Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis

Dóm­ur var kveð­inn upp í máli Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni og Reykja­vík Media í dag. Öll­um kröf­um Glitn­is var synj­að, enda tel­ur Hér­aðs­dóm­ur ekki rétt­læt­an­legt að stöðva frétta­flutn­ing af fjár­hags­mál­efn­um for­sæt­is­ráð­herra í lýð­ræð­is­ríki.

Kröfum Glitnis synjað: Lögbann á umfjöllun um viðskipti valdhafa á skjön við lýðræðishefðir og grunngildi tjáningarfrelsis
Frá aðalmeðferð Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavík Media, ásamt lögmönnum fjölmiðlanna við aðalmeðferð málsins í janúar. Í baksýn eru Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði í dag öllum kröfum Glitnis HoldCo í lögbannsmáli gegn Stundinni og Reykjavík Media. Glitnir krafðist þess að lögbann sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning fjölmiðlanna í október yrði staðfest með dómi og að fjölmiðlunum yrði gert að að afhenda Glitni gögn sem þeir hafa undir höndum eða afrit af þeim. 

Lögbannið stendur hins vegar í þrjár vikur í viðbót, hið minnsta, en það er fresturinn sem Glitnir HoldCo hefur til þess að áfrýja málinu. Verði málinu áfrýjað getur lögbannið svo varað í allt að ár til viðbótar. 

Málið varðar umfjöllun sem birtist á vef og blaði Stundarinnar dagana 6. til 16. október síðastliðinn og unnin var í samstarfi við breska dagblaðið The Guardian og Reykjavik Media. Í dómi héraðsdóms segir meðal annars: „Óumdeilt er að þungamiðja þeirrar umfjöllunar voru þátttaka þáverandi forsætisráðherra í ýmsum viðskiptum sem og einstaklinga og lögaðila sem tengdust honum. Lutu upplýsingarnar sem greint var frá í umfjölluninni fyrst og fremst að fjárhagsmálefnum þeirra og innbyrðis samskiptum sem og samskiptum við bankann, Glitni hf.“

Fram kemur að þegar tekin sé afstaða ti þess hvort sjónarmið um friðhelgi einkalífs geti réttlætt lögbannið verði ekki litið fram hjá því að umfjöllunin beindist í öllum aðalatriðum að viðskiptalegum umsvifum þáverandi forsætisráðherra, það er einstaklings sem hefur sem stjórnmálamaður sjálfur gefið kost á sér til opinberra trúnaðarstarfa. Stjórnmálamenn geti ekki vænst þess að njóta sömu verndar og aðrir einstaklingar gagnvart opinberri umfjöllun. „Þvert á móti verður að telja að almenningur eigi við ákveðnar aðstæður tilkall til þess að fá upplýsingar um stjórnmálamenn sem að öllu jöfnu myndu teljast til einkamálefna, einkum þegar upplýsingarnar sem um ræðir tengjast því hvernig þeir hafi rækt hlutverk sitt sem stjórnmálamenn.“

Hvað varðar umfjöllun Stundarinnar um málefni annarra einstaklinga en þáverandi forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, segir í dómnum að umræddir einstaklingar séu ýmist tengdir þáverandi forsætisráðherra fjölskylduböndum eða gegnum viðksipti, auk þess sem þeir höfðu á þeim tíma sem umfjöllunin tók til tengsl við Glitni hf. „Er það mat dómsins að umfjöllun um málefni þeirra hafi verið svo samofin fréttaefninu í heild að ekki verði greint á milli.“ Þá verði ekki dregnar þær ályktanir af umfjöllun Stundarinnar að ætlunin sé að fjalla um málefni handahófskenndra einstaklinga sem ekki eigi erindi til almennings. 

Vísuðu til þess að gögnin væru undirorpin bankaleynd

Það var föstudaginn 13. október síðastliðinn sem þrotabú Glitnis, Glitnir HoldCo ehf., fór fram á það við sýslumannsebættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann yrði lagt á umfjöllun Stundarinnar, Reykjavík Media og The Guardian sem byggja á eða eru unnar úr gögnum um fyrrverandi viðskiptavini Glitnis. Þrotabúið taldi umfjöllunina byggja á gögnum sem séu bundnar bankaleynd. Síðdegis mánudaginn 16. október mættu fulltrúar Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á skrifstofu Stundarinnar, ásamt lögmanni Glitnis, þar sem lögbannið var samþykkt. Glitnir fór einnig fram á að Stundin afhenti gögn sem miðillinn hafði byggt umfjöllun sína á og eyddi öllum fréttum sem birtar höfðu verið á vefsvæði Stundarinnar um viðskiptin, en þeim kröfum var hafnað. 

Umfjöllun fjölmiðlanna hófst 6. október 2017 með ítarlegum fréttaskýringum um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra, og fjölskyldu hans í kringum bankahrunið 2008. Kom meðal annars fram að Bjarni Benediktsson hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni dagana 2. til 6. október 2008 og að faðir hans hefði verið leystur undan sjálfskuldarábyrgð hjá bankanum skömmu fyrir hrun.

Stundin fjallaði svo ítarlega um kaup Engeyinga á Olíufélaginu árið 2006 og hvernig yfirtakan var að miklu leyti fjármögnuð með kúlulánum. Fram kom að Bjarni hefði verið losaður undan 50 milljóna kúluláni sem hann hafði tekið persónulega hjá Glitni og skuldin færð yfir á eignarhaldsfélag föður hans, Hafsilfur ehf. 

Stundin kom á framfæri andmælum vegna ákvörðun sýslumanns um lögbann á umfjöllun um viðskipti forsætisráðherra og sagði að um væri að ræða gríðarlegt inngrip í opinbera umræðu í lýðræðisríki. Hún væri einnig óréttlætanleg valdbeiting gegn stjórnarskrárbundnu tjáningarfrelsi. „Fordæmi eru fyrir því að umfjöllun byggð á gögnum úr bankakerfinu, svokölluðum Panama-skjölum, hafi haft afgerandi áhrif á stjórnmálaumræðu í landinu. Upplýsingar um viðskipti kjörinna fulltrúa samhliða trúnaðarstörfum þeirra fyrir almenning eiga erindi til almennings. Hagsmunir almennings og opinberrar umræðu eru ríkari en hagsmunir fjármálafyrirtækja af því að halda leynd yfir viðskiptum í aðdraganda hruns bankakerfisins á Íslandi,“ sagði meðal annars í andmælabréfi Stundarinnar. 

ÖSE fordæmdi lögbannið

Lögbanninu var víða mótmælt. Tímasetning lögbannsins var einnig gagnrýnd en Alþingiskosningar fóru fram fáeinum dögum eftir að það var samþykkt. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fordæmdi lögbannið harðlega og sagði sýslumann ekki eiga neitt erindi inn á fjölmiðla á Íslandi. Stjórn Gagnsæis sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem lögbannið var fordæmt. „Það er ekki aðeins réttur almennings að upplýst sé um viðskiptahagsmuni stjórnmálamanna, það er einnig mikilvægt til að ná stöðugleika í íslensku samfélagi eftir erfið og róstusöm ár, að traust skapist gagnvart Alþingi og stjórnmálamönnum. Slíkt traust myndast ekki sé komið í veg fyrir að fjölmiðlar geti sinnt því hlutverki sínu að gæta hagsmuna almennings,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Gagnsæis. 

Lögbannið hefur einnig vakið athygli út fyrir landsteinana. Fulltrúi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, hvatti íslensk yfirvöld strax til að aflétta lögbanninu og sagði það grafa undan frelsi fjölmiðla og réttindum almennings til upplýsinga. 

Þá kom stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis saman til opins fundar um lögbannsmálið þann 19. október síðastliðinn þar sem málið var rætt í þaula. Að lokum má þess geta að Píratar hafa, vegna málsins, lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að ekki verði unnt að leggja lögbann á upplýsingavinnslu og umfjöllun fjölmiðla án dómsúrskurðar. Sýslumannafélagið hefur hins vegar lagst gegn breytingunum. 

Lögbannið gæti varað í ár til viðbótar

Sem fyrr segir gæti lögbannið varað í allt að ár til viðbótar. Í 2. mgr. 39. gr. lögbannslaganna (nr. 31/1990) segir: „Þótt synjað sé um staðfestingu gerðar í héraðsdómi stendur hún í þrjár vikur frá dómsuppsögu. Að loknum þeim fresti fellur gerðin niður, nema gerðarbeiðandi fái áður gefna út stefnu til æðra dóms til að fá héraðsdómi hrundið. Ef æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun um staðfestingu gerðar fellur hún úr gildi frá dómsuppsögu þar.“

Það er óljóst hversu langan tíma tæki að fá málið fyrir Hæstarétt, fyrst færi það fyrir Landsrétt, og engin reynsla er komin á málsmeðferðartíma þar. Gera má ráð fyrir því að lögbannið vari í ár til viðbótar ef málið fer alla leið fyrir Hæstarétt með áfrýjun Glitnis HoldCo.

Ekki gengið nær einkalífi fólks en óhjákvæmilegt var

Hér að neðan má lesa brot úr dóminum þar sem Héraðsdómur Reykjavíkur leggur mat á hvort sjónarmið um friðhelgi einkalífs hafi getað réttlætt lögbannið og þá skerðingu tjáningarfrelsis sem í því fólst. Niðurstaðan er að svo sé ekki og lögbannið hafi því ekki uppfyllt áskilnað um brot gegn lögvörðum rétti fólks sem fram kemur í 24. gr. laga nr. 31/1990, um kyrrsetningu og lögbann:

Við mat á því hvort lögbannið sem hér um ræðir hafi verið í eðlilegu samræmi við þá hagsmuni sem stefnandi hefur vísað til verður ekki litið fram hjá því að umfjöllunin um umsvif þáverandi forsætisráðherra og aðila sem tengdust honum lutu að viðskiptasambandi þeirra við einn hinna föllnu banka, Glitni hf., á sama tíma og hann var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem þá sat í ríkisstjórn. Umfjöllunin tengdist þannig viðskiptaháttum í einum stóru viðskiptabankanna fyrir fall þeirra 2008 en eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar Íslands frá 24. nóvember 2011 í máli nr. 100/2011 hafði hrunið sem varð í íslensku efnahagslífi við fall viðskiptabankanna þriggja haustið 2008 mikil og almenn áhrif á alla starfsemi í landinu og kjör almennings. Opinber umræða og umfjöllun fjölmiðla hafi frá þeim tíma snúist mikið um að greina aðdraganda og orsakir þess hvernig fór og hafi umfjöllun um fjárhagsleg málefni einstakra manna oft verið nærgöngul.

Ljóst er að umfjöllun um viðskiptaleg umsvif þáverandi forsætisráðherra og annarra, þar sem meðal annars var vikið að áhættusömum fjárfestingum sem ekki skiluðu tilætluðum árangri eru þáttur í umfjöllun fjölmiðla um afleiðingar útlánastefnu íslenskra viðskiptabanka og áhættusækni íslenskra fjárfesta, sem kann að hafa átt þátt í því hvernig fór. Eins og vikið er að í fyrrnefndum dómi Hæstaréttar getur skerðing á frelsi fjölmiðla til að fjalla um slík málefni ekki talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Gildir þá einu þótt umfjöllunin byggi á gögnum sem undirorpin eru trúnaði og að birtar hafi verið upplýsingar sem gangi nærri friðhelgi einkalífs tilgreindra einstaklinga.

Hvað varðar umfjöllun stefnda, Útgáfufélags Stundarinnar ehf., um málefni annarra einstaklinga en þáverandi forsætisráðherra, þá eru umræddir einstaklingar ýmist tengdir þáverandi forsætisráðherra fjölskylduböndum eða gegnum viðskipti, auk þess sem þeir höfðu á þeim tíma sem umfjöllunin tók til tengsl við Glitni hf. Er það mat dómsins að umfjöllun um málefni þeirra hafi verið svo samofin fréttaefninu í held að ekki verði greint á milli, sjá hér til hliðsjónar dóm Hæstaréttar frá 1. júní 2006 í máli nr. 541/2005. Þá verða ekki dregnar þær ályktanir af umfjöllun stefnda, Útgáfufélags Stundarinnar ehf., að ætlunin sé að fjalla um málefni handahófskenndra einstaklinga sem ekki eigi erindi til almennings.

Að öllu framangreindu virtu er það niðurstaða dómsins að umfjöllun stefnda, Útgáfufélags Stundarinnar ehf., hafi ekki gengið nær einkalífi þeirra einstaklinga sem um ræði en óhjákvæmilegt hafi verið í opinberri umræðu í lýðræðissamfélagi um málefni sem varðar almenning og að nægar ástæður hafi þar af leiðandi verið fyrir hendi sem réttlættu birtingu þessara skrifa. Breytir það ekki framangreindri niðurstöðu hvernig umþrætt gögn komust í hendur stefndu né heldur að í þeim séu upplýsingar sem undirorpnar séu bankaleynd samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Samkvæmt þessu er það niðurstaða dómsins að ekki sé fullnægt áskilnaði 24. gr. laga nr. 31/1990, um kyrrsetningu, lögbann o.fl., að stefnandi hafi sannað eða gert sennilegt að athöfn, byrjuð eða yfirvofandi, hafi brotið eða muni brjóta gegn lögvörðum rétti hans. Ber því að synja kröfu stefnanda á hendur stefndu um að staðfest verði lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík lagði 16. október 2017 við því að stefndu birti fréttir eða aðra umfjöllun, sem byggð er á eða unnin upp úr gögnum eða kerfum stefnanda, sem undiropin eru trúnaði samkvæmt 58. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

__________________________________________

Fyrirvari: Fjölmiðillinn Stundin er aðili að málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
3
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
4
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár