Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Stólaði á að þetta myndi borga sig“

Logi Leó Gunn­ars­son seg­ir að það hafi ekki hvarfl­að að hon­um að verða ekki lista­mað­ur.

„Stólaði á að þetta myndi borga sig“

Þegar ég kláraði menntaskóla vissi ég að mig langaði ekki í hefðbundið háskólanám; ég vildi gera eitthvað skapandi þannig að ég sótti um bæði grafíska hönnun og myndlist í Listaháskólanum. Ég varð mjög leiður þegar ég fékk að heyra að ég hafi komist inn í grafíska hönnun, en degi síðar heyrði ég að ég hefði líka komist inn í myndlistina.

Mamma mín útskrifaðist úr LhÍ 2002 og ég átti frekar gott myndlistarlegt uppeldi, en raunverulegur áhugi minn á list vaknaði þegar ég bjó í Svíþjóð. Ég var í MR fyrstu tvö árin í menntaskóla og þrátt fyrir að finna mig ekki þar þá var gott félagslíf og góður andi í skólanum. Þegar við fjölskyldan fluttum út í eitt ár fór ég á IB braut og fannst það vera mjög félagslega einangrandi þannig að ég byrjaði að teikna á hverjum degi og þróaði teiknistíl sem ég er ennþá svolítið fastur í.

Ég kom aftur og útskrifaðist síðan úr MH og LhÍ, og finnst í dag mjög skemmtilegt að vera listamaður. Ég hef unnið í 11 ár í bíóhúsum og er í uppsetningarvinnu hjá listasöfnum, en ég eyði að minnsta kosti tveimur tímum á dag í eigin list. Ég stólaði á að þetta myndi borga sig og það hefur verið erfiðisvinna, en ég held að hún hafi gert það.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár