Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Mynd­band: Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þræt­ir fyr­ir að hafa brot­ið lög við skip­un dóm­ara þrátt fyr­ir skýra nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur og Hæsta­rétt­ar Ís­lands.

Sigríður segist hafa skipað dómara „með löglegum hætti“

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra þrætti fyrir það á Alþingi í dag að dómarar við Landsrétt hefðu verið skipaðir með ólöglegum eða ólögmætum hætti. 

Sem kunnugt er hafa Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur Íslands komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi brotið lög, 10. gr. stjórnsýslulaga, við skipun Landsréttardómara. Í þessu fólst að ráðherra sýndi ekki fram á – með fullnægjandi rannsókn og rökstuðningi í samræmi við þær kröfur sem á henni hvíla samkvæmt stjórnsýslulögum – að hún hefði skipað hæfustu umsækjendurna sem dómara við hið nýja millidómsstig. 

„Ekki er um það að ræða að dómarar við Landsrétt séu ekki skipaðir með lögmætum hætti,“ sagði Sigríður Andersen í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun þegar Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, gerði að umtalsefni þann möguleika að ólögmæt skipun dómara leiddi til þess að dómar yrðu ómerktir, samanber nýlegar fregnir af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins. 

Sigríður viðurkenndi í svari sínu að samkvæmt dómum Hæstaréttar í Landsréttarmálinu hefði hún ekki uppfyllt rannsóknarskyldu stjórnsýslulaga. Svo bætti hún við: „Á það hefur verið bent og ég árétta það enn og aftur að um er að ræða matskennda reglu stjórnsýsluréttarins.“

Af þessu dró hún svo eftirfarandi ályktanir: „Ekki er um það að ræða að dómarar við landsrétt séu ekki skipaðir með lögmætum hætti. Hér var fylgt lögformlegu ferli. Þeir eru skipaðir í samræmi við lög sem eru ákaflega skýr sem kveða á um að ráðherra leggi tillögu fyrir Alþingi.“ 

Í lok ræðunnar ítrekaði hún að lögum hefði verið fylgt við skipun dómara: „Það er því ekki um það að ræða að mínu mati að dómarar hafi ekki verið skipaðir með löglegum hætti.“ 

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hefur áður sagst ósammála Hæstarétti, hafnað sjónarmiðum sem fram koma í dómum Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur og dregið upp villandi mynd af því sem fram kemur í dómum Hæstaréttar um verklag sitt við skipun dómara. Hins vegar hefur hún ekki fyrr en nú gengið svo langt að hafna því alfarið, þrátt fyrir skýra niðurstöðu dómstóla, að lögum hafi ekki verið fylgt við skipun dómara við Landsrétt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár