Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur fékk rúmlega tvöfalda þá upphæð sem rekstur bílsins kostar

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda kost­ar rekst­ur bíls Ásmund­ar Frið­riks­son­ar rúm­lega helm­ingi minna en Al­þing­in greiddi hon­um vegna akst­urs­kostn­að­ar. Hann fékk því um tvær og hálfa millj­ón króna í end­ur­greiðsl­ur um­fram áætl­að­an kostn­að.

Ásmundur fékk rúmlega tvöfalda þá upphæð sem rekstur bílsins kostar
Ásmundur Friðriksson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið endurgreiðslur frá íslenska ríkinu vegna aksturs síns upp á 385 þúsund krónur á mánuði að meðaltali.

Rekstur á bíl Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, hefði átt að kosta rúmlega helmingi minna en þær 4,6 milljónir króna sem hann fékk endurgreiddar vegna aksturskostnaðar frá Alþingi. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að það kosti rúmar 2 milljónir króna á ári að reka Kia Sportage jeppling Ásmundar, miðað við notkun hans á bílnum í fyrra, samkvæmt útreikningum sem Morgunútvarp Rásar 2 óskaði eftir.

Ásmundur keypti bílinn notaðan í desember 2016, en nýr kostaði slíkur bíll 6,7 milljónir króna í maí 2016. Árið 2017 ók Ásmundur tæpa 48 þúsund kílómetra og því reiknar FÍB með því að bíllinn falli meira í verði en meðalbíll, eða um 18% milli ára. Ásett verð bílsins nú gæti því verið í kringum 3,8 milljónir króna.

FÍB reiknar einnig fjármagnskostnað inn í dæmið, eða þá töpuðu innlánsvexti sem hefðu fengist fyrir peningana sem bíllinn kostaði. Alls nemur kostnaðurinn 2.071.376 krónum, eða meira en helmingi minna en Alþingi greiddi Ásmuni í akstursbætur. FÍB reiknaði einnig rekstrarkostnað bílsins ef hann hefði verið keyptur nýr og hækkar þá upphæðin í 2,44 milljónir króna.

Útreikningar FÍB líta svona út:

653.676 kr – Dísilolía
270.000 kr – Viðhald og viðgerðir
90.000 kr   – Hjólbarðar
160.000 kr – Tryggingar
26.000 kr   – Skattar og skoðun
13.000 kr   – Bílastæðakostnaður
36.000 kr   – Þrif og fleira
684.000 kr – Verðrýrnun
138.700 kr – Fjármagnskostnaður
Samtals: 2.071.376 krónur

Greiðslur umfram áætlaðan kostnað: Um 2,5 milljónir króna.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjör þingmanna

Mest lesið

Forðast ólgu svo það sé áfram gaman í Samfylkingunni
6
Greining

Forð­ast ólgu svo það sé áfram gam­an í Sam­fylk­ing­unni

Sam­fylk­ing­ar­fólki hef­ur tek­ist að halda aft­ur af ólgu og upp­gjöri inn­an eig­in raða því flokks­fé­lag­ar vilja öðru frem­ur að flokk­ur­inn við­haldi góðu gengi. Fyrr­ver­andi ráð­herra lík­ir tök­um Kristrún­ar Frosta­dótt­ur á stjórn flokks­ins við stöðu Dav­íðs Odds­son­ar á síð­ustu öld. Flokks­menn eru þó mis­sátt­ir við stöðu Dags B. Eggerts­son­ar, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu