Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Dóms­mála­ráð­herra seg­ir mjög mik­il­vægt að eng­ir dóm­ar­ar taki þátt í að meta hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­stöð­ur. Þetta sjón­ar­mið geng­ur í ber­högg við til­mæli ráð­herra­nefnd­ar Evr­ópu­ráðs­ins frá 17. nóv­em­ber 2010.

Sigríður er ósammála ráðherranefnd Evrópuráðsins um hvernig standa eigi að skipun dómara

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra telur mikilvægt að ekki sitji dómarar í dómnefnd um mat á hæfni umsækjenda um dómarastöður.

Þetta kom fram í viðtali Kveiks við Sigríði sem birtist í heild á RÚV.is í morgun

„Dómararnir þurfa líka að vera sjálfstæðir í sínum störfum gagnvart öðrum dómurum og þá er mjög mikilvægt að það sitji ekki í hæfnisnefnd sem er að velja dómara aðrir dómarar til dæmis. Er það ekki Helgi?“ sagði Sigríður. 

„Eins og ég segi, það er enginn að fara að segja dómurum hvernig þeir eiga að dæma utan réttarins en dómarar geta verið í þakkarskuld við einhverja aðra dómara,“ sagði hún. Spyrillinn, Helgi Seljan, skaut þá inn spurningunni: „Eða ráðherra?“ og Sigríður svaraði: „Já,  jú jú, það getur verið þannig líka.“

Sú skoðun Sigríðar að óeðlilegt sé að dómarar komi að mati á hæfni umsækjenda um dómarastöður gengur í berhögg við viðhorf sem alþjóðleg samstaða er um í samvinnu lýðræðisríkja á vettvangi Evrópuráðsins sem Ísland á aðild að. 

Í tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins frá 17. nóvember 2010 um sjálfstæði, skilvirkni og skyldur dómara er sérstaklega mælst til þess að sjálfstætt stjórnvald – óháð ríkisstjórn og löggjafarþingi – skuli gera tillögur til þess veitingarvalds sem formlega skipar dómara. Hvatt er til þess að viðkomandi stjórnvald sé að verulegu leyti skipað dómurum sem séu valdir af öðrum dómurum. 

Eins og kom í ljós í viðtali Kveiks við Sigríði Andersen er hún – ráðherra dómsmála í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur – allt annarrar skoðunar og telur brýnt að ekki sitji dómarar í þeirri dómnefnd sem gerir tillögu til ráðherra um dómaraefni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár