Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Katrín tekur ekki afstöðu til þess hvort Bjarni hafi brotið siðareglur

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir það „ekki hlut­verk for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að kveða upp úr­skurði um það hvort siða­regl­ur hafa ver­ið brotn­ar í ein­stök­um til­vik­um“ í svari við fyr­ir­spurn um hvort siða­regl­um hefði ver­ið fylgt þeg­ar fjár­mála­ráð­herra sat á skýrsl­um um af­l­and­seign­ir Ís­lend­inga fram yf­ir þing­kosn­ing­ar ár­ið 2016.

Katrín tekur ekki afstöðu til þess hvort Bjarni hafi brotið siðareglur

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur ekki afstöðu til þess hvort Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi brotið siðareglur með því að sitja á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir þingkosningar árið 2016. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Í svarinu er rakið að það sé á ábyrgð hvers ráðherra að gæta þess fyrir sitt leyti að farið sé eftir reglunum. Í vafatilvikum geti þó ráðherra leitað ráðgjafar hjá forsætisráðuneytinu. 

Spurt er hvort farið hafi fram mat á því hvort efni skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum varði almannahag og hver niðurstaða þess mats hafi þá verið.

„Sú skýrsla sem spurt er um var unnin á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Fyrirspurnum er varða efni hennar, eða mat á efni hennar, ber að beina til fjármála- og efnahagsráðherra, sbr. 1. mgr. 57. gr. laga um þingsköp Alþingis,“ segir í svari forsætisráðherra.

Þá er því ekki svarað hvort forsætisráðherra telji að siðareglur hafi verið brotnar með töfum á birtingu umræddrar skýrslu: „Samkvæmt siðareglum ráðherra nr. 1250/2017 hefur forsætisráðuneytið ráðgefandi hlutverk gagnvart ráðherrum um túlkun þeirra. Það er hins vegar ekki hlutverk forsætisráðuneytisins að kveða upp úrskurði um það hvort siðareglur hafa verið brotnar í einstökum tilvikum.“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sætti harðri gagnrýni þegar í ljós kom að hann hafði ákveðið að birta hvorki almenningi né Alþingi skýrslu um aflandseignir Íslendinga, sem unnin var og skilað ráðuneyti hans þann 13. september 2016, fyrr en eftir þingkosningarnar sem fram fóru í október sama ár. 

Í skýrslunni er fjallað með gagnrýnum hætti um þá stefnu sem rekin var á sviði skattalöggjafar og skattaeftirlits á útrásarárunum þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór með fjármálaráðuneytið.

T.d. er rakið hvernig ráðleggingar sérfræðinga um að innleiða svokallaða CFC-löggjöf í takt við þróunina í nágrannalöndunum voru hunsaðar á tímum gríðarlegrar „aflandsvæðingar“ á Íslandi. Fram kemur að íslensk skattalög „gefið meira svigrúm til flutnings eigna úr lögsögunni með löglegum hætti en víða annars staðar“ auk þess sem eftirfylgni og gagnaskráning hafi ekki haldið í við hraðan vöxt fjármagnsflutninga. Fyrir vikið hafi gríðarlegum fjármunum verið skotið undan skatti og samfélagið orðið af tugum milljarða. 

Eftir að í ljós kom í byrjun janúar 2017 að skýrslan var löngu tilbúin en hafði ekki verið birt fullyrti Bjarni Benediktsson í fréttaviðtali að skýrslunni hefði ekki verið skilað í ráðuneyti hans fyrr en eftir þingslit í október. Fljótlega kom í ljós að þetta var rangt. Viðurkenndi Bjarni að hafa sjálfur ákveðið að birta ekki skýrsluna, enda ekki viljað að efni hennar yrði sett „í kosningasamhengi“. Sem kunnugt er hafði einmitt verið boðað til þingkosninganna árið 2016 vegna harðra viðbragða almennings við uppljóstrunum um tengsl æðstu valdhafa við aflandsfélög.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár