Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ásmundur fékk rúmlega tvöfalda þá upphæð sem rekstur bílsins kostar

Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Fé­lags ís­lenskra bif­reiða­eig­enda kost­ar rekst­ur bíls Ásmund­ar Frið­riks­son­ar rúm­lega helm­ingi minna en Al­þing­in greiddi hon­um vegna akst­urs­kostn­að­ar. Hann fékk því um tvær og hálfa millj­ón króna í end­ur­greiðsl­ur um­fram áætl­að­an kostn­að.

Ásmundur fékk rúmlega tvöfalda þá upphæð sem rekstur bílsins kostar
Ásmundur Friðriksson Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur fengið endurgreiðslur frá íslenska ríkinu vegna aksturs síns upp á 385 þúsund krónur á mánuði að meðaltali.

Rekstur á bíl Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, hefði átt að kosta rúmlega helmingi minna en þær 4,6 milljónir króna sem hann fékk endurgreiddar vegna aksturskostnaðar frá Alþingi. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að það kosti rúmar 2 milljónir króna á ári að reka Kia Sportage jeppling Ásmundar, miðað við notkun hans á bílnum í fyrra, samkvæmt útreikningum sem Morgunútvarp Rásar 2 óskaði eftir.

Ásmundur keypti bílinn notaðan í desember 2016, en nýr kostaði slíkur bíll 6,7 milljónir króna í maí 2016. Árið 2017 ók Ásmundur tæpa 48 þúsund kílómetra og því reiknar FÍB með því að bíllinn falli meira í verði en meðalbíll, eða um 18% milli ára. Ásett verð bílsins nú gæti því verið í kringum 3,8 milljónir króna.

FÍB reiknar einnig fjármagnskostnað inn í dæmið, eða þá töpuðu innlánsvexti sem hefðu fengist fyrir peningana sem bíllinn kostaði. Alls nemur kostnaðurinn 2.071.376 krónum, eða meira en helmingi minna en Alþingi greiddi Ásmuni í akstursbætur. FÍB reiknaði einnig rekstrarkostnað bílsins ef hann hefði verið keyptur nýr og hækkar þá upphæðin í 2,44 milljónir króna.

Útreikningar FÍB líta svona út:

653.676 kr – Dísilolía
270.000 kr – Viðhald og viðgerðir
90.000 kr   – Hjólbarðar
160.000 kr – Tryggingar
26.000 kr   – Skattar og skoðun
13.000 kr   – Bílastæðakostnaður
36.000 kr   – Þrif og fleira
684.000 kr – Verðrýrnun
138.700 kr – Fjármagnskostnaður
Samtals: 2.071.376 krónur

Greiðslur umfram áætlaðan kostnað: Um 2,5 milljónir króna.

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kjör þingmanna

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár