Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum, er nátengdur einu stærsta verktakafyrirtæki Reykjavíkur, sem stendur að byggingu fjölda fasteigna um alla borg. Verktakafyrirtækið heitir Þingvangur.
Ef Eyþór verður borgarfulltrúi eða borgarstjóri í Reykjavík mun hann þurfa að taka ákvarðanir, beint eða óbeint, sem snúast um eða snerta hagsmuni þessa stóra verktakafyrirtækis, nema þá að hann segi sig frá allri slíkri aðkomu vegna vanhæfis.
Viðskiptafélagi og tengdafaðir Eyþórs
Einm helsti viðskiptafélagi Eyþórs, Hörður Jónsson, er varamaður í stjórn Þingvangs og faðir eiganda og framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins. Hörður er jafnframt fósturfaðir eiginkonu Eyþórs.
Hörður er húsasmíðameistari og hafa þeir Eyþór unnið saman í viðskiptum um árabil, meðal annars í fyrirtækjunum Strokki Energy, Krossaneseignum - eignarhaldsfélagi utan um fasteign álþynnuverksmiðju á Akureyri, Hagavatnsvirkjun og Íslenskri vatnsorku. Hörður er auk þess varamaður í stjórnum tveggja eignarhaldsfélaga sem eiga Þingvang, Eignasamsteypunni og Íslandsbersa.
Hörður Jónsson er faðir eiganda og framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins, Pálma Harðarsonar. …
Athugasemdir