Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjármálaráð varar við skattalækkunum og ósjálfbærri hagstjórn: „Nú virðist sem verið sé að gefa aftur í“

Fjár­mála­ráð gagn­rýn­ir skatta­afslátt ferða­þjón­ust­unn­ar og leið­rétt­ir ranga full­yrð­ingu í grein­ar­gerð sem fylg­ir fjár­mála­stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Fjármálaráð varar við skattalækkunum og ósjálfbærri hagstjórn: „Nú virðist sem verið sé að gefa aftur í“

Flest bendir til þess að afkoma hins opinbera verði í raun neikvæð á næstu árum sé miðað við frumjöfnuð hins opinbera og hann leiðréttur fyrir áhrifum hagsveiflunnar. Slík rekstrarniðurstaða getur ekki talist sjálfbær til lengri tíma. 

Þetta kemur fram í álitsgerð um fjármálastefnu nýrrar ríkisstjórnar sem fjármálaráð skilaði fjárlaganefnd Alþingis milli jóla og nýárs. Þar er varað sérstaklega við því að ráðist verði í stórfellda aukningu ríkisútgjalda án samsvarandi tekjuöflunar.

Á meðal þess sem fjármálaráð gagnrýnir í álitsgerð sinni eru áform ríkisstjórnarinnar um áframhaldandi skattaívilnun fyrir ferðaþjónustuna, óljós framsetning og skortur á ítarupplýsingum, ósamræmi milli stefnumörkunar og spágerðar og áform um þensluhvetjandi ráðstafanir án þess að mótvægisaðgerðir séu tilgreindar.

Lækkun tekjuskatts stríði gegn markmiði um stöðugleika

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur boðað lækkun tekjuskatts, en fjármálaráð telur að slíkt sé ekki til þess fallið að viðhalda stöðugleika í efnahagsmálum. 

„Lækkun skatta við þessar aðstæður leiðir til aukinnar verðbólgu og er þar að auki þensluhvetjandi þ.e. ef önnur tekjuöflun er ekki aukin eða dregið úr útgjöldum hins opinbera á sama tíma. Stefnan útlistar engar slíkar aðgerðir,“ segir í umsögn ráðsins. 

Að sama skapi er bent á að aukning útgjalda við þensluaðstæður kalli á frekari tekjuöflun, niðurskurð annarra útgjalda eða blöndu beggja.

„Lækkun skatta við þessar aðstæður
leiðir til aukinnar verðbólgu“

„Það að stjórnvöld geri hvorugt felur í raun í sér að þau velti ábyrgðinni yfir á stjórn peningamála og er líklegt að slíkt muni tefja núverandi vaxtalækkunarferli að öðru óbreyttu,“ segir í umsögninni.

Gagnrýna skattaívilnun ferðaþjónustunnar

 Fjármálaráð gagnrýnir þá stefnu ríkisstjórnarinnar að viðhalda skattaívilnun á ferðaþjónustuna með því að hafa hana áfram í lægra þrepi virðisaukaskatts.

Fram kemur að slíkt sé ekki til þess fallið að auka vöxt og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi auk þess sem erfitt sé að finna haldbær rök fyrir því hvers vegna skattlagning ferðaþjónustu ætti að vera frábrugðin skattlagningu annarra atvinnugreina. 

 „Afleiðing hins mikla vaxtar greinarinnar á undanförnum árum hefur birst í hærra raungengi, versnandi samkeppnisstöðu annarra útflutningsgreina og ruðningsáhrifum. Þá er vert að benda á að sú skattalega ívilnun sem greinin hefur búið við er til þess fallin að beina takmörkuðum aðföngum, þ.m.t. mannauði, þjóðarbúsins inn í greinina,“ segir í umsögn ráðsins.

„Ef slík bjögun væri ekki til staðar myndu þau aðföng leita í þær greinar þar sem væntur jaðarábati er hvað mestur og þannig hámarka þjóðhagslegan ábata og jafnframt gera aðrar greinar samkeppnishæfari.

Sú stefnubreyting sem nú er boðuð og felst í því að viðhalda skattaívilnun greinarinnar er því ekki til þess fallin að auka vöxt og fjölbreytni í íslensku atvinnulífi.“

Hnýtt er sérstaklega í fullyrðingu sem er sett fram í greinargerð fjármálastefnu Bjarna Benediktssonar þess efnis að afkoma opinberra aðila í heild upp á 3 prósent af vergri landsframleiðslu, sé „ágætur árangur“ og „til þess fallinn að hægja á fremur en að ýta undir áframhaldandi eftirspurnarvöxt í hagkerfinu“.

Fjármálaráð svarar: „Það er ekki alls kostar rétt. Afkoma opinberra fyrirtækja gegnir ekki sveiflujöfnunarhlutverki í jafn ríkum mæli eins og afkoma hins opinbera í A-hluta.“ Þá er bent á að hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður sá sá mælikvarði sem segir til um aðhaldsstigið og engar upplýsingar séu gefnar um hann í stefnunni. Aðhaldsstigið í A-hluta sé því óljóst þó fullyrða megi að það fari minnkandi og sé því ekki til þess fallið að hægja á eftirspurnarvexti.

Minnt er á að í síðustu fjármálaáætlun hafi komið fram að svo virtist sem stjórnvöld væru að stíga lausar á bensíngjöfina þegar þau ættu að vera að bremsa og áfram yrði slakað á aðhaldsstiginu. „Nú virðist sem verið sé að gefa aftur í á sama tíma og óvissan hefur aukist,“ segir fjármálaráð nú. Þetta er í samræmi við ályktanir sem dregnar voru í nýlegri fréttaskýringu Stundarinnar, sjá hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
3
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár