Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Varar við afturhvarfi til flokkspólitískrar skipunar dómara

Jakob R. Möller, formað­ur dóm­nefnd­ar sem met­ur hæfni um­sækj­enda um dóm­ara­stöð­ur, gagn­rýndi dóms­mála­ráð­herra á mál­fundi í HR og sagði að rétt­ast væri að setja ákvæði í stjórn­ar­skrá um að ráð­herr­ar þyrftu að fylgja lög­um.

Varar við afturhvarfi til flokkspólitískrar skipunar dómara
Jakob Möller Formaður dómnefndar sem metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti lét falla varnaðarorð á hádegisfundi í Háskólanum í Reykjavík. Mynd: Pressphotos.biz

Íslendingar þurfa að ákveða hvort þeir vilji hverfa aftur til fyrirkomulags þar sem skipunarvald við dómstóla ræðst af einberum flokkshagsmunum eða styðjast við málefnaleg sjónarmið og þá meginreglu að skipa skuli hæfasta umsækjandann hverju sinni.

Þetta sagði Jakob R. Möller, formaður dómnefndar sem metur hæfni umsækjenda um dómaraembætti, í erindi sínu á hádegisfundi lagadeildar HR á dögunum.

Jakob fjallaði ítarlega um sjálfstæði dómstóla og skipun dómara í sögulegu samhengi. Benti hann á að lög 45/2010 voru sett af ærnu tilefni – eftir áratugaskeið flokkspólitískrar misnotkunar á veitingarvaldi ráðherra við skipun dómara.

Sjö dómarar frá aldamótum skipaðir á skjön 
við meginregluna um að skipa beri þann hæfasta

„Allt frá því á fjórða áratug síðustu aldar var mikil fylgni milli flokksaðildar dómsmálaráðherra og þekktra stjórnmálaskoðana þeirra sem skipaðir voru dómarar, sérstaklega í Hæstarétti,“ sagði hann. „Það var svo ekki fyrr en um 1987 með stofnun embættis umboðsmanns Alþingis og síðan með lögfestingu stjórnsýslulaga nr. 37/1993 að meginreglan um skipun þess hæfasta öðlaðist viðurkenningu í íslenskum rétti.“ 

Jakob benti á að allt frá lögfestingu laganna um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989 hefði starfað nefnd um mat á umsækjendum til ráðgjafar fyrir veitingavaldið, þ.e. dómsmálaráðherra.

„Fram til gildistöku laga nr. 45/2010 þann 19. maí 2010 batt niðurstaða nefndarinnar ekki hendur ráðherra. Á þessari öld eru a.m.k. sjö dómarar við Hæstarétt, héraðsdómstóla og nú síðast Landsrétt þar sem meginreglan um skipun þess hæfasta sýnist hafa verið brotin, það er ráðherra skeytti ekki um niðurstöðu faglegrar nefndar, en skipaði annan eða aðra en metnir höfðu verið hæfastir og án þess að nokkur alvörurannsókn samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga hefði farið fram.“

Þarf að stjórnarskrárbinda 
skyldu ráðherra til að fylgja lögum?

Jakob velti því upp hvort ef til vill þyrfti að stjórnarskrárbinda skyldu ráðherra til að fylgja lögum í embættisverkum sínum. Í ljósi samhengisins og atburða undanfarinna mánaða mátti skilja orð hans sem óbeina gagnrýni á framgöngu Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra.

„Eins og ég reikna með að allir hér inni viti og lesi kvölds og morgna þá stendur í 61. gr. stjórnarskrárinnar: Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Af því ég sé að það eru að minnsta kosti tveir alþingismenn hérna inni, þá væri kannski rétt að þeir hefðu í huga við endurskoðun stjórnarskrárinnar að setja inn nýtt ákvæði um að ráðherrar skuli í embættisverkum sínum fara eftir lögum,“ sagði Jakob.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu