Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Ey­þór Arn­alds, stærsti ein­staki hlut­hafi Morg­un­blaðs­ins og fram­bjóð­andi í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, gagn­rýn­ir nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta harð­lega á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, kemur fyrir á forsíðu blaðsins í dag. Tilefnið er grein eftir Eyþór inni í blaðinu þar sem frambjóðandinn kynnir kosningamál sín, gagnrýnir núverandi borgarstjórnarmeirihluta fyrir að „þrengja að fjölskyldubílnum“ og varar við áformum um Borgarlínu. Í Staksteinum Morgunblaðsins er Borgarlína jafnframt gagnrýnd á sams konar grundvelli og fundið að því að verið sé að „þrengja að eftirlætisferðamáta borgarbúa“. 

„Í stað Borgarlínu væri skynsamlegra að bæta merkingar og nota þá tækni sem verður brátt í öllum bílum: Snjallsímar á hjólum. Borgarnet bíla þar sem fólk kemst á hagstæðan hátt alla leið heim til sín. Reykjavík á að vera í fararbroddi að innleiða þær tæknilausnir sem eru að ryðja sér til rúms um þessar mundir en ekki fara af stað með 19. aldar hugmynd um línulegar samgöngur,“ skrifar Eyþór sem jafnframt kallar eftir því að samningi við ríkið, „þar sem ákveðið var að 1 milljarður á ári sem hefði annars farið í nauðsynlegar framkvæmdir á stofnbrautum í Reykjavík rynn[i] til Strætó“, verði sagt upp.

Eyþór er í dag stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, með um 23 prósenta hlut í gegnum félagið Ramses II. Á forsíðu Morgunblaðsins í dag má sjá mynd af Eyþóri og tilvitnun í grein eftir hann sem birtist í blaðinu.

Þegar Stundin ræddi við Eyþór á dögunum tók hann skýrt fram að hann skipti sér ekki á nokkurn hátt af ritstjórn Morgunblaðsins. „Ég hef enga aðkomu að til dæmis ritstjórn Morgunblaðsins, bara svo það sé sagt hreint út,“ sagði hann. Miklir kærleikar eru með Eyþóri og Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Þegar Davíð bauð sig fram til forseta árið 2016 tók Eyþór virkan þátt í kosningabaráttunni. Að sama skapi hefur Davíð farið lofsamlegum orðum um Eyþór; til að mynda bölvaði hann því í leiðara árið 2014 að Eyþór hefði ekki gefið kost á sér í bæjarstjórnarkosningum. „Það er skaði. Raunar gætu sjálfstæðismenn í Reykjavík heldur betur grætt á því að fá mann eins og Eyþór Arnalds í forystuhlutverk þar,“ sagði í leiðara Morgunblaðsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Stendur með því sem hjartað segir að sé rétt
6
Viðtal

Stend­ur með því sem hjart­að seg­ir að sé rétt

Ás­dís María Við­ars­dótt­ir hef­ur sleg­ið í gegn í þýsku­mæl­andi lönd­um. Með­al ann­ars átt lag í fyrsta sæti vin­sældal­ista út­varps­stöðva í Þýskalandi og ver­ið til­nefnd þar fyr­ir besta popp­lag árs­ins. Hér heima vakti hún um­ræðu í fyrra þeg­ar hún dró sig frá lagi sínu í Eurovisi­on vegna hern­að­ar­ins á Gaza. Ás­dís María ræð­ir allt þetta í við­tali – og meira til!

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár