Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Stjórnarliðar lögðust gegn skýrslubeiðni um viðbrögð við rannsóknarskýrslum

Þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans gerðu sig lík­lega til að greiða at­kvæði gegn því að skýrslu­beiðni frá þing­mönn­um nær allra flokka til Bjarna Bene­dikts­son­ar yrði leyfð. Töldu hana ekki bein­ast að rétt­um að­ila.

Stjórnarliðar lögðust gegn skýrslubeiðni um viðbrögð við rannsóknarskýrslum

Þingmenn stjórnarmeirihlutans á Alþingi gerðu sig líklega til að greiða atkvæði gegn því að skýrslubeiðni til fjármála- og efnahagsráðherra, frá þingmönnum allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, yrði leyfð. Eftir nokkurt þóf fóru flutningsmenn fram á að atkvæðagreiðslunni yrði frestað.

Beiðnin var lögð fram að frumkvæði Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, ásamt þeim Hönnu Katrínu Friðriksson, Halldóru Mogensen, Helga Hrafni Gunnarssyni, Ingu Sæland, Jóni Steindóri Valdimarssyni, Kolbeini Óttarssyni Proppé, Oddnýju G. Harðardóttur, Smára McCarthy og Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur. Var hún unnin í samráði við lögfræðinga á nefndasviði Alþingis..

Óskað var eftir því að ráðherra flytti Alþingi skýrslu um ábendingar er varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn skýrslubeiðninni, einkum á þeim grundvelli að skýrslunni væri ekki beint til rétts aðila og að ekki hefði farið fram kostnaðarmat á því að svara þeim spurningum sem fram koma. Þá væri það  ekki fjármálaráðuneytisins að taka saman efni á borð við það sem beðið er um í skýrslubeiðninni.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, tók undir þetta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður sama flokks, sagði hins vegar undarlegt og fáheyrt að komin væri upp sú staða að hugsanlega yrði skýrslubeiðni þingmanna til ráðherra ekki leyfð. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, var sama sinnis og sagðist ekki muna eftir öðru eins á sínum þingferli. 

Óli Björn, Bjarkey og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hvöttu til þess að þingheimur reyndi að sameinast um aðferð til að ná fram sömu markmiðum og þingsályktunartillögunni væri ætlað. Með þetta fyrir augum var ákveðið að láta fresta atkvæðagreiðslunni.

Uppfært kl. 16:45:

Björn Leví Gunnarsson deilir frétt Stundarinnar á Facebook og skrifar um málið: 

„Þetta var allt hið undarlegasta mál. Það kom allt í einu í ljós að einhverjir væru á móti skýrslubeiðni ... sem gerist bara ekki.

Það var sagt að þetta væri beint að vitlausum ráðherra, það er ekki rétt. Sérstaklega af því að það var verið að beina fyrirspurninni að tveimur og forseta þings. Það var búið að fara vel yfir þetta með fagaðilum.

Það var sagt að þetta væri ekki kostnaðarmetið og skýrslurnar sem ætti að skoða hefðu verið svo dýrar. Já, þær voru dýrar og eitt af markmiðum þessara skýrslubeiðna er að passa að sá peningur hafi ekki farið í súginn.

Málið er ekki búið, atkvæðagreiðslu var bara frestað. Sjáum til hvaða tillögur berast um breytingar. Þegar allt kemur til alls er mér sama hvernig er spurt. Bara að svarið komi. Andstaðan við þetta mál vekur forvitni og styður að það sé þörf á að þessar upplýsingar komi fram. Mig grunar nefnilega að lítið hafi verið gert, sem er ástæða beiðninnar.“

Hér má sjá skýrslubeiðnina í heild:

Með vísan til 54. gr. stjórnarskrárinnar og 54. gr. laga um þingsköp Alþingis er þess óskað að fjármála- og efnahagsráðherra flytji Alþingi skýrslu um ábendingar sem varða stjórnsýsluna og viðbrögð við þeim sem fram koma í rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 annars vegar og í skýrslu rannsóknarnefndar um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna hins vegar. 

Í skýrslunni verði samantekt á ábendingum þeim til stjórnsýslunnar sem settar eru fram í skýrslunum og fjallað verði m.a. um: 

     1.      hversu margar ábendingar koma fram sem beint er til stjórnsýslunnar,      
     2.      hverjar þær ábendingar eru, 
     3.      hvernig brugðist hefur verið við þeim og 
     4.      hvaða ábendingum hefur ekki enn verið brugðist við. 

Í þeim tilvikum sem brugðist hefur verið við ábendingum er óskað eftir að upplýst verði: 

     1.      hvernig tryggt hafi verið að þeim hafi verið og verði fylgt eftir, 
     2.      hver hafi verið tilnefndur ábyrgðaraðili og 
     3.      hvernig ráðherra hyggist fylgja eftir ábendingum þar sem ekki hefur verið tilnefndur ábyrgðaraðili. 

Óskað er eftir tæmandi lista yfir þær ábendingar sem ráðherra hyggst ekki bregðast við ásamt ástæðum þess og mati ráðherra á þeim árangri sem eftirfylgni hefur haft í för með sér og hvernig sá árangur er mældur. 

Að lokum er farið fram á að ráðherra geri grein fyrir þeim breytingum sem hafa orðið á starfsemi banka og sparisjóða í kjölfar ábendinga úr rannsóknarskýrslu Alþingis. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár