Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Klámbann hjá Síldarvinnslunni: Nektardagatölin tekin niður og starfsmenn fræddir um #metoo

Gunn­þór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir mik­il­vægt að bregð­ast við karllægu vinnu­um­hverfi í sjáv­ar­út­vegi: „Vilj­um að kon­um sem vinna hjá Síld­ar­vinnsl­unni líði vel.“

Klámbann hjá Síldarvinnslunni: Nektardagatölin tekin niður og starfsmenn fræddir um #metoo

Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, tilkynnti á starfsmannafundi í dag að lagt yrði blátt bann við nektardagatölum á starfsstöðvum fyrirtækisins. 

„Jú jú, það var gefið út að við höfnum því að láta sjást í myndir af nöktum konum,“ segir hann í samtali við Stundina.

„Þetta er eitthvað sem á bara að tilheyra fortíðinni og er auðvitað hluti af stærri umræðu og viðhorfsbreytingum sem ég held að við þurfum öll að taka þátt í.“

Síldarvinnslan bauð upp á opinn fund um karlmenn og #metoo-átakið í dag og var Magnús Orri Schram, stjórnarmaður hjá UN Women á Íslandi og fyrrverandi þingmaður, fenginn til að fræða starfsmenn um #metoo á Íslandi og ábyrgð karlmanna í breyttum heimi. 

„Þetta var fróðlegur fundur og hann var haldinn því við viljum hafa hlutina í lagi í okkar fyrirtæki. Þess vegna er mikilvægt fyrir stjórnendur og alla starfsmenn að fá fræðslu um þetta,“ segir Gunnþór og bendir á að í sjávarútvegi séu vinnustaðir oft mjög karllægir og þess vegna sé mikilvægt að bregðast við.

Aðspurður hvort mikið hafi verið um að horft væri á klámmyndbönd á vinnustöðum segir hann: „Nei, hér er bara verið að svara almennt þessu ákalli og þetta er eitthvað sem ég held að við þurfum að gera, allir karlmenn og þjóðfélagið í heild. Við viljum hafa hlutina í lagi og viljum að konum sem vinna hjá Síldarvinnslunni líði vel.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár