Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir býð­ur sig fram til for­manns í stétt­ar­fé­lag­inu Efl­ingu. Hún er aktív­isti og einn „ní­menn­ing­anna“ sem voru sýkn­uð af árás á Al­þingi. Hún seg­ir ekki hægt að lifa á þeim töxt­um sem lág­launa­fólk fær greidda.

„Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“
Sólveig Anna Jónsdóttir Býður sig fram í formennsku hjá Eflingu gegn frambjóðanda sitjandi stjórnar. Mynd: Kristinn Magnússon

„Efling er stórt félag sem ætti að vera öflugt, en hefur verið að samþykkja kjarasamninga sem allir í samfélaginu sjá að duga ekki til að lifa af,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún býður sig fram til formanns Eflingar, en þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem mótframboð berst. Líkur eru því á kosningum í apríl, en Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista sem uppstillinganefnd, stjórn og trúnaðarráð Eflingar styður.

„Á einhverjum tímapunkti hættu verkalýðsfélögin að fúnkera sem framvarðasveit baráttunnar fyrir bættu lífi launafólks og urðu einhvers konar öryggisventill til að viðhalda svokölluðum stöðugleika í samfélaginu,“ segir Sólveig. „Við neitum því að ábyrgðin á þessum stöðugleika liggi hjá okkur á meðan kapítalistarnir komast upp með að sölsa undir sig æ meira af sameiginlegum auði. Vill fólk búa í samfélagi stöðugleika ef lægstu lög samfélagsins lifa lífi sem er óboðlegt? Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“

Sólveig er tveggja barna móðir, gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi. Síðan 2008 hefur hún starfað sem ófaglærður leikskólastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Hún segist því þekkja láglaunastefnu á eigin skinni. „Ef við skoðum lægstu taxta félagsmanns í Eflingu með 5 ára starfsreynslu, þá eru það um 250 þúsund, sem þýðir að sú manneskja fær 212 þúsund krónur inn á reikninginn sinn til að lifa af,“ segir Sólveig. „Það er eitthvað mjög mikið að í félaginu og þeirri baráttu sem það hefur að reka fyrir hönd félagsmanna sinna ef það samþykkir þennan taxta.“

Sýknuð af árás á Alþingi

Sólveig hefur verið áberandi í samfélagsmálum undanfarinn áratug. Hún er einn af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki Íslands. Sólveig var ein hinna svokölluðu „nímenninga“ sem voru handtekin voru eftir mótmæli 8. desember 2008 í tengslum við Búsáhaldabyltinguna. Nímenningarnir voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunni fyrir árás á sjálfræði Alþingis, en Sólveig var hins vegar sektuð um 100.000 kr. fyrir að halda þingverði föstum. Í kjölfar Búsáhaldabyltingarinnar var Sólveig ein af stofnendum Íslandsdeildar ATTAC samtakanna, alþjóðlegra samtaka fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðum og stofnunum þeirra. Samtökin hafa beitt sér gegn hnattvæðingu á forsendum kapítalisma með útgáfu og mótmælum.

„Við horfum á sögu verkalýðsbaráttu bæði hér og erlendis og við sjáum að þegar verkafólk nær miklum árangri þá er það vegna þess að það hefur náð mikilli fjöldasamstöðu og sýnt þeim sem fara með völdin að það er ekki hægt að reka samfélagið án þátttöku okkar,” segir Sólveig. „Ef við lítum á líf láglaunafólks þá blasir ósanngirnin alls staðar við. Við vinnum mikið, langa daga, með miklu álagi, bæði andlegu og líkamlegu, fyrir mjög litlar tekjur. Það gerir það að verkum að við getum ekki ráðið við húsnæðismarkaðinn eins og hann er orðinn og við getum aldrei lagt neitt fyrir og tryggt okkur og fjölskyldum okkar öruggt líf.“

Í umfjöllun Stundarinnar árið 2016 um veruleika starfsmanna í leikskólum lýsti Sólveig því að hún þyrfti að vinna á kvöldin og um helgar til þess að geta framfleytt sér. „Hér eru menntaðir leikskólakennarar sem sitja sveittir og prjóna og selja varninginn til erlendra ferðamanna og ég vinn með tveimur konum sem fara eftir sinn fulla vinnudag og skúra annars staðar, fimm sinnum í viku. Þetta er ekkert einsdæmi. Þú getur farið inn á hvaða kvenna-láglaunavinnustað sem er og þú munt heyra sömu sögu,“ sagði hún.

Þá gagnrýndi hún að fólk, sem hefði ekki slíka reynslu, stigi fram og byði fram töfralausnir. „Ég afber ekki forréttindablindu þessa fólks sem vinnur sína vinnu, er með sín góðu laun og öll þau fríðindi sem fylgja þeirra vinnu, og láta síðan eins og það séu einhverjar töfralausnir á vandanum sem við glímum við. Það er reyndar einföld lausn við vandanum sem við glímum við – og hún er aukið fjármagn.“

Grimmilegt eðli kerfisins

Efling er eitt stærsta stéttarfélag landsins, með 28 þúsund félagsmenn. Þrír á framboðslista Sólveigar eru af erlendum uppruna, en innflytjendur eru stór hluti félagsmanna Eflingar. Einn stuðningsmanna framboðsins er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem felldi sitjandi formann í kosningum í fyrra. Hefur hann, eins og Sólveig, verið mjög gagnrýninn á forystu verkalýðshreyfingarinnar.

„Eftir því sem grimmilegt eðli kerfisins sem við búum inni í opinberast mun fólk ekki sætta sig lengur við að vera annars vegar notað sem ódýrt vinnuafl og hins vegar eiga að bera ábyrgð á velferðarkerfinu og skattkerfinu á meðan ríkt fólk hegðar sér eins og það sýnist, tekur ekki samfélagslega ábyrgð og flytur peninga í skattaskjól,“ segir Sólveig að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
3
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
4
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár