Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

71 prósent Íslendinga með Costco-kort

Ís­lend­ing­ar virð­ast hafa sleg­ið heims­met í að­ild að Costco. Gera má ráð fyr­ir því að Costco hagn­ist um meira en hálf­an millj­arð króna á ári af ís­lensk­um með­lima­kort­um.

71 prósent Íslendinga með Costco-kort

71 prósent Íslendinga eru með kort í Costco, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Um 80 prósent Íslendinga á aldrinum 30 til 49 ára eru skráðir meðlimir hjá Costco, en kortið kostar 4.800 krónur á ári. 

Um 190 þúsund fjölskyldur og einstæðir einstaklingar eru á Íslandi og má því gera ráð fyrir að tekjur Costco af íslenskum meðlimum einum og sér sé um 650 milljónir króna á ári, út frá því að 135 þúsund fjölskyldur eða einstaklingar hafi aðildarkort.

Tekjuháir eru mun líklegri en aðrir til þess að eiga kort í Costco. Þannig eiga aðeins 49 prósent þeirra sem hafa tekjur undir 250 þúsund slíkt kort, en 83 prósent þeirra sem hafa 800 þúsund krónur til eina milljón í mánaðartekjur.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hyggjast 60 prósent Íslendinga endurnýja aðild sína að bandarísku stórversluninni.

Líklegra er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu með Costco-kort. Aðeins 23 prósent þeirra eiga ekki kort í Costco. Þrátt fyrir fjarlægðina frá versluninni eru 60 prósent íbúa á landsbyggðinni með kort í Costo.

Út frá stjórnmálaskoðunum er sá hópur sem helst á kort í Costco eru stuðningsmenn Miðflokksins, en 81 prósent þeirra eru meðlimir.

Stuðningsfólk Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er ólíklegast til þess að vera með kort í Costco. 

Lýðfræðileg dreifingHelst eru það tekjulágir sem eiga ekki kort í Costco.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár