Þegar ég kláraði menntaskóla vissi ég að mig langaði ekki í hefðbundið háskólanám; ég vildi gera eitthvað skapandi þannig að ég sótti um bæði grafíska hönnun og myndlist í Listaháskólanum. Ég varð mjög leiður þegar ég fékk að heyra að ég hafi komist inn í grafíska hönnun, en degi síðar heyrði ég að ég hefði líka komist inn í myndlistina.
Mamma mín útskrifaðist úr LhÍ 2002 og ég átti frekar gott myndlistarlegt uppeldi, en raunverulegur áhugi minn á list vaknaði þegar ég bjó í Svíþjóð. Ég var í MR fyrstu tvö árin í menntaskóla og þrátt fyrir að finna mig ekki þar þá var gott félagslíf og góður andi í skólanum. Þegar við fjölskyldan fluttum út í eitt ár fór ég á IB braut og fannst það vera mjög félagslega einangrandi þannig að ég byrjaði að teikna á hverjum degi og þróaði teiknistíl sem ég er ennþá svolítið fastur í.
Ég kom aftur og útskrifaðist síðan úr MH og LhÍ, og finnst í dag mjög skemmtilegt að vera listamaður. Ég hef unnið í 11 ár í bíóhúsum og er í uppsetningarvinnu hjá listasöfnum, en ég eyði að minnsta kosti tveimur tímum á dag í eigin list. Ég stólaði á að þetta myndi borga sig og það hefur verið erfiðisvinna, en ég held að hún hafi gert það.
Athugasemdir