Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherra staðinn að ósannindum: Fékk skýrsluna mánuði fyrir þingslit

Bjarni Bene­dikts­son fór með rangt mál í við­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi. Hann við­ur­kenn­ir „óná­kvæmni“ en seg­ist ekki vita hvers vegna upp­lýs­ing­ar um dag­setn­ingu skýrsl­unn­ar voru hvítt­að­ar. „Ég hef ekki hug­mynd um það hvers vegna eitt­hvað slíkt kann að hafa átt sér stað.“

Ráðherra staðinn að ósannindum: Fékk skýrsluna mánuði fyrir þingslit

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór með rangt mál í viðtali við RÚV í gærkvöldi þegar hann sagðist ekki hafa fengið skýrslu starfshóps um umfang aflandseigna Íslendinga inn í ráðuneyti sitt fyrr en eftir að þingi var slitið í október. Í sama viðtali sakaði hann pólitíska andstæðinga um „þvætting“, „fyrirslátt“ og „pólitík“.  

Hið rétta er að umrædd skýrsla var afhent fjármála- og efnahagsráðuneytinu þann 13. september þegar um mánuður var eftir af þingstörfum. Þetta hefur ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins staðfest við fréttastofu RÚV. Samdægurs fékk starfshópurinn tilkynningu frá ráðuneytinu um að störfum hans væri lokið og voru engar efnislegar breytingar gerðar á skýrslunni eftir þetta. Þingi var slitið þann 13. október, en þá hafði ráðuneytið ekki aðeins fengið skýrsluna afhenta heldur hafði ráðherra einnig fengið kynningu á efni hennar. 

„Ónákvæm tímalína“ 

Bjarni fullyrti þrisvar sinnum í gær að hann hefði ekki fengið skýrsluna fyrr en eftir að þingi var slitið:

1. „Skýrslan er í raun og veru ekki komin til okkar svona í endanlegri mynd fyrr en eftir að þing er farið heim.“

2. „Þegar skýrslan var í raun og veru endanlega tilbúin þá var þing farið heim og kosningar framundan, engin nefnd að störfum í þinginu til þess að taka við henni og svo framvegis.“

3. „Hún kemur inn í ráðuneytið einhvern tímann í október… svona í sinni endanlegu mynd.“

Þegar RÚV ræddi aftur við Bjarna í kvöld sagði hann að tímalína sín hefði ekki verið nákvæm: „Þetta var nú kannski ekki alveg nákvæm tímalína hjá mér eins og ég fór yfir þetta í gær. En það sem ég átti við, og það sem var í huga mér, var það, þegar þessi skýrsla er kynnt fyrir mér sem er þarna í fyrstu vikunni í október þá standa yfir samningar um þinglok. […] Í huga mínum í gær þá hugsaði ég með mér, mér leið eins og þingið hefði bara verið farið heim, en þetta var kannski ekki nákvæm tímalína hjá mér og ég biðst nú velvirðingar á því.“

Kann engar skýringar á ósýnilegu dagsetningunni

Eins og bent hefur verið á má finna orðin „september 2016“ á forsíðu skýrslunnar, en þau eru hvíttuð og ósýnileg nema tekið sé utan um textann. RÚV fullyrðir að dagsetningin hafi verið greinanleg á forsíðu upprunalegu skýrslunnar sem starfshópurinn skilaði ráðuneytinu. Þannig virðist sem litnum hafi verið breytt áður en skýrslan var birt opinberlega á ráðuneytisvefnum. 

Aðspurður hvort hann hefði sjálfur látið hvítta textann sagði Bjarni: „Nei, það gerði ég svo sannarlega ekki. Ég hef ekki hugmynd um það hvers vegna eitthvað slíkt kann að hafa átt sér stað.“ Í viðtalinu sagðist einnig hafa sjálfur ákveðið að birta ekki skýrsluna opinberlega fyrr en eftir kosningar kosningar, enda hefði hann ekki viljað „setja skýrsluna í kosningasamhengi“. 

Stjórnarmyndunarviðræður standa nú yfir milli Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins og útlit fyrir að Bjarni Benediktsson taki við embætti forsætisráðherra á næstu dögum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár