Ólafur Hafsteinn Einarsson hefur ásamt Öryrkjabandalagi Íslands og Landssamtökunum Þroskahjálp óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra til að hefja rannsókn á vistun fatlaðra barna og fullorðins fatlaðs fólks á vistheimilum. Núverandi lög um rannsókn á vistheimilum og sanngirnisbótum ná aðeins utan um vistun barna, en vistheimilanefnd hefur tvívegis lagt til að verklaginu yrði breytt til að einnig sé hægt að skoða mál fullorðinna.
Ólafur er öryrki með samsetta fötlun, en hann er lögblindur, flogaveikur og með væga þroskahömlun. Hann hefur verið vistaður á unglingaheimili, sjúkrahúsi, sambýli og í kvennafangelsi, en í viðtali í Stundinni í október síðastliðnum lýsti hann því í smáatriðum hvernig komið var fram við hann í kvennafangelsinu Bitru.
Athugasemdir