Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Úrskurðarnefnd vísaði frá beiðni Stundarinnar um upplýsingar um akstursgjöld þingmanna

Stund­in kærði þá nið­ur­stöðu skrif­stofu Al­þing­is að veita Stund­inni ekki upp­lýs­ing­ar um akst­urs­gjöld þing­manna. Skrif­stofa Al­þing­is hafn­aði sams kon­ar beiðni frá Stund­inni og for­seti Al­þing­is, Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sam­þykkti að veita upp­lýs­ing­ar um í síð­ustu viku á grund­velli spurn­ing­ar frá Birni Leví Gunn­ars­syni.

Úrskurðarnefnd vísaði frá beiðni Stundarinnar um upplýsingar um akstursgjöld þingmanna
„Duglegur“ að keyra Ásmundur Friðriksson svaraði því til að hann væri „ duglegur að heimsækja fólkið í kjördæminu“ þegar Stundin spurði hann um akstur hans á kostnað Alþingis fyrir tæpu hálfu ári. Stundin hafði heimildir fyrir því að hann keyrði mikið í vinunni og hefur nú komið í ljós að hann keyrir mest þingmanna.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur hafnað beiðni Stundarinnar um að skrifstofu Alþingis verði gert skylt að afhenda blaðinu upplýsingar um akstursgjöld þingmanna. Þetta kemur fram í úrskurði sem nefndin kvað upp á föstudaginn 9. febrúar og Stundin fékk sendan í gær. Í úrskurðinum kemur fram að nefndin vísi kæru Stundarinnar vegna synjunar skrifstofu Alþingis frá sökum þess að upplýsingalög ná ekki yfir starfsemi Alþingis. „Að framansögðu er ljóst að starfsemi Alþingis og stofnana þess fellur utan gildissviðs upplýsingalaga. [...] Með vísan til framangreinds ber að vísa þessu máli frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.“ 

Kærunni vísað fráVegna þess að upplýsingalög ná ekki yfir starfsemi Alþingis, meðal annars greiðslur eins og akstursgjöld þingmanna, var kæru Stundarinnar vísað frá.

Aksturskostnaður „einkamál“ þingmanna

Í ágúst og september síðastliðnum gerði Stundin árangurslausar tilraunir til að fá lista yfir þá þingmenn sem keyrðu mest í vinnu sinni á kostnað ríkisins. Akstursgjöldin sem þingmennirnir innheimta eru skilgreind sem endurgreiddur kostnaður og eru skattfrjáls. Þá hafði Alþingi endurgreitt þingmönnum 171 milljón króna vegna aksturs þeirra á eigin bifreiðum á kjörtímabilinu þar á undan og á þeim tíma sem liðin var af því síðasta. En Stundin fékk bara þessa heildarupplýsingar. Stundin fékk hins vegar ekki frekari upplýsingar, hvorki lista með nöfnum þingmanna né lista með þeim þingmönnum sem keyra mest þar sem búið væri að fjarlægja nöfn þeirrra. Báðum beiðnum Stundarinnar var hafnað. 

Í svari frá Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, sagði meðal annars að skrifstofan liti svo á að akstur þingmanna væri „einkamál“ þeirra.  „Skrifstofa Alþingis verður því jafnan við beiðnum um upplýsingar um málefni Alþingis í samræmi við upplýsingalög, þó að ákvæði þeirra taki ekki til Alþingis. Hefur verið leitast við að taka saman og útbúa upplýsingar eftir því sem tök eru á. Skrifstofan hefur litið svo á að akstur þingmanna og samband þeirra við kjósendur séu einkamál þeirra og að einkahagsmunir þingmanna geti leitt til þess að takmarka verði upplýsingagjöf eins og gert er skv. 9. gr. upplýsingalaga. Hvernig og með hvaða hætti þingmenn sinna sínum kjördæmum hefur sem sagt verið talið til einkamálefna þeirra. Skrifstofan hefur því ekki látið vinna sérstaklega úr bókhaldi sínu yfirlit yfir akstur hvers og eins þingmanns til birtingar, heldur aðeins látið taka saman hver sé heildarkostnaður af akstri þingmanna skv. endurgreiddum reikningum. En hver og einn þingmaður getur að sjálfsögðu samþykkt að veittar verði upplýsingar um akstursgreiðslur til hans eða veitt þær sjálfur, sbr. 9. gr. upplýsingalaga.“

Bent skal á að Helgi sagði að einungis væri hægt að nálgast þessar upplýsingar ef einstaka þingmenn myndu ákveða að gefa þær upp þrátt fyrir að Stundin hafi einnig beðið um ópersónugreinanlegar upplýsingar

Stundin kærði þessa synjun skrifstofu Alþingis til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í byrjun þessa árs og kom niðurstaða nefndarinnar á föstudaginn. 

„Ég hef veitt þær upplýsingar sem ég hef heimild til.“

Forsetinn svaraði en ekki skrifstofustjórinnSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, veitti meiri upplýsingar um akstursgjöldin en skrifstofustjóri Alþingis.

Þingmaður fær svör en ekki fjölmiðill

Daginn áður, þann 8. febrúar 2018, svaraði forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, hins vegar fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, um akstursgjöldin og veitti þá þær upplýsingar sem skrifstofa Alþingis vildi ekki veita Stundinni í ágúst, september 2017 og í janúar 2018. Steingrímur veitti þá upplýsingar - án nafna - um þá 10 þingmenn sem hafa fengið hæstu endurgreiðslurnar vegna akstursgjalda á árunum 2013 til 2017. 

Efstur á listanum er Ásmundur Friðriksson sem fékk 4,6 milljóna króna endurgreiðslur í fyrra vegna aksturs á eigin bifreið eða sem nemur 385 þúsund krónur á mánuði.  Þegar Stundin spurði Ásmund um innheimt akstursgjöld hans í september í fyrra neitaði hann að gefa þau upp en sagði: „Ég er duglegur að heimsækja fólkið í kjördæminu.“

Það sem vekur mikla athygli í þessum svörum skrifstofu Alþingis í fyrra og í janúar í ár, og eins í svörum forseta Alþingis, er að skrifstofan neitaði að veita fjölmiðli sömu upplýsingar og forseti þingsins hefur nú ákveðið að sé í lagi að veita þingmanni. Helgi Bernódusson sagði meðal annars í september um málið: „Ég hef veitt þær upplýsingar sem ég hef heimild til.“ 

Lítill áhugi á málinu á Alþingi

Meðal annars vegna þessara svara, eða skorts á svörum, ákvað Stundin að spyrja alla þingmenn landsins að því hvort þeim hugnaðist að lögum og reglum um upplýsingagjöf um Alþingi yrði breytt þannig að upplýsingalög myndu einnig ná yfir Alþingi. Takmarkaður áhugi var hjá þingmönnum um að svara þessari spurningu. Í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra kom samt fram að hún teldi að upplýsingalög ættu einnig að ná yfir starfsemi Alþingis sem og dómstóla. 

Einungis sjö þingmenn Vinstri grænna svöruðu spurningunum auk þess sem þingflokkur Samfylkingarinnar sendi sameiginlegt svar í gegnum Oddnýju Harðardóttur þingflokksformann. 

Til þess að upplýsingalög geti náð yfir starfsemi Alþingis, meðal annars vegna greiðslna til þingmanna eins og umræddra akstursgjalda, þarf hins vegar að breyta lögum og reglum um upplýsingagjöf þingsins. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál getur ekkert annað gert en að vísa frá kærum sem snúa að upplýsingagjöf um starfsemi Alþingis þar sem lögin sem starfsemi nefndarinnar byggjast á ná ekki yfir þessa stofnun. Þar af leiðandi getur fólk ekki heldur komist að því eftir opinberum leiðum hverjir aðrir það eru sem hafa keyrt mest á Alþingi Íslendinga ásamt Ásmundi Friðrikssyni. 

Þetta mun ekki breytast nema að löggjafinn, Alþingi, breyti þess og þá þurfa þingmenn að taka sig saman um það að mikilvægt sé að breyta þessu til að gagnsæi verði meira á Alþingi og setja í kjölfarið ný lög sem myndu láta upplýsingalögin ná yfir starsemi þingsins.  Miðað við svör þingmanna til Stundarinnar nú í janúar er hins vegar afar takmarkaður áhugi á málinu og væntanlega þar af leiðandi slíkum breytingum á lögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Akstursgjöld

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Siðanefnd: Þórhildur Sunna „skaðaði ímynd“ Alþingis með ummælum um Ásmund
Fréttir

Siðanefnd: Þór­hild­ur Sunna „skað­aði ímynd“ Al­þing­is með um­mæl­um um Ásmund

For­sæt­is­nefnd vildi ekki láta kanna hvort Ásmund­ur Frið­riks­son hefði brot­ið siða­regl­ur þeg­ar hann fékk end­ur­greidd­an akst­urs­kostn­að langt um­fram það sem regl­ur um þing­far­ar­kostn­að gera ráð fyr­ir. Hins veg­ar vís­aði for­sæt­is­nefnd kvört­un Ásmund­ar und­an Þór­hildi Sunnu og Birni Leví til siðanefnd­ar Al­þing­is – og nú hef­ur siðanefnd­in kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Þór­hild­ur Sunna hafi brot­ið siða­regl­ur.
Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi
Fréttir

Akst­urs­greiðslu­mál „ekki sam­bæri­leg“ Klaust­urs­máli og eng­in álita­efni um hæfi

Helgi Bernód­us­son, skrif­stofu­stjóri Al­þing­is, seg­ir að ekki hafi ver­ið tal­ið til­efni til að beina því til nefnd­ar­manna for­sæt­is­nefnd­ar að meta hæfi sitt með hlið­sjón af regl­um stjórn­sýslu­rétt­ar­ins þeg­ar er­indi Björns Levís Gunn­ars­son­ar um akst­urs­kostn­að þing­manna voru af­greidd. Er­indi Björns hafi ekki feng­ið „stöðu siða­reglu­máls“.
Túlkun forsætisnefndar: Þingmenn þurftu ekki að fylgja fyrirmælum um bílaleigubíla – skrifstofan enn að „innleiða“ reglurnar
Greining

Túlk­un for­sæt­is­nefnd­ar: Þing­menn þurftu ekki að fylgja fyr­ir­mæl­um um bíla­leigu­bíla – skrif­stof­an enn að „inn­leiða“ regl­urn­ar

Ákvæði siða­reglna al­þing­is­manna, um að þeir skuli sjá til þess að end­ur­greiðsla fyr­ir út­gjöld sé í full­komnu sam­ræmi við regl­ur um þing­far­ar­kostn­að, tók ekki til reglna um bíla­leigu­bíla þrátt fyr­ir að skrif­stofa þings­ins bæði þing­menn um að fylgja regl­unni.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
2
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
7
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
8
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu