Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir mjög mik­il­vægt að eng­ir dóm­ar­ar taki þátt í að meta hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­stöð­ur. Þetta sjón­ar­mið geng­ur í ber­högg við til­mæli ráð­herra­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­ins frá 17. nóv­em­ber 2010.

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra telur mikilvægt að ekki sitji dómarar í dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómarastöður.

Þetta kom fram í viðtali Kveiks við Sigríði sem birtist í heild á RÚV.is í morgun

„Dómararnir þurfa líka að vera sjálfstæðir í sínum störfum gagnvart öðrum dómurum og þá er mjög mikilvægt að það sitji ekki í hæfnisnefnd sem er að velja dómara aðrir dómarar til dæmis. Er það ekki Helgi?“ sagði Sigríður. 

„Eins og ég segi, það er enginn að fara að segja dómurum hvernig þeir eiga að dæma utan réttarins en dómarar geta verið í þakkarskuld við einhverja aðra dómara,“ sagði hún. Spyrillinn, Helgi Seljan, skaut þá inn spurningunni: „Eða ráðherra?“ og Sigríður svaraði: „Já,  jú jú, það getur verið þannig líka.“

Sú skoðun Sigríðar að óeðlilegt sé að dómarar komi að mati á hæfni umsækjenda um dómarastöður gengur í berhögg við viðhorf sem alþjóðleg samstaða er um í samvinnu lýðræðisríkja á vettvangi Evrópuráðsins sem Ísland á aðild að. 

Í tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 17. nóvember 2010 um sjálfstæði, skilvirkni og skyldur dómara er sérstaklega mælst til þess að sjálfstætt stjórnvald – óháð ríkisstjórn og löggjafarþingi – skuli gera tillögur til þess veitingarvalds sem formlega skipar dómara. Hvatt er til þess að viðkomandi stjórnvald sé að verulegu leyti skipað dómurum sem séu valdir af öðrum dómurum. 

Eins og kom í ljós í viðtali Kveiks við Sigríði Andersen er hún – ráðherra dómsmála í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur – allt annarrar skoðunar og telur brýnt að ekki sitji dómarar í þeirri dómnefnd sem gerir tillögu til ráðherra um dómaraefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár