Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Ey­þór Arn­alds, stærsti ein­staki hlut­hafi Morg­un­blaðs­ins og fram­bjóð­andi í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, gagn­rýn­ir nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta harð­lega á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, kemur fyrir á forsíðu blaðsins í dag. Tilefnið er grein eftir Eyþór inni í blaðinu þar sem frambjóðandinn kynnir kosningamál sín, gagnrýnir núverandi borgarstjórnarmeirihluta fyrir að „þrengja að fjölskyldubílnum“ og varar við áformum um Borgarlínu. Í Staksteinum Morgunblaðsins er Borgarlína jafnframt gagnrýnd á sams konar grundvelli og fundið að því að verið sé að „þrengja að eftirlætisferðamáta borgarbúa“. 

„Í stað Borgarlínu væri skynsamlegra að bæta merkingar og nota þá tækni sem verður brátt í öllum bílum: Snjallsímar á hjólum. Borgarnet bíla þar sem fólk kemst á hagstæðan hátt alla leið heim til sín. Reykjavík á að vera í fararbroddi að innleiða þær tæknilausnir sem eru að ryðja sér til rúms um þessar mundir en ekki fara af stað með 19. aldar hugmynd um línulegar samgöngur,“ skrifar Eyþór sem jafnframt kallar eftir því að samningi við ríkið, „þar sem ákveðið var að 1 milljarður á ári sem hefði annars farið í nauðsynlegar framkvæmdir á stofnbrautum í Reykjavík rynn[i] til Strætó“, verði sagt upp.

Eyþór er í dag stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, með um 23 prósenta hlut í gegnum félagið Ramses II. Á forsíðu Morgunblaðsins í dag má sjá mynd af Eyþóri og tilvitnun í grein eftir hann sem birtist í blaðinu.

Þegar Stundin ræddi við Eyþór á dögunum tók hann skýrt fram að hann skipti sér ekki á nokkurn hátt af ritstjórn Morgunblaðsins. „Ég hef enga aðkomu að til dæmis ritstjórn Morgunblaðsins, bara svo það sé sagt hreint út,“ sagði hann. Miklir kærleikar eru með Eyþóri og Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Þegar Davíð bauð sig fram til forseta árið 2016 tók Eyþór virkan þátt í kosningabaráttunni. Að sama skapi hefur Davíð farið lofsamlegum orðum um Eyþór; til að mynda bölvaði hann því í leiðara árið 2014 að Eyþór hefði ekki gefið kost á sér í bæjarstjórnarkosningum. „Það er skaði. Raunar gætu sjálfstæðismenn í Reykjavík heldur betur grætt á því að fá mann eins og Eyþór Arnalds í forystuhlutverk þar,“ sagði í leiðara Morgunblaðsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár