Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Dönsk samtímalist, norrænt bíó og reykvísk þjóðlagahátíð

Úr­val tón­leika, sýn­inga og við­burða dag­ana 23. fe­brú­ar til 8. mars.

Dönsk samtímalist, norrænt bíó og reykvísk þjóðlagahátíð

Tak i lige måde: Samtímalist frá Danmörku

Hvar? Hafnarhúsið 
Hvenær? 23. febrúar–21. maí
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Í ár er heil öld síðan að Ísland hlaut fullveldi og síðan þá hefur heimsmynd fyrrum herraþjóðar hennar, Danmörku, tekið stakkaskiptum. Samhliða því að umsvifum þjóðarinnar á alþjóðavettvangi hefur farið minnkandi hefur mikil gróska átt sér stað í myndlistarheimi hennar. Þessi fjölbreytta sýning reynir að fanga stefnur og strauma fjögurra valinkunnra danskra samtímalistarmanna. Sýningin verður opnuð 23. febrúar kl. 20.00, en klukkan 21.00 ræðir danski myndlistarmaðurinn Jesper Just við Markús Þór Andrésson sýningarstjóra um verk sín og feril.

Norræna kvikmyndahátíðin

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? 22.–27. febrúar
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á þessari hátíð, sem hefur verið haldin frá 2012, er reynt að kynna gestum fyrir breiðu úrvali af vönduðum kvikmyndum, heimildarmyndum og stuttmyndum frá Norðurlöndunum. Í ár má sjá verðlaunamyndirnar „The Square“, The Punk Syndrome“, „The Unknown Soldier“ og fleiri að kostnaðarlausu og með enskum texta. Frímiða er hægt að panta á tix.is.

Brött brekka, Great Grief, Spünk, World Narcosis

Hvar? Húrra
Hvenær? 28. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Á lokakvöldi febrúarmánaðarins munu þessar fjórar ærslafullu hljómsveitir bjóða gestum að mosha í gegnum nóttina og fagna bjartari dögum. Fram koma indí rokkararnir í Brattri brekku, harðkjarna-pönksveitin Great Grief, lotningarlausu rokkararnir í Spünk, og drungalega pönksveitin World Narcosis.

Meðgönguljóð nr. 26, 27 & 28

Hvar? Mengi
Hvenær? 28. febrúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Meðgönguljóð er bókaflokkur Partusar sem er helgaður nýjabruminu í íslenskri ljóðlist, og á þessu kvöldi er haldið upp á þrjár mismunandi útgáfur í þessum flokki. Lesið verður úr bókunum „Salt“ eftir Maríu Ramos, „FREYJA“ eftir Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur, og „Ódauðleg brjóst“ eftir Ásdísi Ingólfsdóttur. Léttar veitingar verða í boði.

Stockfish-kvikmyndahátíð

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 1.–11. mars
Aðgangseyrir: 10.990 kr.

Yfir 20 handvaldar alþjóðlegar verðlaunamyndir eru sýndar á Stockfish-hátíðinni sem er haldin núna í fjórða skiptið. Innlent og erlent kvikmyndagerðarfólk, eins og Arne Bro og Steve Gravestock, tekur þátt í pallborðsumræðum. Einnig er fjölbreytt úrval af vinnustofum, meðal annars einni fyrir norrænar kvikmyndagerðarkonur.

Reykjavík Folk festival

Hvar? KEX Hostel
Hvenær? 1.–3. mars
Aðgangseyrir: 3.300 kr. fyrir eitt kvöld, 6.600 kr. fyrir hátíðarpassa.

Þjóðlagatónlistarhátíðin Reykjavík Folk Festival er þriggja daga tónlistarveisla með fjölbreyttri þjóðlagatónlistarflóru af hinni ýmsu gerð, með listamönnum á öllum aldri og með skemmtilega ólíkan bakgrunn. Fram koma meðal annars Soffía Björg, Pétur Ben, Lára Rúnars, Myrra Rós og Teitur Magnússon.

Moses Hightower

Hvar? Húrra
Hvenær? 2. & 3. mars kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Ljúflingarnir í Moses Hightower gáfu út plötuna „Fjallaloft“ í fyrra, en á henni heldur hljómsveitin áfram að fjalla um náin viðfangsefni á blíðan hátt með silkimjúku undirspili. Búast má við því að heyra flest lögin af þeirri plötu á þessum tónleikum, svo og vel valin lög af fyrri plötunum, „Önnur Mósebók“ og „Búum til börn“.

Girl Power-danspartí

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 8. mars kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Á þessu danskvöldi, sem er haldið á alþjóðadag kvenna, verða spilaðir margir af helstu slögurum síðustu ára; Diana Ross, Beyonce, Janis Joplin, Ragga Gísla, Heart, Aretha Franklin, Jennifer Lopez, Dorothy, Emiliana Torrini, svo áfram mætti halda. Hluti af ágóðanum af miðasölunni rennur til Stígamóta.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu