Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ótrúlegur ráðherraferill Sigríðar Andersen

Fá­ir bera meiri ábyrgð en Sig­ríð­ur And­er­sen á van­traust­inu sem skap­að­ist á sviði stjórn­mála og dóm­stóla á síð­asta ári. Samt var hún aft­ur gerð að dóms­mála­ráð­herra og fær að sitja áfram þótt stað­fest sé að hún hafi brot­ið lög við skip­un lands­rétt­ar­dóm­ara. En hver er Sig­ríð­ur og hvað geng­ur henni til?

Sigríður Á. Andersen er sá stjórnmálamaður sem stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins treystir best til að gegna embætti dómsmálaráðherra á Íslandi. Þó bera fáir meiri ábyrgð en Sigríður á þeirri óvissu og því vantrausti sem skapaðist á sviði stjórnmála og dómstóla á síðasta ári, bæði þegar barnaníðingamál sprengdu ríkisstjórn og þegar í ljós kom að framið hafði verið lögbrot þegar skipaðir voru dómarar við nýtt millidómsstig.

 

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar féll eftir að ráðuneyti Sigríðar Andersen hafði leynt upplýsingum um uppreist æru kynferðisbrotamanna, þvert á skýr fyrirmæli upplýsingalaga eins og úrskurðarnefnd um upplýsingamál staðfesti með úrskurði sínum þann 11. september 2017. Kornið sem fyllti mælinn var þegar í ljós kom að Sigríður hafði sagt Bjarna einum frá aðkomu föður hans að uppreist æru barnaníðingsins Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

Þótt ekki séu öll kurl komin til grafar í málinu, þótt tímafrekt hafi reynst að fá upplýsingar um málið frá dómsmálaráðuneytinu og enn hafi ekki farið fram rannsókn á embættisfærslum ráðherra í samræmi við þær kröfur sem t.d. ráðgjafaráð Viðreisnar og þingmenn stjórnarandstöðunnar héldu á lofti síðasta haust, fékk Sigríður að halda ráðherraembætti sínu þegar ný ríkisstjórn var mynduð undir forystu Vinstri grænna í lok nóvember. 

Lögbrot ­dómsmálaráðherra staðfest

Skömmu fyrir jól staðfesti Hæstiréttur Íslands að Sigríður Andersen hefði brotið lög síðasta sumar þegar hún vék frá mati sjálfstæðrar dómnefndar og handvaldi dómara í Landsrétt án þess að uppfylla þær kröfur sem á henni hvíla samkvæmt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Fjöldi sérfræðinga hafði gagnrýnt vinnubrögð ráðherra og vísað til skýrs dómafordæmis frá 2011 sem benti sterklega til þess að verklagið væri á skjön við reglur stjórnsýsluréttar. Varnaðarorðin voru hins vegar hunsuð. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þröngvaði málinu í gegnum þingið á tveimur dögum og felldi tillögu um að vísa málinu aftur til ríkisstjórnar með 31 atkvæði gegn 30. 

 

Að mati Hæstaréttar brutu bæði ráðherra og Alþingi lög og bökuðu jafnframt ríkinu bótaskyldu sem á endanum kann að hlaupa á tugum milljóna. Þótt ekki verði litið framhjá ábyrgð þeirra þriggja þingflokka sem keyrðu skipun dómaranna í gegn, þrátt fyrir augljósar vísbendingar um að lög yrðu brotin, ber Sigríður Andersen meginábyrgðina á því hvernig fór. Afleiðingin er sú að grafið var undan trúverðugleika og trausti til hins nýja millidómsstigs.

En hver er Sigríður Andersen, hvaða gildi og hvaða sjónarmið hefur hún að leiðarljósi í störfum sínum? Hvað hefur gerst á hennar stutta en skrautlega ráðherraferli?

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár