Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Vinnur á kvöldin og um helgar samhliða leikskólastarfinu

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, ófag­lærð­ur leik­skóla­starfs­mað­ur til átta ára, fær ein­ung­is 240 þús­und krón­ur í út­borg­uð laun. Hún vinn­ur í versl­un á kvöld­in og um helg­ar til að drýgja tekj­urn­ar. Leik­skól­ar borg­ar­inn­ar standa frammi fyr­ir mik­illi mann­eklu og legg­ur Sól­veig til að borg­ar­full­trú­ar stígi inn í fag­lega starf­ið sem unn­ið er á leik­skól­um.

Vinnur á kvöldin og um helgar samhliða leikskólastarfinu

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur starfað sem ófaglærður leiðbeinandi á leikskóla í átta ár. Útborguð laun hennar, fyrir fullan vinnudag, nema 240 þúsund krónum. Á kvöldin og um helgar vinnur hún í verslun til þess að drýgja tekjurnar og hún er ekki sú eina á vinnustaðnum sem er í aukavinnu samhliða leikskólastarfinu. „Hér eru menntaðir leikskólakennarar sem sitja sveittir og prjóna og selja varninginn til erlendra ferðamanna og ég vinn með tveimur konum sem fara eftir sinn fulla vinnudag og skúra annars staðar, fimm sinnum í viku. Þetta er ekkert einsdæmi. Þú getur farið inn á hvaða kvenna-láglaunavinnustað sem er og þú munt heyra sömu sögu,“ segir Sólveig í samtali við Stundina. 

Álagið eykst ár frá ári

Reykjavíkurborg kynnti í miðjum mánuði aðgerðaáætlun í leik- og grunnskólum en í henni felast meðal annars aukin framlög til sérkennslu, efniskostnaðar og faglegs starfs. Alls verður um 920 milljónum króna varið til ýmissa þátta í starfi skólanna. Áætlunin kemur meðal annars í kjölfar þess að hópur leikskólastjórnenda í Reykjavík fjölmenntu á fund borgarstjóra og færðu honum harðorða ályktun þar sem skorað var á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.

Sólveig furðar sig meðal annars á því að allt í einu hafi verið hægt að reiða fram tæpan milljarð til að setja í skólamál, einungis nokkrum vikum eftir að hundrað milljón króna hagræðingarkrafa á leikskólana var kynnt. „Ef þessi milljarður var til í kerfinu, af hverju í ósköpunum vorum við þá að standa í þessum hagræðingaraðgerðum?“ spyr hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár