Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Vinnur á kvöldin og um helgar samhliða leikskólastarfinu

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, ófag­lærð­ur leik­skóla­starfs­mað­ur til átta ára, fær ein­ung­is 240 þús­und krón­ur í út­borg­uð laun. Hún vinn­ur í versl­un á kvöld­in og um helg­ar til að drýgja tekj­urn­ar. Leik­skól­ar borg­ar­inn­ar standa frammi fyr­ir mik­illi mann­eklu og legg­ur Sól­veig til að borg­ar­full­trú­ar stígi inn í fag­lega starf­ið sem unn­ið er á leik­skól­um.

Vinnur á kvöldin og um helgar samhliða leikskólastarfinu

Sólveig Anna Jónsdóttir hefur starfað sem ófaglærður leiðbeinandi á leikskóla í átta ár. Útborguð laun hennar, fyrir fullan vinnudag, nema 240 þúsund krónum. Á kvöldin og um helgar vinnur hún í verslun til þess að drýgja tekjurnar og hún er ekki sú eina á vinnustaðnum sem er í aukavinnu samhliða leikskólastarfinu. „Hér eru menntaðir leikskólakennarar sem sitja sveittir og prjóna og selja varninginn til erlendra ferðamanna og ég vinn með tveimur konum sem fara eftir sinn fulla vinnudag og skúra annars staðar, fimm sinnum í viku. Þetta er ekkert einsdæmi. Þú getur farið inn á hvaða kvenna-láglaunavinnustað sem er og þú munt heyra sömu sögu,“ segir Sólveig í samtali við Stundina. 

Álagið eykst ár frá ári

Reykjavíkurborg kynnti í miðjum mánuði aðgerðaáætlun í leik- og grunnskólum en í henni felast meðal annars aukin framlög til sérkennslu, efniskostnaðar og faglegs starfs. Alls verður um 920 milljónum króna varið til ýmissa þátta í starfi skólanna. Áætlunin kemur meðal annars í kjölfar þess að hópur leikskólastjórnenda í Reykjavík fjölmenntu á fund borgarstjóra og færðu honum harðorða ályktun þar sem skorað var á borgaryfirvöld að endurskoða fjárveitingar til leikskóla.

Sólveig furðar sig meðal annars á því að allt í einu hafi verið hægt að reiða fram tæpan milljarð til að setja í skólamál, einungis nokkrum vikum eftir að hundrað milljón króna hagræðingarkrafa á leikskólana var kynnt. „Ef þessi milljarður var til í kerfinu, af hverju í ósköpunum vorum við þá að standa í þessum hagræðingaraðgerðum?“ spyr hún. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár