Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðuneytisstjórinn brýndi fyrir Sigríði að undirbúa málið betur

Ragn­hild­ur Arn­ljóts­dótt­ir, sett­ur ráðu­neyt­is­stjóri í Lands­rétt­ar­mál­inu taldi rann­sókn og rök­stuðn­ing dóms­mála­ráð­herra ekki full­nægj­andi með til­liti til reglna stjórn­sýslu­rétt­ar.

Ráðuneytisstjórinn brýndi fyrir Sigríði að undirbúa málið betur

Ragnhildur Arnljótsdóttir, settur ráðuneytisstjóri dómsmálaráðuneytisins við skipun Landsréttardómara, ráðlagði Sigríði Andersen eindregið að undirbúa betur tillögu sína til Alþingis um skipun dómara til að tryggja að rannsóknin á hæfni dómaraefna stæðist reglur stjórnsýsluréttar. Þetta kemur fram í tölvupósti ráðuneytisstjórans til dómsmálaráðherra sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur greindi frá í kvöld

Áður hafði Stundin birt sams konar ráðleggingar og athugasemdir starfsmanna fjármálaráðuneytisins og dómsmálaráðuneytisins sem fylgdu gögnum sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fékk afhent frá dómsmálaráðuneytinu þann 18. janúar. 

Í pósti Ragnhildar, sem er dagsettur 28. maí – daginn áður en Sigríður Andersen leggur tillögu sína um skipun Landsréttardómara fyrir Alþingi – fer hún yfir möguleikana í stöðunni.

Sá fyrsti sé að ráðherrann greini þinginu frá óánægju sinni með forsendurnar í mati dómnefndar um hæfni umsækjenda um dómarastöður, leggi fram frumvarp sem fresti málinu til 1. október og vísi því aftur til dómnefndarinnar með óskum um að dómarareynsla fái aukið vægi í mati hennar. Annar möguleiki sé að ráðherra senda þinginu tillögur að breyttri uppröðun þar sem dómarareynsla fái aukið vægi. Til þess þurfi vandaðan rökstuðning og er lögð sérstök áhersla á að leggja þurfi sams konar mat á alla umsækjendur. Í ljósi þess að það hafði ekki verið gert býðst ráðuneytisstjórinn til að setja af stað vinnu í ráðuneytinu strax um kvöldið. 

Tölvupósturinn sem Kveikur birti í kvöldHér má sjá skjáskot af tölvupóstinum.

Sigíður Andersen dómsmálaráðherra ákvað að gera ekki ítarlega rannsókn á hæfni umsækjenda í samræmi við ráðgjöfina sem hún fékk frá ráðuneytisstjóranum og fleiri sérfræðingum í ráðuneytunum dagana á undan.

Eins og Hæstiréttur staðfesti þann 19. desember síðastliðinn braut ráðherra þannig lög og bakaði ríkinu miskabótaskyldu gagnvart umsækjendum sem gengið var framhjá. Aðfinnslur Hæstaréttar voru í fullkomnu samræmi við lögfræðiráðgjöfina sem Sigríður hunsaði.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár