Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

71 prósent Íslendinga með Costco-kort

Ís­lend­ing­ar virð­ast hafa sleg­ið heims­met í að­ild að Costco. Gera má ráð fyr­ir því að Costco hagn­ist um meira en hálf­an millj­arð króna á ári af ís­lensk­um með­lima­kort­um.

71 prósent Íslendinga með Costco-kort

71 prósent Íslendinga eru með kort í Costco, samkvæmt nýrri könnun MMR.

Um 80 prósent Íslendinga á aldrinum 30 til 49 ára eru skráðir meðlimir hjá Costco, en kortið kostar 4.800 krónur á ári. 

Um 190 þúsund fjölskyldur og einstæðir einstaklingar eru á Íslandi og má því gera ráð fyrir að tekjur Costco af íslenskum meðlimum einum og sér sé um 650 milljónir króna á ári, út frá því að 135 þúsund fjölskyldur eða einstaklingar hafi aðildarkort.

Tekjuháir eru mun líklegri en aðrir til þess að eiga kort í Costco. Þannig eiga aðeins 49 prósent þeirra sem hafa tekjur undir 250 þúsund slíkt kort, en 83 prósent þeirra sem hafa 800 þúsund krónur til eina milljón í mánaðartekjur.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hyggjast 60 prósent Íslendinga endurnýja aðild sína að bandarísku stórversluninni.

Líklegra er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu séu með Costco-kort. Aðeins 23 prósent þeirra eiga ekki kort í Costco. Þrátt fyrir fjarlægðina frá versluninni eru 60 prósent íbúa á landsbyggðinni með kort í Costo.

Út frá stjórnmálaskoðunum er sá hópur sem helst á kort í Costco eru stuðningsmenn Miðflokksins, en 81 prósent þeirra eru meðlimir.

Stuðningsfólk Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er ólíklegast til þess að vera með kort í Costco. 

Lýðfræðileg dreifingHelst eru það tekjulágir sem eiga ekki kort í Costco.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár