Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þarf ekki að fara sömu leið og aðrir

Karl Tor­sten Ställ­born hætti í skóla 18 ára til að sinna list­inni.

Þarf ekki að fara sömu leið og aðrir

Það sem hefur haft mest áhrif á líf mitt var þegar ég fattaði að ég þyrfti ekki að fara sama veg og allir aðrir. Ég hætti í menntaskóla 18 ára því ég vildi bara vera í hljómsveitinni minni og fór að vinna á fullu. Ég byrjaði að læra á gítar þegar ég var 11 ára. Mér hafði alltaf fundist það mjög skemmtilegt og það var mér mjög náttúrulegt. Þannig að í staðinn fyrir að reyna að klára nám sem ég fann mig ekki í bjó ég frekar til mín eigin tækifæri og eigin ævintýri.

Ég vann í nokkur ár í Krambúðinni og síðan fann ég leið mína aftur í skóla, en það var í Myndlistaskólann í Reykjavík þar sem ég hélt áfram að gera það sem ég vildi gera og þróa mína list. Ég komst inn og síðan eftir að ég lauk því námi fór ég í Listaháskólann í myndlist.

Þetta hefur alveg verið hark og ég hef þurft að vinna alls konar vinnu, meðal annars á kaffihúsum, en ég hef getað unnið við myndlist og tónlist og það sem mér finnst bara skemmtilegt. Ég sé ekki eftir neinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár