Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir býð­ur sig fram til for­manns í stétt­ar­fé­lag­inu Efl­ingu. Hún er aktív­isti og einn „ní­menn­ing­anna“ sem voru sýkn­uð af árás á Al­þingi. Hún seg­ir ekki hægt að lifa á þeim töxt­um sem lág­launa­fólk fær greidda.

„Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“
Sólveig Anna Jónsdóttir Býður sig fram í formennsku hjá Eflingu gegn frambjóðanda sitjandi stjórnar. Mynd: Kristinn Magnússon

„Efling er stórt félag sem ætti að vera öflugt, en hefur verið að samþykkja kjarasamninga sem allir í samfélaginu sjá að duga ekki til að lifa af,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún býður sig fram til formanns Eflingar, en þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem mótframboð berst. Líkur eru því á kosningum í apríl, en Ingvar Vigur Halldórsson leiðir lista sem uppstillinganefnd, stjórn og trúnaðarráð Eflingar styður.

„Á einhverjum tímapunkti hættu verkalýðsfélögin að fúnkera sem framvarðasveit baráttunnar fyrir bættu lífi launafólks og urðu einhvers konar öryggisventill til að viðhalda svokölluðum stöðugleika í samfélaginu,“ segir Sólveig. „Við neitum því að ábyrgðin á þessum stöðugleika liggi hjá okkur á meðan kapítalistarnir komast upp með að sölsa undir sig æ meira af sameiginlegum auði. Vill fólk búa í samfélagi stöðugleika ef lægstu lög samfélagsins lifa lífi sem er óboðlegt? Er fólk tilbúið að fórna lífsgæðum, hamingju og heilsu verkafólks fyrir þennan stöðugleika?“

Sólveig er tveggja barna móðir, gift Magnúsi Sveini Helgasyni sagnfræðingi. Síðan 2008 hefur hún starfað sem ófaglærður leikskólastarfsmaður hjá Reykjavíkurborg. Hún segist því þekkja láglaunastefnu á eigin skinni. „Ef við skoðum lægstu taxta félagsmanns í Eflingu með 5 ára starfsreynslu, þá eru það um 250 þúsund, sem þýðir að sú manneskja fær 212 þúsund krónur inn á reikninginn sinn til að lifa af,“ segir Sólveig. „Það er eitthvað mjög mikið að í félaginu og þeirri baráttu sem það hefur að reka fyrir hönd félagsmanna sinna ef það samþykkir þennan taxta.“

Sýknuð af árás á Alþingi

Sólveig hefur verið áberandi í samfélagsmálum undanfarinn áratug. Hún er einn af skipuleggjendum Róttæka sumarháskólans og meðlimur í hinum nýstofnaða Sósíalistaflokki Íslands. Sólveig var ein hinna svokölluðu „nímenninga“ sem voru handtekin voru eftir mótmæli 8. desember 2008 í tengslum við Búsáhaldabyltinguna. Nímenningarnir voru sýknaðir af alvarlegustu ákærunni fyrir árás á sjálfræði Alþingis, en Sólveig var hins vegar sektuð um 100.000 kr. fyrir að halda þingverði föstum. Í kjölfar Búsáhaldabyltingarinnar var Sólveig ein af stofnendum Íslandsdeildar ATTAC samtakanna, alþjóðlegra samtaka fyrir lýðræðislegu eftirliti með fjármálamörkuðum og stofnunum þeirra. Samtökin hafa beitt sér gegn hnattvæðingu á forsendum kapítalisma með útgáfu og mótmælum.

„Við horfum á sögu verkalýðsbaráttu bæði hér og erlendis og við sjáum að þegar verkafólk nær miklum árangri þá er það vegna þess að það hefur náð mikilli fjöldasamstöðu og sýnt þeim sem fara með völdin að það er ekki hægt að reka samfélagið án þátttöku okkar,” segir Sólveig. „Ef við lítum á líf láglaunafólks þá blasir ósanngirnin alls staðar við. Við vinnum mikið, langa daga, með miklu álagi, bæði andlegu og líkamlegu, fyrir mjög litlar tekjur. Það gerir það að verkum að við getum ekki ráðið við húsnæðismarkaðinn eins og hann er orðinn og við getum aldrei lagt neitt fyrir og tryggt okkur og fjölskyldum okkar öruggt líf.“

Í umfjöllun Stundarinnar árið 2016 um veruleika starfsmanna í leikskólum lýsti Sólveig því að hún þyrfti að vinna á kvöldin og um helgar til þess að geta framfleytt sér. „Hér eru menntaðir leikskólakennarar sem sitja sveittir og prjóna og selja varninginn til erlendra ferðamanna og ég vinn með tveimur konum sem fara eftir sinn fulla vinnudag og skúra annars staðar, fimm sinnum í viku. Þetta er ekkert einsdæmi. Þú getur farið inn á hvaða kvenna-láglaunavinnustað sem er og þú munt heyra sömu sögu,“ sagði hún.

Þá gagnrýndi hún að fólk, sem hefði ekki slíka reynslu, stigi fram og byði fram töfralausnir. „Ég afber ekki forréttindablindu þessa fólks sem vinnur sína vinnu, er með sín góðu laun og öll þau fríðindi sem fylgja þeirra vinnu, og láta síðan eins og það séu einhverjar töfralausnir á vandanum sem við glímum við. Það er reyndar einföld lausn við vandanum sem við glímum við – og hún er aukið fjármagn.“

Grimmilegt eðli kerfisins

Efling er eitt stærsta stéttarfélag landsins, með 28 þúsund félagsmenn. Þrír á framboðslista Sólveigar eru af erlendum uppruna, en innflytjendur eru stór hluti félagsmanna Eflingar. Einn stuðningsmanna framboðsins er Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sem felldi sitjandi formann í kosningum í fyrra. Hefur hann, eins og Sólveig, verið mjög gagnrýninn á forystu verkalýðshreyfingarinnar.

„Eftir því sem grimmilegt eðli kerfisins sem við búum inni í opinberast mun fólk ekki sætta sig lengur við að vera annars vegar notað sem ódýrt vinnuafl og hins vegar eiga að bera ábyrgð á velferðarkerfinu og skattkerfinu á meðan ríkt fólk hegðar sér eins og það sýnist, tekur ekki samfélagslega ábyrgð og flytur peninga í skattaskjól,“ segir Sólveig að lokum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
3
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu