Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bjóða Ólafi Ragnari 7 milljónir af fjárlögum

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar vill „bjóða fyrr­ver­andi for­seta Ís­lands að­stoð og þjón­ustu vegna ým­issa verk­efna sem áfram eru á hans borði“.

Bjóða Ólafi Ragnari 7 milljónir af fjárlögum

Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, fái 7 milljóna króna framlag frá ríkinu árið 2018 og aftur árið 2019 vegna „ýmissa verkefna sem áfram eru á hans borði“.

Þetta kemur fram í nefndaráliti sem meirihlutinn – þingmenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna – skilaði í gær.

„Gerð er tillaga um 7 millj. kr. tímabundið framlag í tvö ár til utanríkisþjónustunnar sem verði nýtt til að bjóða fyrrverandi forseta Íslands aðstoð og þjónustu,“ segir í álitinu, en um 5,5 milljónum verður varið í launakostnað og um 1,5 milljónum í ferðakostnað. 

Bent er á að í nágrannalöndunum sé viðtekin venja að fyrrverandi þjóðarleiðtogum bjóðist slík þjónusta. Þá hafi fyrrverandi forseta Íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, verið tryggð aðstoð og þjónusta af þessu tagi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forseti Íslands

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár