Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen fór með rangt mál í sjónvarpsviðtali

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra setti fram ým­ist rang­ar eða vill­andi full­yrð­ing­ar í við­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi þeg­ar hún var kraf­in svara vegna um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar.

Sigríður Andersen fór með rangt mál í sjónvarpsviðtali

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði ranglega í viðtali við fréttastofu RÚV í gærkvöldi að í dómi Hæstaréttar um Landsréttarmálið væri ekki útskýrt „að hvaða leyti [ráðherra] hefði þurft að rannsaka málið frekar“ þegar gerð var tillaga til Alþingis um skipun Landsréttardómara í maí 2017. 

Hið rétta er að Hæstiréttur tekur skýrt fram í dómi sínum hvaða lágmarkskröfur hvíldu á ráðherra með tilliti til rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og þeirrar grundvallarreglu að stjórnvaldi beri að skipa hæfustu umsækjendur í embætti hverju sinni. Athugasemdir Hæstaréttar um þetta eru í fullu samræmi við dómafordæmi frá 2011, lögfræðiráðgjöf sem Sigríður Andersen fékk við undirbúning tillögunnar í ráðuneyti sínu og þær ábendingar sem fram komu við meðferð málsins á Alþingi síðasta sumar. 

„Hæstaréttardómurinn kveður upp úr um það að það hafi þurft að rannsaka málið frekar. Hann kveður ekkert nánar um það að hvaða leyti hefði átt að rannsaka málið frekar,“ sagði Sigríður í viðtalinu við fréttastofu RÚV í gær.

Svo bætti hún við: „Og við erum kannski ennþá í nokkru myrkri hvað það varðar, fyrir utan það að dómurinn nefnir að það hefði þurft að bera betur saman einstaklingana, það hefði þurft með einhverjum hætti að gera það. Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir það ekki í sínum störfum, og við þurfum þá að skoða það hvort það sé nægilega undirbúið í hendur ráðherra sú vinna sem hæfnisnefndin sjálf innir af hendi.“

Hæstiréttur útskýrir hvaða lágmarkskröfur hvíla á ráðherra 

Í dómum Hæstaréttar í Landsréttarmálinu frá 19. desember 2017 er rakið og rökstutt hvaða lágmarksskilyrði rannsókn ráðherra hefði þurft að uppfylla til að standast lög. 

Fram kemur að áður en lögleiddar voru reglur um dómnefndir til að meta hæfni umsækjenda um dómaraembætti hvíldi samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga sú skylda á ráðherra dómsmála að sjá til þess að atriði sem máli skiptu við mat á hæfni umsækjenda væru nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin um veitingu dómaraembættis. 

„Með setningu 2. mgr. 5. gr. laga nr. 92/1989, síðar 4. gr. a. laga nr. 15/1998 og nú síðast bráðabirgðaákvæði IV við lög nr. 50/2016, sbr. og 12. gr. þeirra laga, var þessari rannsóknarskyldu létt af ráðherra og hún þess í stað lögð á herðar dómnefndar sem skipuð er með tilliti til þess að tryggt sé að hún hafi yfir að ráða sérþekkingu við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Kemur rannsókn dómnefndar því að lögum í stað rannsóknar sem ráðherra hefði ella borið að framkvæma samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga,“ segir Hæstiréttur. 

Þetta er í takt við dómafordæmi Hæstaréttar í máli nr. 412/2010 frá 14. apríl 2011 sem talsvert hefur verið vísað til í umræðum um Landsréttarmálið. Sigríður Andersen hefur hins vegar þrætt fyrir að málið sé raunverulega fordæmisgefandi og meira að segja haldið þeirri afstöðu til streitu – sjá til dæmis viðtal á Bylgjunni 14. janúar 2018 – eftir að dómar Hæstaréttar í Landsréttarmálinu féllu þann 19. desember 2017. Þannig hafnar dómsmálaráðherra því beinlíns að dómur sem Hæstiréttur Íslands álítur fordæmisgefandi í ágreiningi um skipun dómara sé raunverulega fordæmisgefandi. 

Rannsókn ráðherra hefði þurft að byggja á sérfræðiþekkingu

Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að ef dómsmálaráðherra geri tillögu til Alþingis um að vikið verði frá áliti dómnefndar um veitingu dómaraembættis verði slík ákvörðun að vera reist á frekari rannsókn ráðherra þar sem „fyrir hendi sé sérþekking sambærileg þeirri sem dómnefnd býr yfir og að tekið sé tillit til fyrirmæla ráðherra í reglum nr. 620/2010 um þau atriði sem ráða skulu hæfnismati“. 

Þá segir Hæstiréttur að ráðherra hafi, í ljósi rannsóknarskyldu sinnar samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, „að lágmarki [borið] að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefnd hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra gerði ekki tillögu um, og hins vegar þeirra fjögurra sem ráðherra gerði tillögu um í stað hinna fyrrnefndu“. 

Þá hafi ráðherra borið að gera sjálfstæða tillögu til Alþingis um sérhvern þeirra fjögurra sem hún lagði til en voru ekki í hópi þeirra 15 umsækjenda sem dómnefndin hafði metið hæfasta. Þar hefði beinlínis átt að fara fram „sérstök rannsókn sambærileg rannsókn dómnefndar á atriðum, sem vörðuðu veitingu umræddra fjögurra dómaraembætta við Landsrétt“. 

Segir dómnefndina ekki hafa borið
saman hæfni einstakra umsækjenda

Þessi niðurstaða Hæstaréttar er í fullkomnu samræmi við ábendingar sérfræðinga sem fram komu við meðferð málsins í dómsmálaráðuneytinu. Eins og Stundin greindi frá og fjallaði ítarlega um í gærmorgun ákvað ráðherra að fara ekki eftir þessum ábendingum

Í viðtalinu við Sigríði á RÚV í gærkvöldi var hún spurð hvers vegna hún hefði ekki gert það. „Ég fór nú alveg eftir ábendingunum. Ég lagði auðvitað sjálfstætt mat á umsækjendur og fór yfir öll gögn,“ svaraði hún og sagði jafnframt að ekki væri hægt að draga þá ályktun af tölvupóstum sem Stundin hafði birt að hún hefði ekki fylgt ráðleggingum starfsmanna.

Síðar í viðtalinu viðurkenndi Sigríður þó að hún hefði ekki fylgt ábendingum sérfræðinganna um setja þyrfti fram ítarlegan rökstuðning fyrir hrókeringum af lista dómnefndar. „Nei vegna þess að ég var því ósammála,“ sagði ráðherra. 

 „Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir
það ekki í sínum störfum“

Athygli vekur að í viðtalinu við fréttastofu RÚV segir Sigríður að Hæstiréttur telji að ráðherra hefði átt að „bera betur saman einstaklingana“ og bætir við: „Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir það ekki í sínum störfum.“ 

Raunin er hins vegar sú að „hæfnisnefndin sjálf“ skilaði ráðherra 117 blaðsíðna umsögn þann 19. maí 2017 þar sem fram kom ítarlegur samanburður á hæfni umsækjenda, röðun innan einstakra matsþátta og rökstutt álit á því hverjir teldust hæfastir til að hljóta embætti dómara í samræmi við reglur nr. 620/2010 um störf dómnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár