Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Ey­þór Arn­alds, stærsti ein­staki hlut­hafi Morg­un­blaðs­ins og fram­bjóð­andi í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, gagn­rýn­ir nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta harð­lega á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, kemur fyrir á forsíðu blaðsins í dag. Tilefnið er grein eftir Eyþór inni í blaðinu þar sem frambjóðandinn kynnir kosningamál sín, gagnrýnir núverandi borgarstjórnarmeirihluta fyrir að „þrengja að fjölskyldubílnum“ og varar við áformum um Borgarlínu. Í Staksteinum Morgunblaðsins er Borgarlína jafnframt gagnrýnd á sams konar grundvelli og fundið að því að verið sé að „þrengja að eftirlætisferðamáta borgarbúa“. 

„Í stað Borgarlínu væri skynsamlegra að bæta merkingar og nota þá tækni sem verður brátt í öllum bílum: Snjallsímar á hjólum. Borgarnet bíla þar sem fólk kemst á hagstæðan hátt alla leið heim til sín. Reykjavík á að vera í fararbroddi að innleiða þær tæknilausnir sem eru að ryðja sér til rúms um þessar mundir en ekki fara af stað með 19. aldar hugmynd um línulegar samgöngur,“ skrifar Eyþór sem jafnframt kallar eftir því að samningi við ríkið, „þar sem ákveðið var að 1 milljarður á ári sem hefði annars farið í nauðsynlegar framkvæmdir á stofnbrautum í Reykjavík rynn[i] til Strætó“, verði sagt upp.

Eyþór er í dag stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, með um 23 prósenta hlut í gegnum félagið Ramses II. Á forsíðu Morgunblaðsins í dag má sjá mynd af Eyþóri og tilvitnun í grein eftir hann sem birtist í blaðinu.

Þegar Stundin ræddi við Eyþór á dögunum tók hann skýrt fram að hann skipti sér ekki á nokkurn hátt af ritstjórn Morgunblaðsins. „Ég hef enga aðkomu að til dæmis ritstjórn Morgunblaðsins, bara svo það sé sagt hreint út,“ sagði hann. Miklir kærleikar eru með Eyþóri og Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Þegar Davíð bauð sig fram til forseta árið 2016 tók Eyþór virkan þátt í kosningabaráttunni. Að sama skapi hefur Davíð farið lofsamlegum orðum um Eyþór; til að mynda bölvaði hann því í leiðara árið 2014 að Eyþór hefði ekki gefið kost á sér í bæjarstjórnarkosningum. „Það er skaði. Raunar gætu sjálfstæðismenn í Reykjavík heldur betur grætt á því að fá mann eins og Eyþór Arnalds í forystuhlutverk þar,“ sagði í leiðara Morgunblaðsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár