Gerður Ósk Hjaltadóttir hefur lifað við erfið veikindi frá unglingsárunum. Hún missti húð á höndum og fótum við álag vegna sjálfsofnæmis, en er núna komin á betri stað og byrjuð að hjálpa öðrum með því að stofna hóp á Facebook til að deila góðum ráðum um betrun.
„Vinkonu minni, Sólveigu Björnsdóttur, datt í hug að stofna svona hóp en sjálfa hefur mig lengi langað til að gera eitthvað þar sem konur og karlar geta deilt sögum af sjálfum sér – hvað hjálpar viðkomandi, hvernig hægt er að styrkja hvert annað án þess að vera að dæma og fundið ráð,“ segir Gerður Ósk Hjaltadóttir.
„Markmiðið er að geta hjálpað. Fólk á að geta farið inn á þessa síðu og fundið einhvern vettvang til að deila reynslu sinni, hjálpað hvað öðru og leiðbeint þannig að við getum verið besta útgáfan af okkur sjálfum. Það er aðalfókusinn – hvaða leið sem við viljum …
Athugasemdir