Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Ey­þór Arn­alds, stærsti ein­staki hlut­hafi Morg­un­blaðs­ins og fram­bjóð­andi í leið­toga­próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, gagn­rýn­ir nú­ver­andi borg­ar­stjórn­ar­meiri­hluta harð­lega á for­síðu Morg­un­blaðs­ins í dag.

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Eyþór Arnalds, frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, kemur fyrir á forsíðu blaðsins í dag. Tilefnið er grein eftir Eyþór inni í blaðinu þar sem frambjóðandinn kynnir kosningamál sín, gagnrýnir núverandi borgarstjórnarmeirihluta fyrir að „þrengja að fjölskyldubílnum“ og varar við áformum um Borgarlínu. Í Staksteinum Morgunblaðsins er Borgarlína jafnframt gagnrýnd á sams konar grundvelli og fundið að því að verið sé að „þrengja að eftirlætisferðamáta borgarbúa“. 

„Í stað Borgarlínu væri skynsamlegra að bæta merkingar og nota þá tækni sem verður brátt í öllum bílum: Snjallsímar á hjólum. Borgarnet bíla þar sem fólk kemst á hagstæðan hátt alla leið heim til sín. Reykjavík á að vera í fararbroddi að innleiða þær tæknilausnir sem eru að ryðja sér til rúms um þessar mundir en ekki fara af stað með 19. aldar hugmynd um línulegar samgöngur,“ skrifar Eyþór sem jafnframt kallar eftir því að samningi við ríkið, „þar sem ákveðið var að 1 milljarður á ári sem hefði annars farið í nauðsynlegar framkvæmdir á stofnbrautum í Reykjavík rynn[i] til Strætó“, verði sagt upp.

Eyþór er í dag stærsti einstaki hluthafi Morgunblaðsins, með um 23 prósenta hlut í gegnum félagið Ramses II. Á forsíðu Morgunblaðsins í dag má sjá mynd af Eyþóri og tilvitnun í grein eftir hann sem birtist í blaðinu.

Þegar Stundin ræddi við Eyþór á dögunum tók hann skýrt fram að hann skipti sér ekki á nokkurn hátt af ritstjórn Morgunblaðsins. „Ég hef enga aðkomu að til dæmis ritstjórn Morgunblaðsins, bara svo það sé sagt hreint út,“ sagði hann. Miklir kærleikar eru með Eyþóri og Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins. Þegar Davíð bauð sig fram til forseta árið 2016 tók Eyþór virkan þátt í kosningabaráttunni. Að sama skapi hefur Davíð farið lofsamlegum orðum um Eyþór; til að mynda bölvaði hann því í leiðara árið 2014 að Eyþór hefði ekki gefið kost á sér í bæjarstjórnarkosningum. „Það er skaði. Raunar gætu sjálfstæðismenn í Reykjavík heldur betur grætt á því að fá mann eins og Eyþór Arnalds í forystuhlutverk þar,“ sagði í leiðara Morgunblaðsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sveitarstjórnarkosningar 2018

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum
ÚttektSveitarstjórnarkosningar 2018

Laun ís­lenskra bæj­ar­stjóra hærri en í er­lend­um stór­borg­um

Árs­laun bæj­ar­stjóra Garða­bæj­ar og Kópa­vogs eru hærri en borg­ar­stjóra New York og London. Báð­ir bæj­ar­stjór­ar eru á hærri laun­um en for­sæt­is­ráð­herra. Laun bæj­ar­stjóra Kópa­vogs hækk­uðu um tæp 58% á kjör­tíma­bil­inu og laun bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar um 36%. „Allt órétt­læti mun kalla á meiri óánægju,“ seg­ir formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins BSRB.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár