Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir býð­ur sig fram til for­manns í stétt­ar­fé­lag­inu Efl­ingu. Hún er aktív­isti og einn „ní­menn­ing­anna“ sem voru sýkn­uð af árás á Al­þingi. Hún seg­ir ekki hægt að lifa á þeim töxt­um sem lág­launa­fólk fær greidda.

„Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“
Sólveig Anna Jónsdóttir Býður sig fram í formennsku hjá Eflingu gegn frambjóðanda sitjandi stjórnar. Mynd: Kristinn Magnússon

„Efling er stórt félag sem ætti að vera öflugt, en hefur verið að samþykkja kjarasamninga sem allir í samfélaginu sjá að duga ekki til að lifa af,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún býður sig fram til formanns Eflingar, en þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem mótframboð berst. Líkur eru því á kosningum í apríl, en Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista sem uppstillinganefnd, stjórn og trúnaðarráð Eflingar styður.

„Á einhverjum tímapunkti hættu verkalýðsfélögin að fúnkera sem framvarðasveit baráttunnar fyrir bættu lífi launafólks og urðu einhvers konar öryggisventill til að viðhalda svokölluðum stöðugleika í samfélaginu,“ segir Sólveig. „Við neitum því að ábyrgðin á þessum stöðugleika liggi hjá okkur á meðan kapítalistarnir komast upp með að sölsa undir sig æ meira af sameiginlegum auði. Vill fólk búa í samfélagi stöðugleika ef lægstu lög samfélagsins lifa lífi sem er óboðlegt? Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“

Sólveig er tveggja barna móðir, gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi. Síðan 2008 hefur hún starfað sem ófaglærður leikskólastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Hún segist því þekkja láglaunastefnu á eigin skinni. „Ef við skoðum lægstu taxta félagsmanns í Eflingu með 5 ára starfsreynslu, þá eru það um 250 þúsund, sem þýðir að sú manneskja fær 212 þúsund krónur inn á reikninginn sinn til að lifa af,“ segir Sólveig. „Það er eitthvað mjög mikið að í félaginu og þeirri baráttu sem það hefur að reka fyrir hönd félagsmanna sinna ef það samþykkir þennan taxta.“

Sýknuð af árás á Alþingi

Sólveig hefur verið áberandi í samfélagsmálum undanfarinn áratug. Hún er einn af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki Íslands. Sólveig var ein hinna svokölluðu „nímenninga“ sem voru handtekin voru eftir mótmæli 8. desember 2008 í tengslum við Búsáhaldabyltinguna. Nímenningarnir voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunni fyrir árás á sjálfræði Alþingis, en Sólveig var hins vegar sektuð um 100.000 kr. fyrir að halda þingverði föstum. Í kjölfar Búsáhaldabyltingarinnar var Sólveig ein af stofnendum Íslandsdeildar ATTAC samtakanna, alþjóðlegra samtaka fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðum og stofnunum þeirra. Samtökin hafa beitt sér gegn hnattvæðingu á forsendum kapítalisma með útgáfu og mótmælum.

„Við horfum á sögu verkalýðsbaráttu bæði hér og erlendis og við sjáum að þegar verkafólk nær miklum árangri þá er það vegna þess að það hefur náð mikilli fjöldasamstöðu og sýnt þeim sem fara með völdin að það er ekki hægt að reka samfélagið án þátttöku okkar,” segir Sólveig. „Ef við lítum á líf láglaunafólks þá blasir ósanngirnin alls staðar við. Við vinnum mikið, langa daga, með miklu álagi, bæði andlegu og líkamlegu, fyrir mjög litlar tekjur. Það gerir það að verkum að við getum ekki ráðið við húsnæðismarkaðinn eins og hann er orðinn og við getum aldrei lagt neitt fyrir og tryggt okkur og fjölskyldum okkar öruggt líf.“

Í umfjöllun Stundarinnar árið 2016 um veruleika starfsmanna í leikskólum lýsti Sólveig því að hún þyrfti að vinna á kvöldin og um helgar til þess að geta framfleytt sér. „Hér eru menntaðir leikskólakennarar sem sitja sveittir og prjóna og selja varninginn til erlendra ferðamanna og ég vinn með tveimur konum sem fara eftir sinn fulla vinnudag og skúra annars staðar, fimm sinnum í viku. Þetta er ekkert einsdæmi. Þú getur farið inn á hvaða kvenna-láglaunavinnustað sem er og þú munt heyra sömu sögu,“ sagði hún.

Þá gagnrýndi hún að fólk, sem hefði ekki slíka reynslu, stigi fram og byði fram töfralausnir. „Ég afber ekki forréttindablindu þessa fólks sem vinnur sína vinnu, er með sín góðu laun og öll þau fríðindi sem fylgja þeirra vinnu, og láta síðan eins og það séu einhverjar töfralausnir á vandanum sem við glímum við. Það er reyndar einföld lausn við vandanum sem við glímum við – og hún er aukið fjármagn.“

Grimmilegt eðli kerfisins

Efling er eitt stærsta stéttarfélag landsins, með 28 þúsund félagsmenn. Þrír á framboðslista Sólveigar eru af erlendum uppruna, en innflytjendur eru stór hluti félagsmanna Eflingar. Einn stuðningsmanna framboðsins er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem felldi sitjandi formann í kosningum í fyrra. Hefur hann, eins og Sólveig, verið mjög gagnrýninn á forystu verkalýðshreyfingarinnar.

„Eftir því sem grimmilegt eðli kerfisins sem við búum inni í opinberast mun fólk ekki sætta sig lengur við að vera annars vegar notað sem ódýrt vinnuafl og hins vegar eiga að bera ábyrgð á velferðarkerfinu og skattkerfinu á meðan ríkt fólk hegðar sér eins og það sýnist, tekur ekki samfélagslega ábyrgð og flytur peninga í skattaskjól,“ segir Sólveig að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
2
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.
Háleit markmið formannanna þriggja
5
Fréttir

Há­leit markmið formann­anna þriggja

Lækk­un vaxta, auk­in verð­mæta­sköp­un í at­vinnu­lífi og efna­hags­leg­ur stöð­ug­leiki eru á með­al þess sem ný rík­is­stjórn ætl­ar sér að setja á odd­inn. En hún ætl­ar líka að ráð­ast í gerð Sunda­braut­ar, festa hlut­deild­ar­lán í sessi, hækka ör­orku­líf­eyri, kjósa um að­ild­ar­við­ræð­ur við ESB og svo mætti lengi telja. Hér verð­ur far­ið í gróf­um drátt­um yf­ir stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár