Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tilraunakenndir tónar og hin eilífa endurtekning

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 26. janú­ar–8. fe­brú­ar.

Tilraunakenndir tónar og hin eilífa endurtekning

Úlfur Eldjárn

Hvar? Mengi
Hvenær? 26. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Úlfur Eldjárn fer gjarnan óvenjulegar og tilraunakenndar leiðir í tónlist sinni. Á tónleikunum mun hann bjóða áheyrendum með sér inn í kosmískar víddir nýrrar raftónlistar sem hann er með í vinnslu. Fyrir skemmstu gaf Úlfur út plötuna „The Aristókrasía Project“, þar sem hann blandar saman hljóðgervlum, lifandi strengjum og slagverki.

Godchilla útgáfutónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 27. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Leðjukennda rokksveitin Godchilla fagnar þriðju útgáfu sinni, „Hypnopolis“, en hún var tilnefnd til Kraumverðlauna 2017. Lög sveitarinnar einkennast af sveimkenndu gítarspili og drynjandi bassa, rólegum en taktföstum trommum, með ómandi söng. Hljómsveitin hefur lofað miklu sjónarspili þar sem skilin milli tónflutnings og fjarflutnings munu mást út. Þeim til liðs verða russian.girls og Sindri 7000.

Japanshátíð

Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Hvenær? 27. janúar kl. 14.00-17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hin árlega Japanshátíð er haldin í 14. skiptið og í fyrsta skiptið í nýbyggðu tungumálabyggingu Háskóla Íslands. Í ár er lögð áhersla á hefðbundnar japanskar listir og siði og er þar Rakugo fremst í fararbroddi, en það er uppistandsform Japans þar sem sögumaður flytur einleiksverk. Einnig verða sýndar bardagalistir, kennsla í japönskum pop dönsum og aðrir viðburðir.

Vetrarhátíð

Hvar? Víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? 1.–4. febrúar

Á hinni árlegu Vetrarhátíð fær myrkur að njóta sín og fjöldinn allur af listamönnum halda sérstakar sýningar og viðburði. Á föstudeginum er Safnanótt, en þá bjóða fjölmörg söfn upp á fjölbreytta dagskrá og ókeypis aðgang frá 18.00, og á laugardaginn er Sundlauganótt þar sem sundlaugarnar gera slíkt hið sama. Hægt er að sjá fulla dagskrá á vetrarhatid.is.

Innrás I: Guðmundur Thoroddsen

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 2. febrúar–2. apríl
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Innrás er fjögurra hluta sýningarröð þar sem listamönnum er boðið að „ráðast inn“ í yfirlitssýningu Ásmundar Sveinssonar, „List fyrir fólkið“. Á fyrstu sýningunni er að finna verk Guðmundar Thoroddsen, en hann hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramik og viði. Guðmundur verður með leiðsögn 2. febrúar kl. 20.00.

Groundhog Day dagur

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 2. febrúar kl. 10.00–22.00
Aðgangseyrir: 1.200 kr.

Á Groundhog deginum sjálfum efnir Bíó Paradís til veislu þar sem kvikmyndin um manninn sem er fastur í 2. febrúar er sýnd frá morgni til kvölds, með fyrstu sýningu klukkan 10 og þá síðustu 22. Hugleikur Dagsson verður til staðar til að kynna myndina í hvert einasta skipti, og teikna sama verk frá morgni til kvölds eins og hann sé fastur í sinni eigin eilífri endurtekningu.

Emmsjé Gauti

Hvar? Græni hatturinn, Akureyri
Hvenær? 3. febrúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Fjölskylduvæna andlit nýju bylgju íslenska rappsins, vel klæddi maðurinn sem sagðist elska þessar mellur en er nú orðinn faðir og femínisti, Emmsjé Gauti, heldur tónleika fyrir norðan og hvetur alla til að mæta í lakkskóm og undirbúa sig fyrir að dansa. Með Gauta koma fram vel valdir vinir hans.

Legend útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 3. febrúar kl. 00.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Fimm ár eru á milli frumraunar iðnaðarrokksveitarinnar Legend og nýju breiðskífunnar „Midnight Champion“ sem hljómsveitin fagnar nú. Á þessum fimm árum hefur hljómsveitin spilað víða erlendis og hefur ekki komið fram á Íslandi síðan 2014. Búast má við miklum tilburðum og myrku rokki sem á jafn mikið heima á Gauknum og í iðnaðarhverfi þar sem fagnað er síðasta degi jarðar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár