Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Það skemmtilegasta sem ég geri“

Nýj­asti með­lim­ur Stuð­manna, bassa­leik­ar­inn Ingi­björg Elsa Turchi, lif­ir á tón­list­inni.

„Það skemmtilegasta sem ég geri“

Ég held ég sé búin að lifa einungis á tónlistartengdum verkefnum í tvö til þrjú ár og eru þau jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Allt frá því að spila með eigin hljómsveitum, í öðrum verkefnum sem sessionleikari, í gjörningi hjá Ragnari Kjartanssyni myndlistarmanni og að sjá um námskeið hjá Stelpur rokka!, sem er með því mest gefandi sem ég hef gert á ævinni.

Ég lærði á hin ýmsu hljóðfæri frá 6-14 ára aldurs, og var í tónlistarskóla FÍH samhliða háskólanámi í forngrísku og latínu. Ég kenndi forngrísku í MR í eitt ár eftir útskrift og starfaði aðeins við þýðingar en svo kallaði tónlistin meira á mig. 

Að starfa sem tónlistarmaður þýðir bara að spila rosalega mikið og forgangsraða því sem maður tekur að sér. Um þessar mundir spila ég í mörgum fjölbreyttum verkefnum og má þar má meðal annarra nefna Babies-flokkinn, Stuðmenn, Special- K, Soffíu Björgu, Jae Tyler og Teit Magnússon, og svo gaf ég nýlega út 7” plötu á vegum SMIT Records. Þetta getur allt verið erfitt, eins og önnur vinna, en þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta það skemmtilegasta sem ég geri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár