Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vinnur á kvöldin og um helgar samhliða leikskólastarfinu

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, ófag­lærð­ur leik­skóla­starfs­mað­ur til átta ára, fær ein­ung­is 240 þús­und krón­ur í út­borg­uð laun. Hún vinn­ur í versl­un á kvöld­in og um helg­ar til að drýgja tekj­urn­ar. Leik­skól­ar borg­ar­inn­ar standa frammi fyr­ir mik­illi mann­eklu og legg­ur Sól­veig til að borg­ar­full­trú­ar stígi inn í fag­lega starf­ið sem unn­ið er á leik­skól­um.

Vinnur á kvöldin og um helgar samhliða leikskólastarfinu

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur starfað sem ófaglærður leiðbeinandi á leikskóla í átta ár. Útborguð laun hennar, fyrir fullan vinnudag, nema 240 þúsund krónum. Á kvöldin og um helgar vinnur hún í verslun til þess að drýgja tekjurnar og hún er ekki sú eina á vinnustaðnum sem er í aukavinnu samhliða leikskólastarfinu. „Hér eru menntaðir leikskólakennarar sem sitja sveittir og prjóna og selja varninginn til erlendra ferðamanna og ég vinn með tveimur konum sem fara eftir sinn fulla vinnudag og skúra annars staðar, fimm sinnum í viku. Þetta er ekkert einsdæmi. Þú getur farið inn á hvaða kvenna-láglaunavinnustað sem er og þú munt heyra sömu sögu,“ segir Sólveig í samtali við Stundina. 

Álagið eykst ár frá ári

Reykjavíkurborg kynnti í miðjum mánuði aðgerðaáætlun í leik- og grunnskólum en í henni felast meðal annars aukin framlög til sérkennslu, efniskostnaðar og faglegs starfs. Alls verður um 920 milljónum króna varið til ýmissa þátta í starfi skólanna. Áætlunin kemur meðal annars í kjölfar þess að hópur leikskólastjórnenda í Reykjavík fjölmenntu á fund borgarstjóra og færðu honum harðorða ályktun þar sem skorað var á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.

Sólveig furðar sig meðal annars á því að allt í einu hafi verið hægt að reiða fram tæpan milljarð til að setja í skólamál, einungis nokkrum vikum eftir að hundrað milljón króna hagræðingarkrafa á leikskólana var kynnt. „Ef þessi milljarður var til í kerfinu, af hverju í ósköpunum vorum við þá að standa í þessum hagræðingaraðgerðum?“ spyr hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
3
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár