsmannaleigur láti stundum ýmis gjöld lenda á herðum starfsmanna, rukki þá t.d. um „umsýslugjald“ ef þeir segja upp innan ákveðins tíma og dragi af launum þeirra viðhaldsgjald fyrir endurnýjun á heimilisbúnaði og ferðagjald fyrir ferðum til og frá vinnu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Vinnumál

Mest lesið

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
1
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
5
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár