Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tilraunakenndir tónar og hin eilífa endurtekning

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 26. janú­ar–8. fe­brú­ar.

Tilraunakenndir tónar og hin eilífa endurtekning

Úlfur Eldjárn

Hvar? Mengi
Hvenær? 26. janúar kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Úlfur Eldjárn fer gjarnan óvenjulegar og tilraunakenndar leiðir í tónlist sinni. Á tónleikunum mun hann bjóða áheyrendum með sér inn í kosmískar víddir nýrrar raftónlistar sem hann er með í vinnslu. Fyrir skemmstu gaf Úlfur út plötuna „The Aristókrasía Project“, þar sem hann blandar saman hljóðgervlum, lifandi strengjum og slagverki.

Godchilla útgáfutónleikar

Hvar? Iðnó
Hvenær? 27. janúar kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Leðjukennda rokksveitin Godchilla fagnar þriðju útgáfu sinni, „Hypnopolis“, en hún var tilnefnd til Kraumverðlauna 2017. Lög sveitarinnar einkennast af sveimkenndu gítarspili og drynjandi bassa, rólegum en taktföstum trommum, með ómandi söng. Hljómsveitin hefur lofað miklu sjónarspili þar sem skilin milli tónflutnings og fjarflutnings munu mást út. Þeim til liðs verða russian.girls og Sindri 7000.

Japanshátíð

Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Hvenær? 27. janúar kl. 14.00-17.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Hin árlega Japanshátíð er haldin í 14. skiptið og í fyrsta skiptið í nýbyggðu tungumálabyggingu Háskóla Íslands. Í ár er lögð áhersla á hefðbundnar japanskar listir og siði og er þar Rakugo fremst í fararbroddi, en það er uppistandsform Japans þar sem sögumaður flytur einleiksverk. Einnig verða sýndar bardagalistir, kennsla í japönskum pop dönsum og aðrir viðburðir.

Vetrarhátíð

Hvar? Víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu
Hvenær? 1.–4. febrúar

Á hinni árlegu Vetrarhátíð fær myrkur að njóta sín og fjöldinn allur af listamönnum halda sérstakar sýningar og viðburði. Á föstudeginum er Safnanótt, en þá bjóða fjölmörg söfn upp á fjölbreytta dagskrá og ókeypis aðgang frá 18.00, og á laugardaginn er Sundlauganótt þar sem sundlaugarnar gera slíkt hið sama. Hægt er að sjá fulla dagskrá á vetrarhatid.is.

Innrás I: Guðmundur Thoroddsen

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 2. febrúar–2. apríl
Aðgangseyrir: 1.650 kr.

Innrás er fjögurra hluta sýningarröð þar sem listamönnum er boðið að „ráðast inn“ í yfirlitssýningu Ásmundar Sveinssonar, „List fyrir fólkið“. Á fyrstu sýningunni er að finna verk Guðmundar Thoroddsen, en hann hefur undanfarin ár beint sjónum sínum á kómískan hátt að karlmennskunni og notað til þess meðal annars skúlptúra úr keramik og viði. Guðmundur verður með leiðsögn 2. febrúar kl. 20.00.

Groundhog Day dagur

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 2. febrúar kl. 10.00–22.00
Aðgangseyrir: 1.200 kr.

Á Groundhog deginum sjálfum efnir Bíó Paradís til veislu þar sem kvikmyndin um manninn sem er fastur í 2. febrúar er sýnd frá morgni til kvölds, með fyrstu sýningu klukkan 10 og þá síðustu 22. Hugleikur Dagsson verður til staðar til að kynna myndina í hvert einasta skipti, og teikna sama verk frá morgni til kvölds eins og hann sé fastur í sinni eigin eilífri endurtekningu.

Emmsjé Gauti

Hvar? Græni hatturinn, Akureyri
Hvenær? 3. febrúar kl. 22.00
Aðgangseyrir: 3.000 kr.

Fjölskylduvæna andlit nýju bylgju íslenska rappsins, vel klæddi maðurinn sem sagðist elska þessar mellur en er nú orðinn faðir og femínisti, Emmsjé Gauti, heldur tónleika fyrir norðan og hvetur alla til að mæta í lakkskóm og undirbúa sig fyrir að dansa. Með Gauta koma fram vel valdir vinir hans.

Legend útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 3. febrúar kl. 00.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Fimm ár eru á milli frumraunar iðnaðarrokksveitarinnar Legend og nýju breiðskífunnar „Midnight Champion“ sem hljómsveitin fagnar nú. Á þessum fimm árum hefur hljómsveitin spilað víða erlendis og hefur ekki komið fram á Íslandi síðan 2014. Búast má við miklum tilburðum og myrku rokki sem á jafn mikið heima á Gauknum og í iðnaðarhverfi þar sem fagnað er síðasta degi jarðar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár