Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðuneytisstjórinn brýndi fyrir Sigríði að undirbúa málið betur

Ragn­hild­ur Arn­ljóts­dótt­ir, sett­ur ráðu­neyt­is­stjóri í Lands­rétt­ar­mál­inu taldi rann­sókn og rök­stuðn­ing dóms­mála­ráð­herra ekki full­nægj­andi með til­liti til reglna stjórn­sýslu­rétt­ar.

Ráðuneytisstjórinn brýndi fyrir Sigríði að undirbúa málið betur

Ragnhildur Arnljótsdóttir, settur ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins við skipun Landsréttardómara, ráðlagði Sigríði Andersen eindregið að undirbúa betur tillögu sína til Alþingis um skipun dómara til að tryggja að rannsóknin á hæfni dómaraefna stæðist reglur stjórnsýsluréttar. Þetta kemur fram í tölvupósti ráðuneytisstjórans til dómsmálaráðherra sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá í kvöld

Áður hafði Stundin birt sams konar ráðleggingar og athugasemdir starfsmanna fjármálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins sem fylgdu gögnum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu þann 18. janúar. 

Í pósti Ragnhildar, sem er dagsettur 28. maí – daginn áður en Sigríður Andersen leggur tillögu sína um skipun Landsréttardómara fyrir Alþingi – fer hún yfir möguleikana í stöðunni.

Sá fyrsti sé að ráðherrann greini þinginu frá óánægju sinni með forsendurnar í mati dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómarastöður, leggi fram frumvarp sem fresti málinu til 1. október og vísi því aftur til dómnefndarinnar með óskum um að dómarareynsla fái aukið vægi í mati hennar. Annar möguleiki sé að ráðherra senda þinginu tillögur að breyttri uppröðun þar sem dómarareynsla fái aukið vægi. Til þess þurfi vandaðan rökstuðning og er lögð sérstök áhersla á að leggja þurfi sams konar mat á alla umsækjendur. Í ljósi þess að það hafði ekki verið gert býðst ráðuneytisstjórinn til að setja af stað vinnu í ráðuneytinu strax um kvöldið. 

Tölvupósturinn sem Kveikur birti í kvöldHér má sjá skjáskot af tölvupóstinum.

Sigíður Andersen dómsmálaráðherra ákvað að gera ekki ítarlega rannsókn á hæfni umsækjenda í samræmi við ráðgjöfina sem hún fékk frá ráðuneytisstjóranum og fleiri sérfræðingum í ráðuneytunum dagana á undan.

Eins og Hæstiréttur staðfesti þann 19. desember síðastliðinn braut ráðherra þannig lög og bakaði ríkinu miskabótaskyldu gagnvart umsækjendum sem gengið var framhjá. Aðfinnslur Hæstaréttar voru í fullkomnu samræmi við lögfræðiráðgjöfina sem Sigríður hunsaði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár