Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sigríður segir að dómnefndin sé framlenging af henni

Sig­ríð­ur And­er­sen dóms­mála­ráð­herra undr­að­ist að um­sækj­andi með 1 í ein­kunn fyr­ir mennt­un hafi ver­ið val­inn - en valdi sjálf um­sækj­anda með 0 í ein­kunn. Sig­ríð­ur svar­aði fyr­ir lög­brot sitt við skip­un dóm­ara á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Al­þing­is í dag.

Sigríður segir að dómnefndin sé framlenging af henni
Sigríður Andersen Hafði efasemdir um hlutlægt mat hæfisnefndar um val umsækjenda um dómarastöður, en segir hana vera framlengingu af henni sem ráðherra. Mynd: Alþingi

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra svaraði fyrir ákvörðun sína um skipun dómara við Landsrétt, sem dæmd var lögbrot fyrir Hæstarétti í síðasta mánuði, á opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun.

Sigríður segir að ábyrgðin á málinu sé Alþingis, sem samþykkti tillögur hennar um að velja fjóra dómara aðra en þá sem sérstök nefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara valdi í fimmtán stöður dómara við Landsrétt.

Þá sagði Sigríður að lögbundin dómnefnd, sem fer yfir hæfni umsækjenda um dómarastöður, sé í raun ekki óháð og sé framlenging af dómsmálaráðherra. Þar af leiðandi geti gagnrýni á inngrip hennar í skipun dómara ekki byggt á því að hún hafi rofið sjálfstæði dómstólanna. Þó séu slíkar nefndir „góðra gjalda verðar“ og „nauðsynlegar“.

„Stundum er talað um að svona nefndir séu óháðar, en þær eru hluti af framkvæmdavaldinu,“ sagði Sigríður. „Þær eiga að vera ráðherra til aðstoðar, enda eru svona nefndir einn armur og framlenging af ráðherra.“

„Enda eru svona nefndir einn armur og framlenging af ráðherra“

Í lögum um dómstóla er því hins vegar lýst að „dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara“ sé skipuð af mörgum aðilum: „Einn nefndarmanna skal tilnefndur af Hæstarétti og skal hann vera formaður nefndarinnar. Einn nefndarmanna skal tilnefndur af Landsrétti. Dómstólasýslan tilnefnir þriðja nefndarmanninn og skal hann ekki vera starfandi dómari en Lögmannafélags Íslands þann fjórða. Fimmti nefndarmaðurinn skal kosinn af Alþingi.“ 

Þá hefur nefndin aðsetur hjá dómstólasýslunni, lögum samkvæmt. 

Síðar sagði Sigríður að það væri erfitt að við lýði væri sjálfstæð hæfnisnefnd sem heyrði ekki undir neinn.

Valdi sjálf dómara með 0 í einkunn

Sigríður lýsti á fundinum efasemdum um mat dómnefndarinnar um hæfni umsækjenda um dómarastöður. Þar á meðal taldi hún undarlegt, að umsækjandi sem fékk einkunnina 1 í menntun, hefði verið metinn meðal þeirra hæfustu. 

Sigríður valdi hins vegar að skipa umsækjanda dómara, sem hafði einkunnina 3 í menntun og var metinn 30. hæfasti af 33. Sami umsækjandi hafði hins vegar einkunnina 0 í lögmannsreynslu og stjórnsýslu, og 1 í stjórnun. Menntun- og framhaldsmenntun var metin með 5% vægi í heildarmati dómnefndar, en lögmannsreynsla 20%. 

Viðkomandi umsækjandi, Jón Finnbjörnsson, er eiginmaður fyrrverandi samstarfskonu Sigríðar til margra ára á lögmannsstofunni Lex.

„Ég var mjög hugsi yfir þessu excel-skjali og þessu gríðarlega hlutlæga mati sem nefndin hafði lagt til grundvallar. Sem greinilega hefur ekki alltaf verið í störfum nefndarinnar,“ sagði Sigríður. Þá sagði hún að hún hefði geta breytt einfaldlega tölum í hæfismatinu og þannig riðlað til röðun dómnefndar, það væri milljarður mögulegra niðurstaðna. „Ég nefni það að einstaklingur, talinn fimmtándi hæfasti af nefndinni, var með einkunn 0,025 hærri en einstaklingurinn í sextánda sæti. Þetta fannst mér strax blasa við að væri þvílíkur lítill munur að gæti ekki gefið tilefni til að maðurinn í fimmtánda sæti að hann væri það mikið hæfari en sá sextándi.“

Sigríður hefur verið gagnrýnd fyrir að skipa eiginkonu Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Landsrétt, þótt hún væri ekki metin meðal fimmtán hæfustu. Fyrir síðustu Alþingiskosningar tók Brynjar þá ákvörðun að víkja úr efsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og veita Sigríði oddvitasætið á sinn kostnað.

„Óheimilt að skipa mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan“

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í morgun að það hefði verið ljóst að Alþingi hefði ekki samþykkt lista hæfnisnefndar ef hann hefði verið lagður fram óbreyttur.

Sigríður sagði í morgun að fyrir hefði legið að „óbreyttur listi hefði valdið hérna einhverju fjaðrafoki“. Þá sagði hún að hún hefði ákveðið að bregða út frá vali hæfisnefndar til þess að það „væri skemmtilegur bragur“ á fyrstu skipun dómara í Landsrétt og að hún yrði „án mikillar geðshræringar.“

Í lögum um dómstóla er hins vegar gert ráð fyrir því að ráðherra skipi þá sem dómnefnd velur hæfasta. „Óheimilt er að skipa í dómaraembætti mann sem dómnefnd hefur ekki talið hæfastan meðal umsækjenda, hvort heldur einn eða samhliða öðrum.“

Í lögunum er síðan heimild til þess að víkja frá matinu, ef Alþingi samþykkir það. „Frá þessu má þó víkja ef Alþingi samþykkir tillögu ráðherra um heimild til að skipa í embættið annan nafngreindan umsækjanda sem fullnægir að mati dómnefndar öllum skilyrðum til að hljóta skipun í embættið.“

Segist hafa axlað ábyrgð í kosningum

Sigríður sat fyrir svörum hjá nefndinni vegna þess að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að hún  hefði brotið stjórnsýslulög þegar hún ákvað að fylgja ekki niðurstöðum hæfnisnefndar um skipun dómara í Landsrétt.

„Hæstiréttur er bara ósammála mér“

Sigríður hefur vísað til þess að hún hafi verið kjörin á Alþingi, eftir að héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði brotið lög við skipan dómara. Hins vegar hefur hún vísað til þess að efnislega sé dómur Hæstaréttar öðruvísi en dómur héraðsdóms, einna helst í því tilliti að Hæstiréttur taldi ekki sömu annmarka á mati dómnefndarinnar og héraðsdómur hafði vísað til, en Sigríður vísaði til þess eftir dóm héraðsdóms að mat dómnefndarinnar væri óvandað. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, benti Sigríði einnig á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefði sagt fyrir kosningar, á fundi í Verzlunarskóla Íslands, að ábyrgð Sigríðar lægi ekki ljós fyrir, þar sem Hæstiréttur hefði ekki úrskurðað í málinu.

„Hæstiréttur er bara ósammála mér í því að þetta hafi verið gert og það er ekkert óeðlilegt að um það sé deilt,“ sagði Sigríður um niðurstöðu Hæstaréttar að hún hefði ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún kaus að víkja frá mati dómnefndar um hæfni umsækjenda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
2
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár