Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir mjög mik­il­vægt að eng­ir dóm­ar­ar taki þátt í að meta hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­stöð­ur. Þetta sjón­ar­mið geng­ur í ber­högg við til­mæli ráð­herra­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­ins frá 17. nóv­em­ber 2010.

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra telur mikilvægt að ekki sitji dómarar í dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómarastöður.

Þetta kom fram í viðtali Kveiks við Sigríði sem birtist í heild á RÚV.is í morgun

„Dómararnir þurfa líka að vera sjálfstæðir í sínum störfum gagnvart öðrum dómurum og þá er mjög mikilvægt að það sitji ekki í hæfnisnefnd sem er að velja dómara aðrir dómarar til dæmis. Er það ekki Helgi?“ sagði Sigríður. 

„Eins og ég segi, það er enginn að fara að segja dómurum hvernig þeir eiga að dæma utan réttarins en dómarar geta verið í þakkarskuld við einhverja aðra dómara,“ sagði hún. Spyrillinn, Helgi Seljan, skaut þá inn spurningunni: „Eða ráðherra?“ og Sigríður svaraði: „Já,  jú jú, það getur verið þannig líka.“

Sú skoðun Sigríðar að óeðlilegt sé að dómarar komi að mati á hæfni umsækjenda um dómarastöður gengur í berhögg við viðhorf sem alþjóðleg samstaða er um í samvinnu lýðræðisríkja á vettvangi Evrópuráðsins sem Ísland á aðild að. 

Í tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 17. nóvember 2010 um sjálfstæði, skilvirkni og skyldur dómara er sérstaklega mælst til þess að sjálfstætt stjórnvald – óháð ríkisstjórn og löggjafarþingi – skuli gera tillögur til þess veitingarvalds sem formlega skipar dómara. Hvatt er til þess að viðkomandi stjórnvald sé að verulegu leyti skipað dómurum sem séu valdir af öðrum dómurum. 

Eins og kom í ljós í viðtali Kveiks við Sigríði Andersen er hún – ráðherra dómsmála í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur – allt annarrar skoðunar og telur brýnt að ekki sitji dómarar í þeirri dómnefnd sem gerir tillögu til ráðherra um dómaraefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu