Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Mynd­band: Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þræt­ir fyr­ir að hafa brot­ið lög við skip­un dóm­ara þrátt fyr­ir skýra nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur og Hæsta­rétt­ar Ís­lands.

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra þrætti fyrir það á Alþingi í dag að dómarar við Landsrétt hefðu verið skipaðir með ólöglegum eða ólögmætum hætti. 

Sem kunnugt er hafa Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi brotið lög, 10. gr. stjórnsýslulaga, við skipun Landsréttardómara. Í þessu fólst að ráðherra sýndi ekki fram á – með fullnægjandi rannsókn og rökstuðningi í samræmi við þær kröfur sem á henni hvíla samkvæmt stjórnsýslulögum – að hún hefði skipað hæfustu umsækjendurna sem dómara við hið nýja millidómsstig. 

„Ekki er um það að ræða að dómarar við Landsrétt séu ekki skipaðir með lögmætum hætti,“ sagði Sigríður Andersen í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gerði að umtalsefni þann möguleika að ólögmæt skipun dómara leiddi til þess að dómar yrðu ómerktir, samanber nýlegar fregnir af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins. 

Sigríður viðurkenndi í svari sínu að samkvæmt dómum Hæstaréttar í Landsréttarmálinu hefði hún ekki uppfyllt rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga. Svo bætti hún við: „Á það hefur verið bent og ég árétta það enn og aftur að um er að ræða matskennda reglu stjórnsýsluréttarins.“

Af þessu dró hún svo eftirfarandi ályktanir: „Ekki er um það að ræða að dómarar við landsrétt séu ekki skipaðir með lögmætum hætti. Hér var fylgt lögformlegu ferli. Þeir eru skipaðir í samræmi við lög sem eru ákaflega skýr sem kveða á um að ráðherra leggi tillögu fyrir Alþingi.“ 

Í lok ræðunnar ítrekaði hún að lögum hefði verið fylgt við skipun dómara: „Það er því ekki um það að ræða að mínu mati að dómarar hafi ekki verið skipaðir með löglegum hætti.“ 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur áður sagst ósammála Hæstarétti, hafnað sjónarmiðum sem fram koma í dómum Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur og dregið upp villandi mynd af því sem fram kemur í dómum Hæstaréttar um verklag sitt við skipun dómara. Hins vegar hefur hún ekki fyrr en nú gengið svo langt að hafna því alfarið, þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla, að lögum hafi ekki verið fylgt við skipun dómara við Landsrétt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu