Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindastóls segja af sér

Formað­ur og vara­formað­ur knatt­spyrnu­deild­ar Tind­ar­stóls hafa sagt sig frá störf­um fyr­ir fé­lag­ið í kjöl­far um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar um mál knatt­spyrnu­manns hjá fé­lag­inu sem var í tvígang kærð­ur fyr­ir nauðg­un. Deild­in við­ur­kenn­ir mis­tök í mál­inu og máli Ragn­ars Þórs Gunn­ars­son­ar, leik­manns sem hlaut dóm fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn stúlku und­ir lögaldri.

Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindastóls segja af sér
Upplifðu sig einar Agnes Bára Aradóttir og Elísabet Ásmundsdóttir sögðust hafa fundið fyrir reiði og sársauka þegar þær sáu frétt í bæjarblaðinu þess efnis að Tindastóll hefði boðið manni sem þær kærðu báðar fyrir nauðgun þjálfarastöðu með það að marki að lyfta vörumerki knattspyrnudeildarinnar upp. Mynd: Heiða Helgadóttir

Formaður og varaformaður knattspyrnudeildar Tindarstóls hafa sagt sig frá störfum fyrir félagið í kjölfar umfjöllunar Stundarinnar um mál vinsæls knattspyrnumanns hjá félaginu sem var í tvígang kærður fyrir nauðgun. „Það er okkar von að með þessari yfirlýsingu skapist friður um störf knattspyrnudeildar Tindastóls og félagsins alls,“ segir í yfirlýsingu sem knattspyrnudeild Tindastóls sendi frá sér í gærkvöldi.

Í yfirlýsingunni viðurkennir knattspyrnudeildin mistök í málinu og segjast formaður og varaformaður taka ábyrgð með afsögn sinni. Á föstudag birti Stundin umfjöllun þar sem rætt var við tólf konur sem lýstu afleiðingum af framgöngu knattspyrnumannsins í þeirra garð. Tvær þeirra kærðu hann fyrir nauðgun, en málunum var vísað frá. Stúlkurnar sögðust hafa verið dæmdar af samfélaginu.

Maðurinn var engu að síður ráðinn til trúnaðarstarfa fyrir knattspyrnudeild Tindastóls. Í kjölfarið kom hann í viðtal við bæjarblaðið á Sauðárkróki undir fyrirsögninni: Vilja laga vörumerkið „Knattspyrnudeild Tindastóls“. Greinin fjallaði um að ráðning hans og tveggja annarra væri liður í breytingu á starfi yngri flokka félagsins, „félaginu til heilla“. Í síðasta mánuði hætti maðurinn hins vegar skyndilega störfum. Í tilkynningu til foreldra sagði hann þá ákvörðun tekna í samráði við stjórn knattspyrnudeildarinnar og að hún væri „nauðsynleg og öllum til góða“

Viðurkenna mistök í fyrra

„Í kjölfar fréttar fjölmiðilsins, Stundarinnar er varða mál fyrrum starfsmanns deildarinnar og mjög alvarlegra ásakana í hans garð er ljóst að deildinni hafa orðið á mikil mistök,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildarinnar. „Mistök sem sennilega verður aldrei hægt að bæta fyrir.“

Undir yfirlýsinguna skrifa Bergmann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildarinnar, og Guðjón Örn Jóhannsson varaformaður. Þeir viðurkenna einnig stór mistök í máli Ragnars Þórs Gunnarssonar, leikmanns Tindastóls í maí 2017, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var undir lögaldri. Í yfirlýsingu deildarinnar í kjölfar dómsins sagði meðal annars að hann nyti trausts félagsins, sem ætlaði að gera allt til þess að aðstoða hann. Talað var um „mistök sem gerð voru“ og að hann hafi verið að stíga sín fyrstu spor sem fullorðinn einstaklingur, þá 22 ára, og gerst „sekur um dómgreindarbrest“.

„Sú yfirlýsing átti ekki rétt á sér og þykir okkur leitt að hafa ekki staðið með okkar fólki, hafa valdið því vonbrigðum og þolendum óþarfa sársauka,“ segir í yfirlýsingu gærkvöldsins. Forsvarsmenn Tindastóls urðu ekki við ósk Stundarinnar um viðtal fyrir útgáfu blaðsins síðasta föstudag, en Bergmann hafnaði viðtali með smáskilaboðum. Um leið sagði hann að Tindastóll myndi ekki gefa út nein viðbrögð fyrr en áætlun frá KSÍ eða ÍSÍ væri komin.

„Því miður getum við ekki breytt því sem liðið er eða hvað þá tekið til baka þær ákvarðanir sem hafa verið teknar í fortíðinni,“ segir í yfirlýsingunni. „En við vonum að við getum á einhvern hátt sýnt sársauka þolenda virðingu með því að biðjast afsökunar á ákvörðunum okkar og reyna að leggja okkar af mörkum til þess að félagið verði vel í stakk búið til taka RÉTT á málum í framtíðinni.“

Hér er yfirlýsingin í heild sinni.

Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Tindastóls

Í kjölfar fréttar fjölmiðilsins, Stundarinnar er varða mál fyrrum starfsmanns deildarinnar og mjög alvarlegra ásakana í hans garð er ljóst að deildinni hafa orðið á mikil mistök. Mistök sem sennilega verður aldrei hægt að bæta fyrir.

Við viljum byrja á að taka heils hugar undir orð Aðalstjórnar Ungmennafélags Tindastóls sem sagði m.a. í yfirlýsingu sinni frá því í 25. febrúar 2018, orðrétt: „...Kemur þessi frétt í kjölfar #MeToo umræðunnar þar sem konur í fjölmörgum greinum stigu fram og sögðu frá sinni reynslu af kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi, þöggun og lítilsvirðingu. Konur í íþróttum voru þar á meðal og áttu sumar af þeim sögum sem nístu hjartað hvað mest. Þessar frásagnir kvennanna í Stundinni gerðu það einnig.

Það er mikilvægt að íþróttahreyfingin í heild sinni hlusti á þessar raddir þolenda og aðstandenda þeirra, læri af þeim og bregðist við af fullum þunga. Ábyrgð stjórnenda, formanna, forsvarsmanna og þjálfara er þar mikil. Stjórnendur Ungmennafélagsins Tindastóls vilja því sérstaklega taka fram að félagið stendur með þolendum. Við tökum ábyrgð okkar alvarlega og við tökum málstað þolenda alvarlega. Kynferðislegt ofbeldi, kynferðisleg áreitni, einelti eða annað ofbeldi verður ekki undir neinum kringumstæðum liðið í starfi Ungmennafélagsins Tindastóls...“

„Við þetta viljum við bæta og lýsa því hér með formlega yfir að deildinni urðu á stór mistök“

Við þetta viljum við bæta og lýsa því hér með formlega yfir að deildinni urðu á stór mistök í maí á síðasta ári með stuðningsyfirlýsingu sinni við Ragnar Þór Gunnarsson, þáverandi leikmann liðsins, sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot. Sú yfirlýsing átti ekki rétt á sér og þykir okkur leitt að hafa ekki staðið með okkar fólki, hafa valdið því vonbrigðum og þolendum óþarfa sársauka.

Hvað varðar mál fyrrum starfsmanns okkar sem fjallað er um í Stundinni síðastliðna helgi, en þar koma fram 12 stúlkur og segja sína sögu um samskipti við manninn, er ljóst að deildinni urðu á óafsakanleg mistök við ráðningu hans í barna- og unglingastarf félagsins. 
Maðurinn er ekki dæmdur fyrir nein brot, en slíkt afsakar ekki í þessu tilviki að við gerðum okkur ekki á neinn hátt grein fyrir því hversu miklum vonbrigðum við vorum að valda félagsmönnum okkar og þeim þolendum sem hafa nú stigið fram og sagt sögu sína.

Því miður getum við ekki breytt því sem liðið er eða hvað þá tekið til baka þær ákvarðanir sem hafa verið teknar í fortíðinni. En við vonum að við getum á einhvern hátt sýnt sársauka þolenda virðingu með því að biðjast afsökunar á ákvörðunum okkar og reyna að leggja okkar af mörkum til þess að félagið verði vel í stakk búið til taka RÉTT á málum í framtíðinni. Málum eins og hafa komið upp í umræðuna í kjölfar #MeToo byltingarinnar sem og öðrum málum sem ekki eiga heima í heimi íþróttanna, frekar en annarsstaðar. Eins og fram kemur í yfirlýsingum Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Aðalstjórnar Ungmennafélags Tindastóls hefur vinna staðið yfir í vetur við að skrifa siðareglur fyrir félagið og er það vel. Til að taka ábyrgð á mistökum okkar segjum við okkur frá störfum okkar fyrir félagið. Það er okkar von að með þessari yfirlýsingu skapist friður um störf knattspyrnudeildar Tindastóls og félagsins alls. Áfram Tindastóll 

Virðingarfyllst, Bergmann Guðmundsson og Guðjón Örn Jóhannsson

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár